Þurfum markvissari fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar Eybjörg H. Hauksdóttir og Pétur Magnússon skrifar 3. maí 2018 07:00 Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um fjármálaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar, ekki síst í kjölfar útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands, þar sem segir meðal annars: „Það stefnuleysi sem einkennir málaflokkinn hefur leitt til þess að áherslur fjárlaga hverju sinni, tímabundin átaksverkefni og úrlausn tilfallandi vandamála hafa mótað ákvarðanir um samninga um heilbrigðisþjónustu og þar með þróun heilbrigðiskerfisins.“ Jafnframt kemur fram í skýrslunni að samningar Sjúkratrygginga Íslands hafi ekki stuðlað að hagkvæmni eða skilvirkni í heilbrigðiskerfinu ásamt því sem heildstæða stefnu skorti um þjónustuna og nýting opinberra fjármuna til málaflokksins sé ekki næg. Rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu hafa margir gagnrýnt skort á nauðsynlegri kostnaðargreiningu svo unnt sé að mæta þeim opinberu kröfum sem eru gerðar til þjónustunnar. Einnig hafa veitendur heilbrigðisþjónustu bent á hve erfitt sé að fá greiddan raunkostnað sem fellur til vegna umbeðinnar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um. Þá er það einnig þekkt vandamál að þegar fjárveiting þjónustu hefur á annað borð verið ákvörðuð, eru breytingar á milli ára á þeirri fjárveitingu yfirleitt mjög óljósar. Of mikið ógegnsæi hefur verið varðandi hækkanir á framlögum með tilliti til verðlags – og launahækkana auk þess sem skerðingar á fjárframlögum til einstakra aðila eiga sér stað án rökstuðnings eða skýringa. Mikill tími fer í það af hálfu rekstraraðila að leita skýringa á þessum breytingum og berast þær yfirleitt mjög seint ef þær þá fást á annað borð.Hlutfallið lægst hér á landiPétur ?Magnússon formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuÞrátt fyrir að um 25% af árlegum útgjöldum ríkisins fari til heilbrigðismála erum við aðeins að nota um 8,9% af vergri þjóðarframleiðslu í málaflokkinn. Þetta hlutfall er lægst hér á landi í samanburði við verga þjóðarframleiðslu hinna Norðurlandaþjóðanna enda þótt það liggi fyrir að öldruðum muni fjölga hratt á næstu árum. Samkvæmt spá Hagstofu Íslands mun einstaklingum, 75 ára og eldri hafa fjölgað hér á landi um 35% á tímabilinu 2012 til 2020. Hagstofan spáir því jafnframt að landsmönnum fjölgi um 33% til 2060 þegar íbúar verða orðnir 430 þúsund talsins. Framlög verður að hækka Við sem störfum í öldrunarþjónustu höfum reiknað út að þeim sem njóta öldrunarþjónustu muni fjölga um 2-3% á hverju einasta ári á næstu áratugum. Af þessu er ljóst að fjárframlög til heilbrigðismála þurfa að hækka töluvert milli ára, bara til að viðhalda sama þjónustustigi og var árið áður, því við þessa fjölgun bætast launahækkanir heilbrigðisstétta, vísitöluhækkanir og fleira. Þegar tekið hefur verið tillit til verðlags- og launaþróunar í landinu auk raunkostnaðar við veitingu þeirrar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um og veitendur þjónustunnar þurfa að standa straum af með beinum fjárframlögum, er fyrst hægt að átta sig á því hver raunþróunin er á framlögum til heilbrigðismála í landinu – hvort raunaukning hafi orðið eða lækkun. Því miður eru margar vísbendingar um raunlækkanir á síðustu árum og þeirri þróun verður að snúa við – það verður að auka fjármagn í heilbrigðisþjónustuna ef núverandi þjónustustig á að vera áfram. Auðvitað þurfum við að vera meðvituð um að ekki er sjálfgefið að aukið fjármagn bæti heilbrigðisþjónustuna. Það verður að gera þá kröfu til ríkisins, vörsluaðila skattfjár almennings, að ítarlegar og faglegar greiningar búi að baki ákvörðunum um fjárframlög til þjónustunnar. Við, sem störfum í greininni, leitum sífellt leiða til til að gera betur, bæta verkferla og þjónustu á grundvelli greininga. Heilbrigðisþjónustan er einn af hornsteinum samfélagsins og lykilþáttur í lífsgæðum landsmanna. Nú er komið að yfirvöldum og stjórnmálamönnum landsins að sýna að raunverulegur vilji sé til breytinga í fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og jafnframt að nýta fjármagn með eins markvissum hætti og mögulegt er, landsmönnum til heilla.Höfundar Eybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónstu Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eybjörg H. Hauksdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um fjármálaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar, ekki síst í kjölfar útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands, þar sem segir meðal annars: „Það stefnuleysi sem einkennir málaflokkinn hefur leitt til þess að áherslur fjárlaga hverju sinni, tímabundin átaksverkefni og úrlausn tilfallandi vandamála hafa mótað ákvarðanir um samninga um heilbrigðisþjónustu og þar með þróun heilbrigðiskerfisins.“ Jafnframt kemur fram í skýrslunni að samningar Sjúkratrygginga Íslands hafi ekki stuðlað að hagkvæmni eða skilvirkni í heilbrigðiskerfinu ásamt því sem heildstæða stefnu skorti um þjónustuna og nýting opinberra fjármuna til málaflokksins sé ekki næg. Rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu hafa margir gagnrýnt skort á nauðsynlegri kostnaðargreiningu svo unnt sé að mæta þeim opinberu kröfum sem eru gerðar til þjónustunnar. Einnig hafa veitendur heilbrigðisþjónustu bent á hve erfitt sé að fá greiddan raunkostnað sem fellur til vegna umbeðinnar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um. Þá er það einnig þekkt vandamál að þegar fjárveiting þjónustu hefur á annað borð verið ákvörðuð, eru breytingar á milli ára á þeirri fjárveitingu yfirleitt mjög óljósar. Of mikið ógegnsæi hefur verið varðandi hækkanir á framlögum með tilliti til verðlags – og launahækkana auk þess sem skerðingar á fjárframlögum til einstakra aðila eiga sér stað án rökstuðnings eða skýringa. Mikill tími fer í það af hálfu rekstraraðila að leita skýringa á þessum breytingum og berast þær yfirleitt mjög seint ef þær þá fást á annað borð.Hlutfallið lægst hér á landiPétur ?Magnússon formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustuÞrátt fyrir að um 25% af árlegum útgjöldum ríkisins fari til heilbrigðismála erum við aðeins að nota um 8,9% af vergri þjóðarframleiðslu í málaflokkinn. Þetta hlutfall er lægst hér á landi í samanburði við verga þjóðarframleiðslu hinna Norðurlandaþjóðanna enda þótt það liggi fyrir að öldruðum muni fjölga hratt á næstu árum. Samkvæmt spá Hagstofu Íslands mun einstaklingum, 75 ára og eldri hafa fjölgað hér á landi um 35% á tímabilinu 2012 til 2020. Hagstofan spáir því jafnframt að landsmönnum fjölgi um 33% til 2060 þegar íbúar verða orðnir 430 þúsund talsins. Framlög verður að hækka Við sem störfum í öldrunarþjónustu höfum reiknað út að þeim sem njóta öldrunarþjónustu muni fjölga um 2-3% á hverju einasta ári á næstu áratugum. Af þessu er ljóst að fjárframlög til heilbrigðismála þurfa að hækka töluvert milli ára, bara til að viðhalda sama þjónustustigi og var árið áður, því við þessa fjölgun bætast launahækkanir heilbrigðisstétta, vísitöluhækkanir og fleira. Þegar tekið hefur verið tillit til verðlags- og launaþróunar í landinu auk raunkostnaðar við veitingu þeirrar þjónustu sem hið opinbera gerir kröfu um og veitendur þjónustunnar þurfa að standa straum af með beinum fjárframlögum, er fyrst hægt að átta sig á því hver raunþróunin er á framlögum til heilbrigðismála í landinu – hvort raunaukning hafi orðið eða lækkun. Því miður eru margar vísbendingar um raunlækkanir á síðustu árum og þeirri þróun verður að snúa við – það verður að auka fjármagn í heilbrigðisþjónustuna ef núverandi þjónustustig á að vera áfram. Auðvitað þurfum við að vera meðvituð um að ekki er sjálfgefið að aukið fjármagn bæti heilbrigðisþjónustuna. Það verður að gera þá kröfu til ríkisins, vörsluaðila skattfjár almennings, að ítarlegar og faglegar greiningar búi að baki ákvörðunum um fjárframlög til þjónustunnar. Við, sem störfum í greininni, leitum sífellt leiða til til að gera betur, bæta verkferla og þjónustu á grundvelli greininga. Heilbrigðisþjónustan er einn af hornsteinum samfélagsins og lykilþáttur í lífsgæðum landsmanna. Nú er komið að yfirvöldum og stjórnmálamönnum landsins að sýna að raunverulegur vilji sé til breytinga í fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og jafnframt að nýta fjármagn með eins markvissum hætti og mögulegt er, landsmönnum til heilla.Höfundar Eybjörg H. Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónstu Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar