Sjö fórust í verstu árásinni í tvo áratugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2018 09:00 Árásin var sú hrottalegasta í áratugi í Ástralíu og mun skilja eftir sig djúpt sár í áströlsku samfélagi. Vísir/EPA Sjö, þar af fjögur börn, fundust látin í smábænum Osmington á suðvesturströnd Ástralíu seint á fimmtudagskvöld. Samkvæmt ástralska ABC News var um að ræða þrjá ættliði sömu fjölskyldu, fjögur börn, móður þeirra, ömmu og afa. Tvær byssur fundust á vettvangi og staðfesti Chris Dawson lögreglustjóri að skotsár væru á hinum látnu. Lögregla vildi þó ekki staðfesta hvort árásin flokkaðist sem fjöldaskotárás. Þá staðfesti lögregla ekki heldur að árásarmaðurinn hefði verið einn hinna látnu, líkt og ástralskir fjölmiðlar hafa sumir haldið fram. „Þessi harmleikur mun koma til með að hafa varanleg áhrif á fjölskylduna, samfélagið í kring og reyndar öll samfélög hér á suðvesturströndinni,“ sagði Dawson á blaðamannafundi Ljóst er að samfélagið í Osmington er slegið. Felicity Haynes, vinur fjölskyldunnar, sagði í samtali við 9 News að málið væri hryllilegt. „Manni verður bara óglatt. Ég hélt að svona lagað gæti ekki gerst hér. Þetta var gott fólk. Þetta er ekki sanngjarnt, þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Haynes. Washington Post greindi frá því í gær að um væri að ræða verstu fjöldaskotárás í Ástralíu í 22 ár, eða allt frá því 35 voru myrt og 23 særð þegar Martin Bryant hóf skotárás á Port Arthur í Tasmaníu árið 1996. Bryant afplánar nú 35 lífstíðardóma auk 1.035 ára í fangelsi án möguleika á reynslulausn. Í gegnum tíðina hefur hann gefið mismunandi ástæður fyrir árásinni. Meðal annars sagst hafa gert árásina til þess að eftir honum yrði munað. Bryant skaut á fólk með Colt AR-15, hálfsjálfvirkum riffli, en eftir árásina kom John Howard, þá nýorðinn forsætisráðherra, á strangri byssulöggjöf. Löggjöfin kallast National Firearms Agreement, eða NFA, og felur í sér bann við eign, framleiðslu og sölu allra hálfsjálfvirkra skotvopna og haglabyssna nema í algjörum undantekningartilfellum. Þá þurfa allir sem vilja kaupa skotvopn að bíða í 28 daga eftir leyfi. Þurfa byssukaupendur jafnframt að sækja námskeið um örugga meðferð skotvopna. Mikill einhugur var um löggjöfina í Ástralíu. Í könnun frá sama ári sögðust 95 prósent Ástrala hlynnt löggjöfinni. Þeir fáu sem stóðu gegn henni sögðu lögin ekki til þess fallin að draga úr skotárásum. Glæpirnir yrðu einungis verri þar sem fórnarlömbin hefðu ekki greiðan aðgang að skotvopnum til að verja sig. Á tuttugu ára afmæli löggjafarinnar árið 2016 fjallaði Washington Post um áhrif hennar og tók fram að engin fjöldaskotárás hefði verið gerð frá því löggjöfinni var komið á. Þá hefði sjálfsmorðstíðni lækkað en tíðni morða er framin voru með skotvopni hefði staðið í stað. Rannsókn ástralska dagblaðsins The Age frá sama ári leiddi hins vegar í ljós að byssutengdum glæpum hafði fjölgað á undanförnum fimm árum í Melbourne. Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Sjö, þar af fjögur börn, fundust látin í smábænum Osmington á suðvesturströnd Ástralíu seint á fimmtudagskvöld. Samkvæmt ástralska ABC News var um að ræða þrjá ættliði sömu fjölskyldu, fjögur börn, móður þeirra, ömmu og afa. Tvær byssur fundust á vettvangi og staðfesti Chris Dawson lögreglustjóri að skotsár væru á hinum látnu. Lögregla vildi þó ekki staðfesta hvort árásin flokkaðist sem fjöldaskotárás. Þá staðfesti lögregla ekki heldur að árásarmaðurinn hefði verið einn hinna látnu, líkt og ástralskir fjölmiðlar hafa sumir haldið fram. „Þessi harmleikur mun koma til með að hafa varanleg áhrif á fjölskylduna, samfélagið í kring og reyndar öll samfélög hér á suðvesturströndinni,“ sagði Dawson á blaðamannafundi Ljóst er að samfélagið í Osmington er slegið. Felicity Haynes, vinur fjölskyldunnar, sagði í samtali við 9 News að málið væri hryllilegt. „Manni verður bara óglatt. Ég hélt að svona lagað gæti ekki gerst hér. Þetta var gott fólk. Þetta er ekki sanngjarnt, þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Haynes. Washington Post greindi frá því í gær að um væri að ræða verstu fjöldaskotárás í Ástralíu í 22 ár, eða allt frá því 35 voru myrt og 23 særð þegar Martin Bryant hóf skotárás á Port Arthur í Tasmaníu árið 1996. Bryant afplánar nú 35 lífstíðardóma auk 1.035 ára í fangelsi án möguleika á reynslulausn. Í gegnum tíðina hefur hann gefið mismunandi ástæður fyrir árásinni. Meðal annars sagst hafa gert árásina til þess að eftir honum yrði munað. Bryant skaut á fólk með Colt AR-15, hálfsjálfvirkum riffli, en eftir árásina kom John Howard, þá nýorðinn forsætisráðherra, á strangri byssulöggjöf. Löggjöfin kallast National Firearms Agreement, eða NFA, og felur í sér bann við eign, framleiðslu og sölu allra hálfsjálfvirkra skotvopna og haglabyssna nema í algjörum undantekningartilfellum. Þá þurfa allir sem vilja kaupa skotvopn að bíða í 28 daga eftir leyfi. Þurfa byssukaupendur jafnframt að sækja námskeið um örugga meðferð skotvopna. Mikill einhugur var um löggjöfina í Ástralíu. Í könnun frá sama ári sögðust 95 prósent Ástrala hlynnt löggjöfinni. Þeir fáu sem stóðu gegn henni sögðu lögin ekki til þess fallin að draga úr skotárásum. Glæpirnir yrðu einungis verri þar sem fórnarlömbin hefðu ekki greiðan aðgang að skotvopnum til að verja sig. Á tuttugu ára afmæli löggjafarinnar árið 2016 fjallaði Washington Post um áhrif hennar og tók fram að engin fjöldaskotárás hefði verið gerð frá því löggjöfinni var komið á. Þá hefði sjálfsmorðstíðni lækkað en tíðni morða er framin voru með skotvopni hefði staðið í stað. Rannsókn ástralska dagblaðsins The Age frá sama ári leiddi hins vegar í ljós að byssutengdum glæpum hafði fjölgað á undanförnum fimm árum í Melbourne.
Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira