Engin uppgjöf í verðstríði þrátt fyrir sex króna hækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. maí 2018 06:00 Eldsneytisverð hafa bara hækkað síðan verðstríðið hófst, bæði hjá Costco sem og Atlantsolíu og öðrum félögum. Fréttablaðið/Stefán „Við erum ekkert að fara að hætta í þessari baráttu. Við erum í þessu af fullri alvöru,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Verð á eldsneytislítranum hefur hækkað um sex krónur frá mánaðamótum þegar félagið hóf verðstríð við Costco og boðaði lægsta eldsneytisverð á Íslandi á stöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Eldsneytisverð hefur almennt hækkað tölvuvert á undanförnum vikum hjá öllum félögum og Guðrún Ragna segir þar heimsmarkaðsverði á olíu helst um að kenna. Fréttablaðið greindi fyrst frá því að Atlantsolía ætlaði að veita nágrönnum sínum í Costco samkeppni með lægra verði á stöð sinni í Kaplakrika þann 1. maí. Þá keyrði félagið lítraverðið á bensíni úr 211,9 krónum niður í 189,9 krónur, eða um 22 krónur, og annað eins á dísillítranum. Síðan þá hefur hin síbreytilegi og óútreiknanlegi olíumarkaður úti í hinum stóra heimi sett strik í reikninginn.Sjá einnig: Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Lítraverðið á bensíni er nú komið í 195,9 krónur og hefur því hækkað um sex krónur líkt og dísillítrinn, sem í gær var kominn í 188,9 krónur. Í gær, líkt og í upphafi mánaðar, munar nú einni krónu á eldsneytislítranum hjá Atlantsolíu og Costco, þar sem Costco hefur betur. Atlantsolía hefur hins vegar bent á að stöðin í Kaplakrika er öllum opin og ekki krafist aðildarkorts eða gjalda líkt og hjá Costco. Þrátt fyrir að Atlantsolía hafi ákveðið að taka slaginn við Costco í Kaplakrika virðast önnur olíufélög hafa setið á sér. Atlantsolía í Kaplakrika og Costco í Kauptúni bjóða enn langlægsta lítraverðið á eldsneyti, svo munar allt að 20-30 krónum á lítranum miðað við algengt verð á öðrum stöðvum. Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kaplakrika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert. 1. maí 2018 05:30 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
„Við erum ekkert að fara að hætta í þessari baráttu. Við erum í þessu af fullri alvöru,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Verð á eldsneytislítranum hefur hækkað um sex krónur frá mánaðamótum þegar félagið hóf verðstríð við Costco og boðaði lægsta eldsneytisverð á Íslandi á stöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Eldsneytisverð hefur almennt hækkað tölvuvert á undanförnum vikum hjá öllum félögum og Guðrún Ragna segir þar heimsmarkaðsverði á olíu helst um að kenna. Fréttablaðið greindi fyrst frá því að Atlantsolía ætlaði að veita nágrönnum sínum í Costco samkeppni með lægra verði á stöð sinni í Kaplakrika þann 1. maí. Þá keyrði félagið lítraverðið á bensíni úr 211,9 krónum niður í 189,9 krónur, eða um 22 krónur, og annað eins á dísillítranum. Síðan þá hefur hin síbreytilegi og óútreiknanlegi olíumarkaður úti í hinum stóra heimi sett strik í reikninginn.Sjá einnig: Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Lítraverðið á bensíni er nú komið í 195,9 krónur og hefur því hækkað um sex krónur líkt og dísillítrinn, sem í gær var kominn í 188,9 krónur. Í gær, líkt og í upphafi mánaðar, munar nú einni krónu á eldsneytislítranum hjá Atlantsolíu og Costco, þar sem Costco hefur betur. Atlantsolía hefur hins vegar bent á að stöðin í Kaplakrika er öllum opin og ekki krafist aðildarkorts eða gjalda líkt og hjá Costco. Þrátt fyrir að Atlantsolía hafi ákveðið að taka slaginn við Costco í Kaplakrika virðast önnur olíufélög hafa setið á sér. Atlantsolía í Kaplakrika og Costco í Kauptúni bjóða enn langlægsta lítraverðið á eldsneyti, svo munar allt að 20-30 krónum á lítranum miðað við algengt verð á öðrum stöðvum.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kaplakrika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert. 1. maí 2018 05:30 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kaplakrika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert. 1. maí 2018 05:30
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent