Vitglöp okkar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. maí 2018 10:00 Samhliða hækkandi aldri heimsbyggðarinnar mun tilfellum vitglapa fjölga gríðarlega. Úr fimmtíu milljónum í dag í 152 milljónir um miðja öld þegar fjárhagsleg byrði slíkra minnissjúkdóma mun nema um tvö þúsund milljörðum Bandaríkjadala á ári, margfalt meira en samanlagður kostnaður af krabbameinum og hjartasjúkdómum. Vitglöp eru ekki eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Þau eru ekki það að gleyma hvar maður setti veskið, heldur hvað veskið nákvæmlega er. Vitglöp eru í raun regnhlífarhugtak yfir einkenni sem rekja má til ágengra og óafturkræfra heilasjúkdóma eins og Alzheimer og Lewy Body. Vitglöp eru, og verða, eitt stærsta viðfangsefni okkar kynslóðar. Okkar framlag til þessarar löngu baráttu ætti að vera öflugt og skapandi vísindastarf ásamt heildstæðri áætlun um það hvernig við ætlum að takast á við það vaxandi vandamál sem vitglöp eru, og hvernig hægt er að búa innviði okkar og samfélag undir að hlúa enn betur að þeim sem sökkva hægt í óreiðu andlegrar hnignunar. Þegar vísindin eru annars vegar þá hafa fræðin tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum, að minnsta kosti hvað varðar skilning okkar á vitglöpum, þó margt sé enn á huldu um tilurð þeirra. Lyfjatilraunir á þessari öld hafa skilað litlum sem engum árangri.Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru vísindamenn nú vongóðir um að nýtt lyf sem hindrar efnaferla sem leiða til Alzheimer muni skila tilætluðum árangri. Íslensk erfðaþekking gegndi mikilvægu hlutverki í að staðfesta lyfjamörk lyfsins og hún gegnir lykilhlutverki í prófun þess. Eitt er þó víst. Við munum því miður aldrei þróa eitt tiltekið lyf sem hentar öllum. Þannig er það óumflýjanlegt að við þurfum að takast á við þær krefjandi áskoranir sem fylgja auknum fjölda þeirra sem glíma við vitglöp. Flest vestræn ríki gera sér grein fyrir þessu og hafa unnið umfangsmiklar áætlanir til að takast á við þær. Alþingi Íslendinga samþykkti í mars á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að ráðist yrði í gerð slíkrar áætlunar. Ekkert hefur gerst síðan þá. Starfshópurinn hefur ekki tekið til starfa og nú geta 200 manns átt von á að bíða í allt að tvö ár eftir að komast í dagþjálfun, með tilheyrandi afturför í sjálfsbjargargetu. Eins og bent var á í ritstjórnargrein Læknablaðsins nýverið, þá ríkir sannarlega úrræðaleysi í málaflokknum. Brýn þörf er á að móta heildstæða stefnu í málefnum þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandenda þeirra. Stefna þessi þarf að taka til heilbrigðisþjónustunnar, skráningar á einkennum og sjúkdómum, vísindavinnu hér á landi og erlendis til að auðvelda innleiðingu nýrra og gagnreyndra úrræða, og um leið til fræðslu og stuðnings þar sem vakin er athygli á erfðafræðilegum áhættuþáttum sem og þeirri mikilvægu staðreynd að heilsusamlegt líferni getur minnkað líkur á vitlöpum umtalsvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Skoðun Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samhliða hækkandi aldri heimsbyggðarinnar mun tilfellum vitglapa fjölga gríðarlega. Úr fimmtíu milljónum í dag í 152 milljónir um miðja öld þegar fjárhagsleg byrði slíkra minnissjúkdóma mun nema um tvö þúsund milljörðum Bandaríkjadala á ári, margfalt meira en samanlagður kostnaður af krabbameinum og hjartasjúkdómum. Vitglöp eru ekki eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Þau eru ekki það að gleyma hvar maður setti veskið, heldur hvað veskið nákvæmlega er. Vitglöp eru í raun regnhlífarhugtak yfir einkenni sem rekja má til ágengra og óafturkræfra heilasjúkdóma eins og Alzheimer og Lewy Body. Vitglöp eru, og verða, eitt stærsta viðfangsefni okkar kynslóðar. Okkar framlag til þessarar löngu baráttu ætti að vera öflugt og skapandi vísindastarf ásamt heildstæðri áætlun um það hvernig við ætlum að takast á við það vaxandi vandamál sem vitglöp eru, og hvernig hægt er að búa innviði okkar og samfélag undir að hlúa enn betur að þeim sem sökkva hægt í óreiðu andlegrar hnignunar. Þegar vísindin eru annars vegar þá hafa fræðin tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum, að minnsta kosti hvað varðar skilning okkar á vitglöpum, þó margt sé enn á huldu um tilurð þeirra. Lyfjatilraunir á þessari öld hafa skilað litlum sem engum árangri.Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru vísindamenn nú vongóðir um að nýtt lyf sem hindrar efnaferla sem leiða til Alzheimer muni skila tilætluðum árangri. Íslensk erfðaþekking gegndi mikilvægu hlutverki í að staðfesta lyfjamörk lyfsins og hún gegnir lykilhlutverki í prófun þess. Eitt er þó víst. Við munum því miður aldrei þróa eitt tiltekið lyf sem hentar öllum. Þannig er það óumflýjanlegt að við þurfum að takast á við þær krefjandi áskoranir sem fylgja auknum fjölda þeirra sem glíma við vitglöp. Flest vestræn ríki gera sér grein fyrir þessu og hafa unnið umfangsmiklar áætlanir til að takast á við þær. Alþingi Íslendinga samþykkti í mars á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að ráðist yrði í gerð slíkrar áætlunar. Ekkert hefur gerst síðan þá. Starfshópurinn hefur ekki tekið til starfa og nú geta 200 manns átt von á að bíða í allt að tvö ár eftir að komast í dagþjálfun, með tilheyrandi afturför í sjálfsbjargargetu. Eins og bent var á í ritstjórnargrein Læknablaðsins nýverið, þá ríkir sannarlega úrræðaleysi í málaflokknum. Brýn þörf er á að móta heildstæða stefnu í málefnum þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandenda þeirra. Stefna þessi þarf að taka til heilbrigðisþjónustunnar, skráningar á einkennum og sjúkdómum, vísindavinnu hér á landi og erlendis til að auðvelda innleiðingu nýrra og gagnreyndra úrræða, og um leið til fræðslu og stuðnings þar sem vakin er athygli á erfðafræðilegum áhættuþáttum sem og þeirri mikilvægu staðreynd að heilsusamlegt líferni getur minnkað líkur á vitlöpum umtalsvert.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar