Er fólk með fíknsjúkdóm afgangsstærð? Valgerður Rúnarsdóttir skrifar 15. maí 2018 07:00 Sú er almennt ekki raunin á Íslandi. Vogur er sjúkrahús sem veitir sérhæfða afeitrun og meðferð við fíknsjúkdómi. Gott aðgengi er að meðferðinni, sem er lykilatriði, og lögð áhersla á að fíknsjúkdómur er margþátta sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Þessi sjúklingahópur fær einnig mjög mikla þjónustu í velferðarkerfinu öllu, á bráðamóttökum, á sjúkrahúsum, á heilsugæslustöðvum, í félagsþjónustu sveitarfélaga og sjúkratryggingakerfi landsmanna. Þó má finna hjá okkur göt – skort á þjónustu vegna fíknsjúkdóms, t.d. fyrir þá elstu og þá yngstu – og fordómarnir eru í raun aldrei langt undan. Hvers vegna þyrfti annars að gera sérstakar ráðstafanir hjá grasrótarsamtökum eins og SÁÁ til að sjálfsagðri meðferð og eftirfylgni sé sinnt af heilbrigðiskerfi á Íslandi? Frá áramótum hafa innlagnir á sjúkrahúsið Vog verið um 850. Margir eru þó að bíða eftir innlögn, rúmlega 500 manns, en biðlistinn á Vog hefur lengst mikið síðustu eitt til tvö árin. Þörfin er brennandi. Við finnum fyrir því alla daga. Fyrir hvern og einn sem kemur til meðferðar eru nokkrir ástvinir sem hafa áhyggjur, binda vonir við breytingar, bíða eftir að þessi eini nái sér. Þeir sem búa við áfengis- og vímuefnafíkn vita hve mikið sá sjúkdómur getur tekið. Þeir vita líka hve mikið býr undir hjá einstaklingnum sem er veikur og hversu mikilvægt það er að hann fái aðstoð til að fóta sig að nýju. Einstaklingurinn þarf aðstoð til að stoppa neyslu áfengis og annarra vímuefna, aðstoð til að það rofi til í huganum, svo hægt sé að ná í þann kraft og getu sem í hverjum og einum býr. Kraft og getu til að takast á við lífið og áskoranir, virkni til að njóta fjölskyldu og samferðarfólks. Fíknsjúkdómurinn snertir hverja einustu fjölskyldu á Íslandi. Afleiðingarnar eru miklar og áþreifanlegar. Vonbrigði og leiði, reiði og ásakanir, vonleysi og ráðaleysi eru oft ríkjandi tilfinningar hjá fjölskyldu sem glímir við þennan sjúkdóm. Þegar illa gengur er mikilvægt að hafa möguleika til inngrips. Sjúkdómurinn þolir oft enga bið. Það vita þeir sem næst standa. Oft er reynt að steypa öllum með fíknsjúkdóm í sama mót, eða tala um þennan hóp sem einsleitan, til að geta alhæft og úthrópað. En raunin er sú að fíknsjúkdómur finnst meðal allra hópa og fólk úr öllum stéttum leitar sér aðstoðar við honum. Aðstoðin þarf því að vera opin og henta sem flestum. Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu Vogi er lágur, um 35 ár. Þetta er ungt fólk, flestir eiga börn og þeir eldri eiga flestir barnabörn. Það er því mikil forvörn falin í því að einstaklingur með fíknsjúkdóm komist í meðferð og nái heilsu að nýju. Og sem betur fer þekkir hver fjölskylda á Íslandi líka til batans sem hægt er að ná frá fíknsjúkdómi. Batinn kemur í áföngum og tekur á sig margar myndir: fólk í bata frá fíknsjúkdómi sinnir öllum störfum þjóðfélagsins, það er í móður- og föðurhlutverki, afa- og ömmuhlutverki, bróðir, systir, maki, frænka, frændi, vinur, vinkona – allt litróf mannlífsins tilheyrir hópnum. Ef þú eða einhver sem þér þykir vænt um þarf aðstoð vegna áfengis- eða vímuefnavanda hafðu þá samband. Það eru allir velkomnir til SÁÁ.Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sú er almennt ekki raunin á Íslandi. Vogur er sjúkrahús sem veitir sérhæfða afeitrun og meðferð við fíknsjúkdómi. Gott aðgengi er að meðferðinni, sem er lykilatriði, og lögð áhersla á að fíknsjúkdómur er margþátta sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Þessi sjúklingahópur fær einnig mjög mikla þjónustu í velferðarkerfinu öllu, á bráðamóttökum, á sjúkrahúsum, á heilsugæslustöðvum, í félagsþjónustu sveitarfélaga og sjúkratryggingakerfi landsmanna. Þó má finna hjá okkur göt – skort á þjónustu vegna fíknsjúkdóms, t.d. fyrir þá elstu og þá yngstu – og fordómarnir eru í raun aldrei langt undan. Hvers vegna þyrfti annars að gera sérstakar ráðstafanir hjá grasrótarsamtökum eins og SÁÁ til að sjálfsagðri meðferð og eftirfylgni sé sinnt af heilbrigðiskerfi á Íslandi? Frá áramótum hafa innlagnir á sjúkrahúsið Vog verið um 850. Margir eru þó að bíða eftir innlögn, rúmlega 500 manns, en biðlistinn á Vog hefur lengst mikið síðustu eitt til tvö árin. Þörfin er brennandi. Við finnum fyrir því alla daga. Fyrir hvern og einn sem kemur til meðferðar eru nokkrir ástvinir sem hafa áhyggjur, binda vonir við breytingar, bíða eftir að þessi eini nái sér. Þeir sem búa við áfengis- og vímuefnafíkn vita hve mikið sá sjúkdómur getur tekið. Þeir vita líka hve mikið býr undir hjá einstaklingnum sem er veikur og hversu mikilvægt það er að hann fái aðstoð til að fóta sig að nýju. Einstaklingurinn þarf aðstoð til að stoppa neyslu áfengis og annarra vímuefna, aðstoð til að það rofi til í huganum, svo hægt sé að ná í þann kraft og getu sem í hverjum og einum býr. Kraft og getu til að takast á við lífið og áskoranir, virkni til að njóta fjölskyldu og samferðarfólks. Fíknsjúkdómurinn snertir hverja einustu fjölskyldu á Íslandi. Afleiðingarnar eru miklar og áþreifanlegar. Vonbrigði og leiði, reiði og ásakanir, vonleysi og ráðaleysi eru oft ríkjandi tilfinningar hjá fjölskyldu sem glímir við þennan sjúkdóm. Þegar illa gengur er mikilvægt að hafa möguleika til inngrips. Sjúkdómurinn þolir oft enga bið. Það vita þeir sem næst standa. Oft er reynt að steypa öllum með fíknsjúkdóm í sama mót, eða tala um þennan hóp sem einsleitan, til að geta alhæft og úthrópað. En raunin er sú að fíknsjúkdómur finnst meðal allra hópa og fólk úr öllum stéttum leitar sér aðstoðar við honum. Aðstoðin þarf því að vera opin og henta sem flestum. Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu Vogi er lágur, um 35 ár. Þetta er ungt fólk, flestir eiga börn og þeir eldri eiga flestir barnabörn. Það er því mikil forvörn falin í því að einstaklingur með fíknsjúkdóm komist í meðferð og nái heilsu að nýju. Og sem betur fer þekkir hver fjölskylda á Íslandi líka til batans sem hægt er að ná frá fíknsjúkdómi. Batinn kemur í áföngum og tekur á sig margar myndir: fólk í bata frá fíknsjúkdómi sinnir öllum störfum þjóðfélagsins, það er í móður- og föðurhlutverki, afa- og ömmuhlutverki, bróðir, systir, maki, frænka, frændi, vinur, vinkona – allt litróf mannlífsins tilheyrir hópnum. Ef þú eða einhver sem þér þykir vænt um þarf aðstoð vegna áfengis- eða vímuefnavanda hafðu þá samband. Það eru allir velkomnir til SÁÁ.Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun