Twitter skilar hagnaði annan fjórðunginn í röð Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. apríl 2018 17:35 Jack Dorsey, stofnandi og forstjóri Twitter. Vísir/EPA Nýtt uppgjör Twitter leiðir í ljós að breytingar sem fyrirtækið gerði til að afla sér auglýsingatekna og taka þannig tekjur frá Facebook og Google virðast hafa skilað sér. Á síðasta fjórðungi skilaði Twitter hagnaði í fyrsta sinn í tólf ára rekstrarsögu fyrirtækisins. Greiningaraðilar á markaði bjuggust við að fyrirtækið myndi skila tapi á ný en samkvæmt nýju uppgjöri hagnaðist félagið um 61 milljón dollara, jafnvirði 6,1 milljarðs króna, á síðasta ársfjórðungi. Tekjur og virkni notenda jukust meira en búist var við að því er fram kemur í Financial Times. Jack Dorsey, forstjóri og stofnandi Twitter, sagði í tilefni af uppgjörinu að jafnvægi kæmi líklega á virkni notenda eftir að Twitter hefði kynnt breytingar sem munu bæta skilaboðaskjóðu forritsins. Twitter hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og hefur fjöldi notenda aukist eftir að hafa staðið í stað um nokkurra ára skeið. Þrátt fyrir fréttir af jákvæðri afkomu lækkuðu hlutabréf Twitter um 3,6 prósent við opnun markaða í Kauphöllinni í New York í dag og var gengið 29,36 dollarar á hlut í fyrstu viðskiptum. Twitter hefur aðeins brot af notendafjölda Facebook en 262 milljónir manna nota Twitter á heimsvísu meðan tveir milljarðar manna hafa skráð sig fyrir aðgangi að Facebook. Nokkur spenna er í loftinu vegna uppgjörs Facebook sem verður birt síðar í dag en það verður fyrsta uppgjörið eftir Cambridge Analytica hneykslið. Twitter Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nýtt uppgjör Twitter leiðir í ljós að breytingar sem fyrirtækið gerði til að afla sér auglýsingatekna og taka þannig tekjur frá Facebook og Google virðast hafa skilað sér. Á síðasta fjórðungi skilaði Twitter hagnaði í fyrsta sinn í tólf ára rekstrarsögu fyrirtækisins. Greiningaraðilar á markaði bjuggust við að fyrirtækið myndi skila tapi á ný en samkvæmt nýju uppgjöri hagnaðist félagið um 61 milljón dollara, jafnvirði 6,1 milljarðs króna, á síðasta ársfjórðungi. Tekjur og virkni notenda jukust meira en búist var við að því er fram kemur í Financial Times. Jack Dorsey, forstjóri og stofnandi Twitter, sagði í tilefni af uppgjörinu að jafnvægi kæmi líklega á virkni notenda eftir að Twitter hefði kynnt breytingar sem munu bæta skilaboðaskjóðu forritsins. Twitter hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og hefur fjöldi notenda aukist eftir að hafa staðið í stað um nokkurra ára skeið. Þrátt fyrir fréttir af jákvæðri afkomu lækkuðu hlutabréf Twitter um 3,6 prósent við opnun markaða í Kauphöllinni í New York í dag og var gengið 29,36 dollarar á hlut í fyrstu viðskiptum. Twitter hefur aðeins brot af notendafjölda Facebook en 262 milljónir manna nota Twitter á heimsvísu meðan tveir milljarðar manna hafa skráð sig fyrir aðgangi að Facebook. Nokkur spenna er í loftinu vegna uppgjörs Facebook sem verður birt síðar í dag en það verður fyrsta uppgjörið eftir Cambridge Analytica hneykslið.
Twitter Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira