Vitglöp okkar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. maí 2018 10:00 Samhliða hækkandi aldri heimsbyggðarinnar mun tilfellum vitglapa fjölga gríðarlega. Úr fimmtíu milljónum í dag í 152 milljónir um miðja öld þegar fjárhagsleg byrði slíkra minnissjúkdóma mun nema um tvö þúsund milljörðum Bandaríkjadala á ári, margfalt meira en samanlagður kostnaður af krabbameinum og hjartasjúkdómum. Vitglöp eru ekki eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Þau eru ekki það að gleyma hvar maður setti veskið, heldur hvað veskið nákvæmlega er. Vitglöp eru í raun regnhlífarhugtak yfir einkenni sem rekja má til ágengra og óafturkræfra heilasjúkdóma eins og Alzheimer og Lewy Body. Vitglöp eru, og verða, eitt stærsta viðfangsefni okkar kynslóðar. Okkar framlag til þessarar löngu baráttu ætti að vera öflugt og skapandi vísindastarf ásamt heildstæðri áætlun um það hvernig við ætlum að takast á við það vaxandi vandamál sem vitglöp eru, og hvernig hægt er að búa innviði okkar og samfélag undir að hlúa enn betur að þeim sem sökkva hægt í óreiðu andlegrar hnignunar. Þegar vísindin eru annars vegar þá hafa fræðin tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum, að minnsta kosti hvað varðar skilning okkar á vitglöpum, þó margt sé enn á huldu um tilurð þeirra. Lyfjatilraunir á þessari öld hafa skilað litlum sem engum árangri.Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru vísindamenn nú vongóðir um að nýtt lyf sem hindrar efnaferla sem leiða til Alzheimer muni skila tilætluðum árangri. Íslensk erfðaþekking gegndi mikilvægu hlutverki í að staðfesta lyfjamörk lyfsins og hún gegnir lykilhlutverki í prófun þess. Eitt er þó víst. Við munum því miður aldrei þróa eitt tiltekið lyf sem hentar öllum. Þannig er það óumflýjanlegt að við þurfum að takast á við þær krefjandi áskoranir sem fylgja auknum fjölda þeirra sem glíma við vitglöp. Flest vestræn ríki gera sér grein fyrir þessu og hafa unnið umfangsmiklar áætlanir til að takast á við þær. Alþingi Íslendinga samþykkti í mars á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að ráðist yrði í gerð slíkrar áætlunar. Ekkert hefur gerst síðan þá. Starfshópurinn hefur ekki tekið til starfa og nú geta 200 manns átt von á að bíða í allt að tvö ár eftir að komast í dagþjálfun, með tilheyrandi afturför í sjálfsbjargargetu. Eins og bent var á í ritstjórnargrein Læknablaðsins nýverið, þá ríkir sannarlega úrræðaleysi í málaflokknum. Brýn þörf er á að móta heildstæða stefnu í málefnum þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandenda þeirra. Stefna þessi þarf að taka til heilbrigðisþjónustunnar, skráningar á einkennum og sjúkdómum, vísindavinnu hér á landi og erlendis til að auðvelda innleiðingu nýrra og gagnreyndra úrræða, og um leið til fræðslu og stuðnings þar sem vakin er athygli á erfðafræðilegum áhættuþáttum sem og þeirri mikilvægu staðreynd að heilsusamlegt líferni getur minnkað líkur á vitlöpum umtalsvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Samhliða hækkandi aldri heimsbyggðarinnar mun tilfellum vitglapa fjölga gríðarlega. Úr fimmtíu milljónum í dag í 152 milljónir um miðja öld þegar fjárhagsleg byrði slíkra minnissjúkdóma mun nema um tvö þúsund milljörðum Bandaríkjadala á ári, margfalt meira en samanlagður kostnaður af krabbameinum og hjartasjúkdómum. Vitglöp eru ekki eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Þau eru ekki það að gleyma hvar maður setti veskið, heldur hvað veskið nákvæmlega er. Vitglöp eru í raun regnhlífarhugtak yfir einkenni sem rekja má til ágengra og óafturkræfra heilasjúkdóma eins og Alzheimer og Lewy Body. Vitglöp eru, og verða, eitt stærsta viðfangsefni okkar kynslóðar. Okkar framlag til þessarar löngu baráttu ætti að vera öflugt og skapandi vísindastarf ásamt heildstæðri áætlun um það hvernig við ætlum að takast á við það vaxandi vandamál sem vitglöp eru, og hvernig hægt er að búa innviði okkar og samfélag undir að hlúa enn betur að þeim sem sökkva hægt í óreiðu andlegrar hnignunar. Þegar vísindin eru annars vegar þá hafa fræðin tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum, að minnsta kosti hvað varðar skilning okkar á vitglöpum, þó margt sé enn á huldu um tilurð þeirra. Lyfjatilraunir á þessari öld hafa skilað litlum sem engum árangri.Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru vísindamenn nú vongóðir um að nýtt lyf sem hindrar efnaferla sem leiða til Alzheimer muni skila tilætluðum árangri. Íslensk erfðaþekking gegndi mikilvægu hlutverki í að staðfesta lyfjamörk lyfsins og hún gegnir lykilhlutverki í prófun þess. Eitt er þó víst. Við munum því miður aldrei þróa eitt tiltekið lyf sem hentar öllum. Þannig er það óumflýjanlegt að við þurfum að takast á við þær krefjandi áskoranir sem fylgja auknum fjölda þeirra sem glíma við vitglöp. Flest vestræn ríki gera sér grein fyrir þessu og hafa unnið umfangsmiklar áætlanir til að takast á við þær. Alþingi Íslendinga samþykkti í mars á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að ráðist yrði í gerð slíkrar áætlunar. Ekkert hefur gerst síðan þá. Starfshópurinn hefur ekki tekið til starfa og nú geta 200 manns átt von á að bíða í allt að tvö ár eftir að komast í dagþjálfun, með tilheyrandi afturför í sjálfsbjargargetu. Eins og bent var á í ritstjórnargrein Læknablaðsins nýverið, þá ríkir sannarlega úrræðaleysi í málaflokknum. Brýn þörf er á að móta heildstæða stefnu í málefnum þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandenda þeirra. Stefna þessi þarf að taka til heilbrigðisþjónustunnar, skráningar á einkennum og sjúkdómum, vísindavinnu hér á landi og erlendis til að auðvelda innleiðingu nýrra og gagnreyndra úrræða, og um leið til fræðslu og stuðnings þar sem vakin er athygli á erfðafræðilegum áhættuþáttum sem og þeirri mikilvægu staðreynd að heilsusamlegt líferni getur minnkað líkur á vitlöpum umtalsvert.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar