Val verður vald þegar þú bætir við D-i Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 11. maí 2018 11:37 Valið er ein af meginstoðum í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Frelsið til að velja. Það er hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að veita einstaklingum tækifæri til þess að velja, velja það sem þeim hentar best. Við eigum að geta valið hvar við búum, hvernig við ferðumst á milli staða, hvar við göngum í skóla eða leitum eftir læknisþjónustu rétt eins og við veljum hverju við klæðumst og hvar við verslum. Valið færir valdið til fólksins og í því felst hið raunverulega lýðræði. Þegar við bjóðum upp á ólíka valkosti, með valinu, færist valdið til einstaklinganna. Það hlýtur því að vera verkefni stjórnmálanna að auka val fólksins. Ég hef stundum velt þessu fyrir mér í umræðunni um lýðræði. Það er mikilvægt að við aukum íbúalýðræði en það er til lítils að halda ógrynni samráðsfunda og íbúaþinga, eða opna vefsvæði, ef fólk getur svo ekki valið um fjölbreytta valkosti, hvort sem er í dagvistun, skólum, tómstundum, heilbrigðismálum eða annarri þjónustu.Samkeppni eykur gæði Samkeppni í hvaða mynd sem hún er hreyfir við kerfinu. Þegar ekki eru einstaklingar eða verkefni í áskrift, heldur valkostir og möguleikar á að leita annað, þá aukum við metnaðinn og um leið gæðin. Það má ekki vanmeta mikilvægi ólíkra valkosta og frelsið til að velja. Við megum aldrei gleyma því fyrir hverja þjónustan er, að kerfið er til fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir kerfið. Í Garðabæ höfum við lagt áherslu einmitt á þetta. Fjölbreytni og ólíka valkosti og þar vegur valið í skólamálum þyngst. Þetta skiptir máli. Í Garðabæ höfum við líka lagt áherslu á lága skatta. Og þrátt fyrir allt tal um að lægri sköttum fylgi minni þjónusta er þjónustan góð í Garðabæ. Það góð að íbúar í Garðabæ eru ánægðastir allra með þjónustu í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Í mínum huga er ekki minnsti vafi á því að þetta grunnstef í stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan átt eins vel við og einmitt nú. Við eigum að lækka skatta, efla atvinnulífið og auka valkostir fyrir fjölskyldur í landinu.Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar og skipar 1.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Valið er ein af meginstoðum í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Frelsið til að velja. Það er hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að veita einstaklingum tækifæri til þess að velja, velja það sem þeim hentar best. Við eigum að geta valið hvar við búum, hvernig við ferðumst á milli staða, hvar við göngum í skóla eða leitum eftir læknisþjónustu rétt eins og við veljum hverju við klæðumst og hvar við verslum. Valið færir valdið til fólksins og í því felst hið raunverulega lýðræði. Þegar við bjóðum upp á ólíka valkosti, með valinu, færist valdið til einstaklinganna. Það hlýtur því að vera verkefni stjórnmálanna að auka val fólksins. Ég hef stundum velt þessu fyrir mér í umræðunni um lýðræði. Það er mikilvægt að við aukum íbúalýðræði en það er til lítils að halda ógrynni samráðsfunda og íbúaþinga, eða opna vefsvæði, ef fólk getur svo ekki valið um fjölbreytta valkosti, hvort sem er í dagvistun, skólum, tómstundum, heilbrigðismálum eða annarri þjónustu.Samkeppni eykur gæði Samkeppni í hvaða mynd sem hún er hreyfir við kerfinu. Þegar ekki eru einstaklingar eða verkefni í áskrift, heldur valkostir og möguleikar á að leita annað, þá aukum við metnaðinn og um leið gæðin. Það má ekki vanmeta mikilvægi ólíkra valkosta og frelsið til að velja. Við megum aldrei gleyma því fyrir hverja þjónustan er, að kerfið er til fyrir fólkið en fólkið ekki fyrir kerfið. Í Garðabæ höfum við lagt áherslu einmitt á þetta. Fjölbreytni og ólíka valkosti og þar vegur valið í skólamálum þyngst. Þetta skiptir máli. Í Garðabæ höfum við líka lagt áherslu á lága skatta. Og þrátt fyrir allt tal um að lægri sköttum fylgi minni þjónusta er þjónustan góð í Garðabæ. Það góð að íbúar í Garðabæ eru ánægðastir allra með þjónustu í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Í mínum huga er ekki minnsti vafi á því að þetta grunnstef í stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan átt eins vel við og einmitt nú. Við eigum að lækka skatta, efla atvinnulífið og auka valkostir fyrir fjölskyldur í landinu.Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar og skipar 1.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar