Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. maí 2018 07:00 Ungir háskólanemar í ævintýraleit eru skotmörk ferðaþjónustufyrirtækja sem greiða þeim laun langt undir taxta. Fréttablaðið/Ernir Með frumvarpi ferðamálaherra um Ferðamálastofu er gríðarlegur aðstöðumunur milli íslenskra og erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu hérlendis festur í sessi og áréttaður að mati ASÍ. „Frumvarpið gerir ráð fyrir að ferðaþjónusta hér á landi verði leyfisskyld en eingöngu gagnvart fyrirtækjum sem skráð eru hér á landi. Samkeppnisstaða erlendra fyrirtækja er allt önnur og miklu betri en íslenskra fyrirtækja,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja segja augljós tengsl milli samdráttar í bókunum hjá íslenskum fyrirtækjum og starfsemi erlendra fyrirtækja sem í mörgum tilvikum greiði hvorki skatta né gjöld hér á landi, stundi undirboð á vinnumarkaði og hafi hvorki leyfi né réttindi. Halldór segir þessa starfsemi skapa augljósan aðstöðumun gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem greiði laun samkvæmt samningum, og skatta og gjöld. Halldór bendir á annað frumvarp sem bíði afgreiðslu þingsins um breytingu á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja. „Í því frumvarpi er lagt til að starfsmenn þessara fyrirtækja verði skilgreindir sem verandi á íslenskum vinnumarkaði, sem skiptir miklu máli því þá getum við sagt að þeir eigi, frá fyrsta degi, að njóta sömu starfskjara og hér gilda,“ segir Halldór. Eftir sem áður muni þó verða erfitt að fylgja rétti þeirra eftir á meðan vinnuveitendur þeirra eru hvorki skráðir né leyfisskyldir.Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdarstjóri ASÍ.Í samtölum Fréttablaðsins við fólk í ferðaþjónustu er fyrirtækið Backroads ítrekað nefnt, en um er að ræða stórt bandarískt fyrirtæki sem hefur selt ferðir til Íslands um nokkurra ára skeið og hefur tugi erlendra leiðsögumanna hér yfir sumartímann, flytur sína eigin bíla og bílstjóra til landsins, án þess að hafa tilskilin leyfi sem krafist er til hópferðaflutninga. „Fyrirtækið Backroads rak á fjörur okkar eftir að bandarísk stúlka, sem er búsett hér á landi, fór á fund sem þeir boðuðu til og var auglýstur í Grapevine. Á fundinum fékk hún minnisblað með launakjörum upp á 65 evrur fyrir dagsferðir og 540 evrur fyrir 6 daga ferðir, án yfirvinnu en með góðri von um þjórfé,“ segir Halldór. 65 evrur eru 7.900 krónur. Fyrirtækið er meðal nokkurra erlendra fyrirtækja sem nefnd eru í minnisblaði sem fylgir umsögn ASÍ til Alþingis um fyrrnefnt frumvarp um Ferðamálastofu. Þau eiga það sammerkt að vera hvorki skráð hér á landi né starfsmenn þeirra sem gjarnan eru ungir háskólanemar í ævintýraleit og fá einhverjar greiðslur en alls ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga og þurfa að miklu leyti að reiða sig á þjórfé. Önnur fyrirtæki í minnisblaði ASÍ eru franska fyrirtækið Iceland 66 nord sem Halldór segir nánast hafa þurrkað upp frönskumælandi hópferðamarkaðinn hér, svissneska fyrirtækið Geko Expeditions sem sérhæfir sig í „self-drive“ utanvegaakstri í Vatnajökulsþjóðgarði, en á vef fyrirtækisins má sjá myndband sem sýnir akstur á ómerktum slóðum, og að lokum spænska fyrirtækið Tierras Polares sem ræður sína starfsmenn, unga háskólanema, í gegnum Vinnumálastofnun spænska ríkisins. „Það er ekki nóg með að leiðsögumenn þeirra séu á skítakaupi, heldur fær fyrirtækið launin niðurgreidd af spænska ríkinu,“ segir Halldór. Hann segir ASÍ alls ekki vilja leggja til að erlendum fyrirtækjum verði bannað að veita þjónustu hér á landi en þau verði hins vegar að vera jafnsett íslenskum fyrirtækjum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30 Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi og munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. 6. maí 2018 13:33 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Með frumvarpi ferðamálaherra um Ferðamálastofu er gríðarlegur aðstöðumunur milli íslenskra og erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu hérlendis festur í sessi og áréttaður að mati ASÍ. „Frumvarpið gerir ráð fyrir að ferðaþjónusta hér á landi verði leyfisskyld en eingöngu gagnvart fyrirtækjum sem skráð eru hér á landi. Samkeppnisstaða erlendra fyrirtækja er allt önnur og miklu betri en íslenskra fyrirtækja,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja segja augljós tengsl milli samdráttar í bókunum hjá íslenskum fyrirtækjum og starfsemi erlendra fyrirtækja sem í mörgum tilvikum greiði hvorki skatta né gjöld hér á landi, stundi undirboð á vinnumarkaði og hafi hvorki leyfi né réttindi. Halldór segir þessa starfsemi skapa augljósan aðstöðumun gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem greiði laun samkvæmt samningum, og skatta og gjöld. Halldór bendir á annað frumvarp sem bíði afgreiðslu þingsins um breytingu á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja. „Í því frumvarpi er lagt til að starfsmenn þessara fyrirtækja verði skilgreindir sem verandi á íslenskum vinnumarkaði, sem skiptir miklu máli því þá getum við sagt að þeir eigi, frá fyrsta degi, að njóta sömu starfskjara og hér gilda,“ segir Halldór. Eftir sem áður muni þó verða erfitt að fylgja rétti þeirra eftir á meðan vinnuveitendur þeirra eru hvorki skráðir né leyfisskyldir.Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdarstjóri ASÍ.Í samtölum Fréttablaðsins við fólk í ferðaþjónustu er fyrirtækið Backroads ítrekað nefnt, en um er að ræða stórt bandarískt fyrirtæki sem hefur selt ferðir til Íslands um nokkurra ára skeið og hefur tugi erlendra leiðsögumanna hér yfir sumartímann, flytur sína eigin bíla og bílstjóra til landsins, án þess að hafa tilskilin leyfi sem krafist er til hópferðaflutninga. „Fyrirtækið Backroads rak á fjörur okkar eftir að bandarísk stúlka, sem er búsett hér á landi, fór á fund sem þeir boðuðu til og var auglýstur í Grapevine. Á fundinum fékk hún minnisblað með launakjörum upp á 65 evrur fyrir dagsferðir og 540 evrur fyrir 6 daga ferðir, án yfirvinnu en með góðri von um þjórfé,“ segir Halldór. 65 evrur eru 7.900 krónur. Fyrirtækið er meðal nokkurra erlendra fyrirtækja sem nefnd eru í minnisblaði sem fylgir umsögn ASÍ til Alþingis um fyrrnefnt frumvarp um Ferðamálastofu. Þau eiga það sammerkt að vera hvorki skráð hér á landi né starfsmenn þeirra sem gjarnan eru ungir háskólanemar í ævintýraleit og fá einhverjar greiðslur en alls ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga og þurfa að miklu leyti að reiða sig á þjórfé. Önnur fyrirtæki í minnisblaði ASÍ eru franska fyrirtækið Iceland 66 nord sem Halldór segir nánast hafa þurrkað upp frönskumælandi hópferðamarkaðinn hér, svissneska fyrirtækið Geko Expeditions sem sérhæfir sig í „self-drive“ utanvegaakstri í Vatnajökulsþjóðgarði, en á vef fyrirtækisins má sjá myndband sem sýnir akstur á ómerktum slóðum, og að lokum spænska fyrirtækið Tierras Polares sem ræður sína starfsmenn, unga háskólanema, í gegnum Vinnumálastofnun spænska ríkisins. „Það er ekki nóg með að leiðsögumenn þeirra séu á skítakaupi, heldur fær fyrirtækið launin niðurgreidd af spænska ríkinu,“ segir Halldór. Hann segir ASÍ alls ekki vilja leggja til að erlendum fyrirtækjum verði bannað að veita þjónustu hér á landi en þau verði hins vegar að vera jafnsett íslenskum fyrirtækjum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30 Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi og munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. 6. maí 2018 13:33 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00
Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira. 4. maí 2018 14:30
Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi og munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. 6. maí 2018 13:33