Verndum Elliðárdalinn Guðrún Ágústsdóttir og René Biasone skrifar 11. maí 2018 10:00 Elliðaárdalurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga. Þó að dalurinn sé inni í miðri borg og umkringdur þungum umferðargötum ríkir náttúruleg kyrrð í skóginum á eyjunni, laxinn stekkur upp ána og það er auðvelt að gleyma því að borgin sé í raun rétt handan við hornið. Hugmyndir um byggingarframkvæmdir í dalnum Í dag nýtur landið meðfram ánum ásamt eyjunum ákveðinnar verndar. Þetta verndarsvæði er að okkar mati of þröngt, og fyrirætlanir eru um framkvæmdir sem munu þrengja umtalsvert að dalnum. Alvarlegast teljum við að í sunnanverðum dalnum, meðfram Stekkjabakka, er hugmynd um stjórt og mikið fyrirtæki með verslun, veitingarekstri og starfsemi sem á að vera græn að hluta til, og það verður selt inn. Auðvitað verða þarna bílastæði og ef reksturinn á að geta gengið þá þarf marga viðskiptavini. Við teljum að starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis. Nú er rétt að muna að hugmyndin, sem var kynnt á aðalfundi Hollvinasamtaka Elliðárdalsins í síðustu viku, hefur ekki verið samþykkt af skipulagsráði Reykjavíkur. Fyrirtækið sem hefur fengið vilyrði fyrir lóðarúthlutun hefur ekki lagt fram endanlegar hugmyndir og þegar og ef þær berast og svæðið verður skipulagt munu nágrannar sem og allir Reykvíkingar geta gert athugasemdir. Það þarf að fara sér hægt og best væri að falla frá öllum hugmyndum um nýjan atvinnurekstur og uppbyggingu í dalnum. Í stað þess að þrengja að útivistarsvæðinu í Elliðárdal eigum við að stækka svæðið og vernda þannig dalinn fyrir frekari byggingaframkvæmdum. Nýjar göngu- og hjólaleiðir, nýjar brýr og bætt aðstaða laðar æ fleira fólk að dalnum. Þar er nú múgur og margmenni sem nýtur útivistar í þessari einstöku náttúruperlu. Notum „þróunarsvæðin“ til að styrkja dalinn Töluvert er af grænum svæðum á mörkum dalsins og nálægrar byggðar. Þessi svæði eru ýmist skilgreind sem opin svæði eða þróunarsvæði. Vissulega eru þessi svæði röskuð, en það má engu að síður endurheimta náttúrulegan gróður og landslag, eða einfaldlega skipuleggja þau sem almenningsgarða með fjölbreyttum leiksvæðum. Við eigum að tengja svæðið við Stekkjabakka við útivistarsvæðið í dalnum, planta trjám, leggja göngustíga og koma upp nestis- og grillaðstöðu. Við getum notað heita vatnið úr borholunum sem þar eru til þess að hita vaðlaug fyrir börn. Við getum búið til óræktargarð með njólabeðum og drullupollum þar sem krakkar geta leikið sér. Slíkur almenningsgarður milli ánna og íbúðarbyggðarinnar í Stekkjunum mun auka gildi Elliðaárdalsins og möguleika íbúanna til að njóta fjölbreyttrar útivistar í honum. Borgarfriðland frá heiðum út á Sundin Við í VG höfum talað fyrir því að friðlýst svæði innan borgarmarkanna verði stækkuð og nýjum bætt við. Net friðlýstra svæða gæti náð ofan af heiðunum austan borgarinnar og teygt sig út á Sundin, þar sem ósnertir hlutar strandlengjunnar og eyjarnar yrðu gerðir hluti af samfelldu Borgarfriðlandi. Elliðárdalurinn yrði burðarás slíks friðlands. Leggjum til hliðar áform um mannvirki sem þrengja að dalnum og rýra gæði hans. Útivistarsvæði á borð við Elliðárdalinn eru ómetanleg gæði sem eiga aðeins eftir að verða mikilvægari þegar fram líða stundir. Við eigum að vernda og styrkja þessi verðmæti. Við getum gert svo miklu betur í því að vernda grænu svæðin okkar í borginni. René Biasone, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, skipar 5 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. Guðrún Ágústsdóttir, félagi í Hollvinasamtökum Elliðárdalsins, skipar 7 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 René Biasone Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Skoðun Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Elliðaárdalurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga. Þó að dalurinn sé inni í miðri borg og umkringdur þungum umferðargötum ríkir náttúruleg kyrrð í skóginum á eyjunni, laxinn stekkur upp ána og það er auðvelt að gleyma því að borgin sé í raun rétt handan við hornið. Hugmyndir um byggingarframkvæmdir í dalnum Í dag nýtur landið meðfram ánum ásamt eyjunum ákveðinnar verndar. Þetta verndarsvæði er að okkar mati of þröngt, og fyrirætlanir eru um framkvæmdir sem munu þrengja umtalsvert að dalnum. Alvarlegast teljum við að í sunnanverðum dalnum, meðfram Stekkjabakka, er hugmynd um stjórt og mikið fyrirtæki með verslun, veitingarekstri og starfsemi sem á að vera græn að hluta til, og það verður selt inn. Auðvitað verða þarna bílastæði og ef reksturinn á að geta gengið þá þarf marga viðskiptavini. Við teljum að starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis. Nú er rétt að muna að hugmyndin, sem var kynnt á aðalfundi Hollvinasamtaka Elliðárdalsins í síðustu viku, hefur ekki verið samþykkt af skipulagsráði Reykjavíkur. Fyrirtækið sem hefur fengið vilyrði fyrir lóðarúthlutun hefur ekki lagt fram endanlegar hugmyndir og þegar og ef þær berast og svæðið verður skipulagt munu nágrannar sem og allir Reykvíkingar geta gert athugasemdir. Það þarf að fara sér hægt og best væri að falla frá öllum hugmyndum um nýjan atvinnurekstur og uppbyggingu í dalnum. Í stað þess að þrengja að útivistarsvæðinu í Elliðárdal eigum við að stækka svæðið og vernda þannig dalinn fyrir frekari byggingaframkvæmdum. Nýjar göngu- og hjólaleiðir, nýjar brýr og bætt aðstaða laðar æ fleira fólk að dalnum. Þar er nú múgur og margmenni sem nýtur útivistar í þessari einstöku náttúruperlu. Notum „þróunarsvæðin“ til að styrkja dalinn Töluvert er af grænum svæðum á mörkum dalsins og nálægrar byggðar. Þessi svæði eru ýmist skilgreind sem opin svæði eða þróunarsvæði. Vissulega eru þessi svæði röskuð, en það má engu að síður endurheimta náttúrulegan gróður og landslag, eða einfaldlega skipuleggja þau sem almenningsgarða með fjölbreyttum leiksvæðum. Við eigum að tengja svæðið við Stekkjabakka við útivistarsvæðið í dalnum, planta trjám, leggja göngustíga og koma upp nestis- og grillaðstöðu. Við getum notað heita vatnið úr borholunum sem þar eru til þess að hita vaðlaug fyrir börn. Við getum búið til óræktargarð með njólabeðum og drullupollum þar sem krakkar geta leikið sér. Slíkur almenningsgarður milli ánna og íbúðarbyggðarinnar í Stekkjunum mun auka gildi Elliðaárdalsins og möguleika íbúanna til að njóta fjölbreyttrar útivistar í honum. Borgarfriðland frá heiðum út á Sundin Við í VG höfum talað fyrir því að friðlýst svæði innan borgarmarkanna verði stækkuð og nýjum bætt við. Net friðlýstra svæða gæti náð ofan af heiðunum austan borgarinnar og teygt sig út á Sundin, þar sem ósnertir hlutar strandlengjunnar og eyjarnar yrðu gerðir hluti af samfelldu Borgarfriðlandi. Elliðárdalurinn yrði burðarás slíks friðlands. Leggjum til hliðar áform um mannvirki sem þrengja að dalnum og rýra gæði hans. Útivistarsvæði á borð við Elliðárdalinn eru ómetanleg gæði sem eiga aðeins eftir að verða mikilvægari þegar fram líða stundir. Við eigum að vernda og styrkja þessi verðmæti. Við getum gert svo miklu betur í því að vernda grænu svæðin okkar í borginni. René Biasone, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, skipar 5 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. Guðrún Ágústsdóttir, félagi í Hollvinasamtökum Elliðárdalsins, skipar 7 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun