Stórt skref í átt að friði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. apríl 2018 10:00 Það var hátíðleg og söguleg stund þegar leiðtogar ríkjanna tókust í hendur á afvopnaðasvæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Vísir/getty Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, steig yfir landamærin og til Suður-Kóreu í gær og átti fund með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í Friðarhúsi landamæraþorpsins Panmunjom. Í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna hétu þeir því meðal annars að vinna að afkjarnorkuvæðingu skagans. Þetta var fyrsti leiðtogafundur ríkjanna tveggja frá því 2007 en þá, sem og árið 2000, funduðu leiðtogarnir í Pjongjang. Í þá daga var svokölluð sólskinsstefna höfð að leiðarljósi í Suður-Kóreu, stefna sem miðaði að bættum samskiptum við einræðisríkið, og má segja að hún sé nú snúin aftur eftir tíu ára fjarveru. Afrakstur þeirra funda var hins vegar lítill. Á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna sagði Kim þá hafa sammælst um að vinna að því að „hin óheppilega saga, þar sem árangur fjaraði út, endurtaki sig ekki“. „Það gæti komið bakslag. Við gætum lent í erfiðleikum og pirringi. En það er aldrei hægt að ná fram sigri án sársauka,“ sagði Kim. Hvorki voru gerðir samningar né sáttmálar í viðræðum gærdagsins, enda þær frekar hugsaðar sem fyrsta stóra skrefið í átt að bættum samskiptum á Kóreuskaga. Eftirtektarverðar greinar yfirlýsingarinnar eru þó fjölmargar, þótt ekkert hafi verið um útskýringar á útfærslum loforða. „Leiðtogarnir tveir lýsa því yfir, fyrir framan heimsbyggðina alla, að stríðinu á Kóreuskaga muni ljúka. Nú tekur við nýtt tímabil friðar,“ sagði í inngangi yfirlýsingarinnar. Var því heitið að ráðast í annaðhvort þríhliða viðræður, með Bandaríkjunum, eða fjórhliða, með Kína þar að auki, til þess að semja endanlega um frið. Við lok Kóreustríðsins árið 1953 var það ekki gert, þá var samið um vopnahlé. „Suður- og Norður-Kórea staðfesta sameiginlegt markmið sitt um kjarnorkulausan Kóreuskaga. Ríkin eru sammála um að skrefin sem Norður-Kórea hefur stigið séu þýðingarmikil fyrir afkjarnorkuvæðingarferlið,“ sagði enn fremur. Hinn skyndilegi vilji Kim til að losa sig við kjarnorkuvopn sín, sem miklum fjármunum og tíma hefur verið varið í að þróa, hefur komið heimsbyggðinni í opna skjöldu. Enn er þó ekkert ljóst í þessum efnum og ber að minna á að Norður-Kórea hefur áður gefið sams konar loforð, þó ekki með jafn afgerandi hætti. Þá komust mörg önnur smærri mál inn á borð leiðtoganna. Ætla ríkin að halda áfram að taka saman þátt á íþróttaleikum, sameina aðskildar fjölskyldur og bæta samgöngur yfir landamærin. Ljóst er að stórt skref hefur verið stigið í átt að friði á Kóreuskaga. Fjölmörg önnur skref eru fram undan. Viðræður sendinefnda ríkjanna tveggja, fundur Kim með Donald Trump Bandaríkjaforseta í sumar og svo mun Moon ferðast til Pjongjang í haust. thorgnyr@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, steig yfir landamærin og til Suður-Kóreu í gær og átti fund með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í Friðarhúsi landamæraþorpsins Panmunjom. Í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna hétu þeir því meðal annars að vinna að afkjarnorkuvæðingu skagans. Þetta var fyrsti leiðtogafundur ríkjanna tveggja frá því 2007 en þá, sem og árið 2000, funduðu leiðtogarnir í Pjongjang. Í þá daga var svokölluð sólskinsstefna höfð að leiðarljósi í Suður-Kóreu, stefna sem miðaði að bættum samskiptum við einræðisríkið, og má segja að hún sé nú snúin aftur eftir tíu ára fjarveru. Afrakstur þeirra funda var hins vegar lítill. Á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna sagði Kim þá hafa sammælst um að vinna að því að „hin óheppilega saga, þar sem árangur fjaraði út, endurtaki sig ekki“. „Það gæti komið bakslag. Við gætum lent í erfiðleikum og pirringi. En það er aldrei hægt að ná fram sigri án sársauka,“ sagði Kim. Hvorki voru gerðir samningar né sáttmálar í viðræðum gærdagsins, enda þær frekar hugsaðar sem fyrsta stóra skrefið í átt að bættum samskiptum á Kóreuskaga. Eftirtektarverðar greinar yfirlýsingarinnar eru þó fjölmargar, þótt ekkert hafi verið um útskýringar á útfærslum loforða. „Leiðtogarnir tveir lýsa því yfir, fyrir framan heimsbyggðina alla, að stríðinu á Kóreuskaga muni ljúka. Nú tekur við nýtt tímabil friðar,“ sagði í inngangi yfirlýsingarinnar. Var því heitið að ráðast í annaðhvort þríhliða viðræður, með Bandaríkjunum, eða fjórhliða, með Kína þar að auki, til þess að semja endanlega um frið. Við lok Kóreustríðsins árið 1953 var það ekki gert, þá var samið um vopnahlé. „Suður- og Norður-Kórea staðfesta sameiginlegt markmið sitt um kjarnorkulausan Kóreuskaga. Ríkin eru sammála um að skrefin sem Norður-Kórea hefur stigið séu þýðingarmikil fyrir afkjarnorkuvæðingarferlið,“ sagði enn fremur. Hinn skyndilegi vilji Kim til að losa sig við kjarnorkuvopn sín, sem miklum fjármunum og tíma hefur verið varið í að þróa, hefur komið heimsbyggðinni í opna skjöldu. Enn er þó ekkert ljóst í þessum efnum og ber að minna á að Norður-Kórea hefur áður gefið sams konar loforð, þó ekki með jafn afgerandi hætti. Þá komust mörg önnur smærri mál inn á borð leiðtoganna. Ætla ríkin að halda áfram að taka saman þátt á íþróttaleikum, sameina aðskildar fjölskyldur og bæta samgöngur yfir landamærin. Ljóst er að stórt skref hefur verið stigið í átt að friði á Kóreuskaga. Fjölmörg önnur skref eru fram undan. Viðræður sendinefnda ríkjanna tveggja, fundur Kim með Donald Trump Bandaríkjaforseta í sumar og svo mun Moon ferðast til Pjongjang í haust. thorgnyr@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira