Verndum Elliðárdalinn Guðrún Ágústsdóttir og René Biasone skrifar 11. maí 2018 10:00 Elliðaárdalurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga. Þó að dalurinn sé inni í miðri borg og umkringdur þungum umferðargötum ríkir náttúruleg kyrrð í skóginum á eyjunni, laxinn stekkur upp ána og það er auðvelt að gleyma því að borgin sé í raun rétt handan við hornið. Hugmyndir um byggingarframkvæmdir í dalnum Í dag nýtur landið meðfram ánum ásamt eyjunum ákveðinnar verndar. Þetta verndarsvæði er að okkar mati of þröngt, og fyrirætlanir eru um framkvæmdir sem munu þrengja umtalsvert að dalnum. Alvarlegast teljum við að í sunnanverðum dalnum, meðfram Stekkjabakka, er hugmynd um stjórt og mikið fyrirtæki með verslun, veitingarekstri og starfsemi sem á að vera græn að hluta til, og það verður selt inn. Auðvitað verða þarna bílastæði og ef reksturinn á að geta gengið þá þarf marga viðskiptavini. Við teljum að starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis. Nú er rétt að muna að hugmyndin, sem var kynnt á aðalfundi Hollvinasamtaka Elliðárdalsins í síðustu viku, hefur ekki verið samþykkt af skipulagsráði Reykjavíkur. Fyrirtækið sem hefur fengið vilyrði fyrir lóðarúthlutun hefur ekki lagt fram endanlegar hugmyndir og þegar og ef þær berast og svæðið verður skipulagt munu nágrannar sem og allir Reykvíkingar geta gert athugasemdir. Það þarf að fara sér hægt og best væri að falla frá öllum hugmyndum um nýjan atvinnurekstur og uppbyggingu í dalnum. Í stað þess að þrengja að útivistarsvæðinu í Elliðárdal eigum við að stækka svæðið og vernda þannig dalinn fyrir frekari byggingaframkvæmdum. Nýjar göngu- og hjólaleiðir, nýjar brýr og bætt aðstaða laðar æ fleira fólk að dalnum. Þar er nú múgur og margmenni sem nýtur útivistar í þessari einstöku náttúruperlu. Notum „þróunarsvæðin“ til að styrkja dalinn Töluvert er af grænum svæðum á mörkum dalsins og nálægrar byggðar. Þessi svæði eru ýmist skilgreind sem opin svæði eða þróunarsvæði. Vissulega eru þessi svæði röskuð, en það má engu að síður endurheimta náttúrulegan gróður og landslag, eða einfaldlega skipuleggja þau sem almenningsgarða með fjölbreyttum leiksvæðum. Við eigum að tengja svæðið við Stekkjabakka við útivistarsvæðið í dalnum, planta trjám, leggja göngustíga og koma upp nestis- og grillaðstöðu. Við getum notað heita vatnið úr borholunum sem þar eru til þess að hita vaðlaug fyrir börn. Við getum búið til óræktargarð með njólabeðum og drullupollum þar sem krakkar geta leikið sér. Slíkur almenningsgarður milli ánna og íbúðarbyggðarinnar í Stekkjunum mun auka gildi Elliðaárdalsins og möguleika íbúanna til að njóta fjölbreyttrar útivistar í honum. Borgarfriðland frá heiðum út á Sundin Við í VG höfum talað fyrir því að friðlýst svæði innan borgarmarkanna verði stækkuð og nýjum bætt við. Net friðlýstra svæða gæti náð ofan af heiðunum austan borgarinnar og teygt sig út á Sundin, þar sem ósnertir hlutar strandlengjunnar og eyjarnar yrðu gerðir hluti af samfelldu Borgarfriðlandi. Elliðárdalurinn yrði burðarás slíks friðlands. Leggjum til hliðar áform um mannvirki sem þrengja að dalnum og rýra gæði hans. Útivistarsvæði á borð við Elliðárdalinn eru ómetanleg gæði sem eiga aðeins eftir að verða mikilvægari þegar fram líða stundir. Við eigum að vernda og styrkja þessi verðmæti. Við getum gert svo miklu betur í því að vernda grænu svæðin okkar í borginni. René Biasone, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, skipar 5 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. Guðrún Ágústsdóttir, félagi í Hollvinasamtökum Elliðárdalsins, skipar 7 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 René Biasone Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Elliðaárdalurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga. Þó að dalurinn sé inni í miðri borg og umkringdur þungum umferðargötum ríkir náttúruleg kyrrð í skóginum á eyjunni, laxinn stekkur upp ána og það er auðvelt að gleyma því að borgin sé í raun rétt handan við hornið. Hugmyndir um byggingarframkvæmdir í dalnum Í dag nýtur landið meðfram ánum ásamt eyjunum ákveðinnar verndar. Þetta verndarsvæði er að okkar mati of þröngt, og fyrirætlanir eru um framkvæmdir sem munu þrengja umtalsvert að dalnum. Alvarlegast teljum við að í sunnanverðum dalnum, meðfram Stekkjabakka, er hugmynd um stjórt og mikið fyrirtæki með verslun, veitingarekstri og starfsemi sem á að vera græn að hluta til, og það verður selt inn. Auðvitað verða þarna bílastæði og ef reksturinn á að geta gengið þá þarf marga viðskiptavini. Við teljum að starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis. Nú er rétt að muna að hugmyndin, sem var kynnt á aðalfundi Hollvinasamtaka Elliðárdalsins í síðustu viku, hefur ekki verið samþykkt af skipulagsráði Reykjavíkur. Fyrirtækið sem hefur fengið vilyrði fyrir lóðarúthlutun hefur ekki lagt fram endanlegar hugmyndir og þegar og ef þær berast og svæðið verður skipulagt munu nágrannar sem og allir Reykvíkingar geta gert athugasemdir. Það þarf að fara sér hægt og best væri að falla frá öllum hugmyndum um nýjan atvinnurekstur og uppbyggingu í dalnum. Í stað þess að þrengja að útivistarsvæðinu í Elliðárdal eigum við að stækka svæðið og vernda þannig dalinn fyrir frekari byggingaframkvæmdum. Nýjar göngu- og hjólaleiðir, nýjar brýr og bætt aðstaða laðar æ fleira fólk að dalnum. Þar er nú múgur og margmenni sem nýtur útivistar í þessari einstöku náttúruperlu. Notum „þróunarsvæðin“ til að styrkja dalinn Töluvert er af grænum svæðum á mörkum dalsins og nálægrar byggðar. Þessi svæði eru ýmist skilgreind sem opin svæði eða þróunarsvæði. Vissulega eru þessi svæði röskuð, en það má engu að síður endurheimta náttúrulegan gróður og landslag, eða einfaldlega skipuleggja þau sem almenningsgarða með fjölbreyttum leiksvæðum. Við eigum að tengja svæðið við Stekkjabakka við útivistarsvæðið í dalnum, planta trjám, leggja göngustíga og koma upp nestis- og grillaðstöðu. Við getum notað heita vatnið úr borholunum sem þar eru til þess að hita vaðlaug fyrir börn. Við getum búið til óræktargarð með njólabeðum og drullupollum þar sem krakkar geta leikið sér. Slíkur almenningsgarður milli ánna og íbúðarbyggðarinnar í Stekkjunum mun auka gildi Elliðaárdalsins og möguleika íbúanna til að njóta fjölbreyttrar útivistar í honum. Borgarfriðland frá heiðum út á Sundin Við í VG höfum talað fyrir því að friðlýst svæði innan borgarmarkanna verði stækkuð og nýjum bætt við. Net friðlýstra svæða gæti náð ofan af heiðunum austan borgarinnar og teygt sig út á Sundin, þar sem ósnertir hlutar strandlengjunnar og eyjarnar yrðu gerðir hluti af samfelldu Borgarfriðlandi. Elliðárdalurinn yrði burðarás slíks friðlands. Leggjum til hliðar áform um mannvirki sem þrengja að dalnum og rýra gæði hans. Útivistarsvæði á borð við Elliðárdalinn eru ómetanleg gæði sem eiga aðeins eftir að verða mikilvægari þegar fram líða stundir. Við eigum að vernda og styrkja þessi verðmæti. Við getum gert svo miklu betur í því að vernda grænu svæðin okkar í borginni. René Biasone, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, skipar 5 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. Guðrún Ágústsdóttir, félagi í Hollvinasamtökum Elliðárdalsins, skipar 7 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun