Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. maí 2018 14:00 Hér má sjá teikningu af svæðinu. Basalt arkitektar „Við erum með þetta stóra verkefni í undirbúningsferli . Við horfum á þetta mjög heildstætt og erum ekki bara að fara inn og byggja bara eitthvað hús. Við erum mjög upptekin af því að þetta er mjög viðkvæmt svæði og við verðum að nálgast það af varúð.“ Þetta segir Magnús Orri Schram um Fjallaböðin, nýjan baðstað sem stendur til verði opnaður við Reykholt í Þórsárdal á næstu árum. Einnig verður opnað 40 herbergja hótel á sama stað, sem verður grafið inn í fjallið.Magnús Orri Schram.Vísir/StefánVilja bæta aðgengi fyrir alla gesti dalsins Eins og kom fram í Viðskiptamogganum í dag í dag er verkefnið í helmingseigu Íslenskra heilsulinda, dótturfélags Bláa lónsins, og frumkvöðlanna Magnúsar Orra Schram, Ellerts K. Schram og Ragnheiðar Bjarkar Sigurðardóttur. Magnús Orri segir í samtali við Vísi að umgengni á svæðinu skipti miklu máli. „Þjórsárdalurinn í dag er náttúrulega mjög fallegur með marga merkilega og fallega staði en aðgengi að þessum perlum er ekkert sérstaklega gott. Það sem okkur langar að gera um leið og við erum að fara í þessa stóru fjárfestingu er að opna dalinn. Þegar fólk fer að koma þarna upp eftir í bað, þá pössum við vel upp á það að það sé í lagi með ferðina, öryggi, hreinlæti og svo framvegis. Hvort sem fólk ætlar að koma í bað til okkar eða ekki að það geti þá notið dalsins.“ Magnús Orri segir að þjónustumiðstöðin sem á að byggja hjá baðstaðnum eigi eftir að gagnast fleirum en gestum Fjallabaða. „Gestamóttakan er í raun og veru átta kílómetrum frá baðinu sjálfu. Við erum að reyna að minnka áreitið og draga úr bílamenguninni þannig að þegar fólk kemur á sínum eigin bílum eða með rútu þarf það að leggja töluvert frá. Svo munum við vera með rafmagnsfarartæki sem keyrir fólk fram og til baka. Það þýðir að við þurfum ekki að malbika veginn upp eftir, það þýðir að við getum haldið í þennan hráleika og fjallaveginn. Þá klöngrast þú bara á bíl á okkar vegum þarna upp eftir.“Dalurinn hefur upp á margt að bjóða Með þessu ætti að vera rólegra á svæðinu inni i dalnum. Félagið utan um verkefnið mun einnig leggja Skeiða- og Gnúpverjahreppi lið við uppbyggingu innviða í Þjórsárdal. Meðal annars brúarsmíði, göngustíga og reiðleiðir á svæðinu. „Þetta verður eiginlega bara eins og þú sért að koma inn í þjóðgarð. Við sjáum fyrir okkur að þessi gestamóttaka geti verið einhvers konar gestastofa fyrir dalinn í heild.“ útskýrir Magnús Orri. Á staðnum verða kort af svæðinu sem ættu að gagnast þeim sem ætla að hjóla eða ganga um svæðið. „Dalurinn hefur upp á svo margt að bjóða.“Mynd/Basalt arkitektarAðeins gluggarnir sjást í fjallshlíðinni Verkefnið hefur verið í þróun í þrjú ár og mun kosta um fjóra milljarða. „Við sjáum fyrir okkur að það verði svona 2022, sem við munum geta tekið á móti fólki. Eftir svona þrjú ár.“ Basalt arkitektar sjá um hönnunina og er Marcos Zotes yfirhönnuður verkefnisins. „Við munum taka yfirborðsefnið af fjallinu. Við viljum draga úr sýnileika bygginganna og vinna sem allra mest með náttúrunni. Við tökum eiginlega vikurinn ofan af fjallinu, byggjum svo hús inni í fjallinu og setjum svo vikurinn aftur yfir. Þess vegna látum við vikurinn koma yfir húsin.“ Út frá ganginum inni á hótelinu stingast herbergin út úr fjallinu. „Það eins sem sést er í raun og veru gluggarnir á herbergjunum. Þannig erum við að vinna með náttúrunni, spila þetta saman og nýta þessi jarðefni og þessa miklu sögu sem felst í þeim. Við erum að reyna að vinna með landinu, það er rauði þráðurinn í þessu.“ Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skipulag Umhverfismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
„Við erum með þetta stóra verkefni í undirbúningsferli . Við horfum á þetta mjög heildstætt og erum ekki bara að fara inn og byggja bara eitthvað hús. Við erum mjög upptekin af því að þetta er mjög viðkvæmt svæði og við verðum að nálgast það af varúð.“ Þetta segir Magnús Orri Schram um Fjallaböðin, nýjan baðstað sem stendur til verði opnaður við Reykholt í Þórsárdal á næstu árum. Einnig verður opnað 40 herbergja hótel á sama stað, sem verður grafið inn í fjallið.Magnús Orri Schram.Vísir/StefánVilja bæta aðgengi fyrir alla gesti dalsins Eins og kom fram í Viðskiptamogganum í dag í dag er verkefnið í helmingseigu Íslenskra heilsulinda, dótturfélags Bláa lónsins, og frumkvöðlanna Magnúsar Orra Schram, Ellerts K. Schram og Ragnheiðar Bjarkar Sigurðardóttur. Magnús Orri segir í samtali við Vísi að umgengni á svæðinu skipti miklu máli. „Þjórsárdalurinn í dag er náttúrulega mjög fallegur með marga merkilega og fallega staði en aðgengi að þessum perlum er ekkert sérstaklega gott. Það sem okkur langar að gera um leið og við erum að fara í þessa stóru fjárfestingu er að opna dalinn. Þegar fólk fer að koma þarna upp eftir í bað, þá pössum við vel upp á það að það sé í lagi með ferðina, öryggi, hreinlæti og svo framvegis. Hvort sem fólk ætlar að koma í bað til okkar eða ekki að það geti þá notið dalsins.“ Magnús Orri segir að þjónustumiðstöðin sem á að byggja hjá baðstaðnum eigi eftir að gagnast fleirum en gestum Fjallabaða. „Gestamóttakan er í raun og veru átta kílómetrum frá baðinu sjálfu. Við erum að reyna að minnka áreitið og draga úr bílamenguninni þannig að þegar fólk kemur á sínum eigin bílum eða með rútu þarf það að leggja töluvert frá. Svo munum við vera með rafmagnsfarartæki sem keyrir fólk fram og til baka. Það þýðir að við þurfum ekki að malbika veginn upp eftir, það þýðir að við getum haldið í þennan hráleika og fjallaveginn. Þá klöngrast þú bara á bíl á okkar vegum þarna upp eftir.“Dalurinn hefur upp á margt að bjóða Með þessu ætti að vera rólegra á svæðinu inni i dalnum. Félagið utan um verkefnið mun einnig leggja Skeiða- og Gnúpverjahreppi lið við uppbyggingu innviða í Þjórsárdal. Meðal annars brúarsmíði, göngustíga og reiðleiðir á svæðinu. „Þetta verður eiginlega bara eins og þú sért að koma inn í þjóðgarð. Við sjáum fyrir okkur að þessi gestamóttaka geti verið einhvers konar gestastofa fyrir dalinn í heild.“ útskýrir Magnús Orri. Á staðnum verða kort af svæðinu sem ættu að gagnast þeim sem ætla að hjóla eða ganga um svæðið. „Dalurinn hefur upp á svo margt að bjóða.“Mynd/Basalt arkitektarAðeins gluggarnir sjást í fjallshlíðinni Verkefnið hefur verið í þróun í þrjú ár og mun kosta um fjóra milljarða. „Við sjáum fyrir okkur að það verði svona 2022, sem við munum geta tekið á móti fólki. Eftir svona þrjú ár.“ Basalt arkitektar sjá um hönnunina og er Marcos Zotes yfirhönnuður verkefnisins. „Við munum taka yfirborðsefnið af fjallinu. Við viljum draga úr sýnileika bygginganna og vinna sem allra mest með náttúrunni. Við tökum eiginlega vikurinn ofan af fjallinu, byggjum svo hús inni í fjallinu og setjum svo vikurinn aftur yfir. Þess vegna látum við vikurinn koma yfir húsin.“ Út frá ganginum inni á hótelinu stingast herbergin út úr fjallinu. „Það eins sem sést er í raun og veru gluggarnir á herbergjunum. Þannig erum við að vinna með náttúrunni, spila þetta saman og nýta þessi jarðefni og þessa miklu sögu sem felst í þeim. Við erum að reyna að vinna með landinu, það er rauði þráðurinn í þessu.“
Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skipulag Umhverfismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira