Sport

Hlynur bætti 15 ára gamalt Íslandsmet

Einar Sigurvinsson skrifar
Hlynur Andrésson.
Hlynur Andrésson. Mynd/emueagles.co
Frjálsíþróttakappinn Hlynur Andrésson setti í í dag Íslandsmet í 3.000 metra hindrun.

Hlynur hljóp á 8:44,11 mínútum. Hann bætti þar met Sveins Margeirssonar frá árinu 2003 um rúmar tvær sekúndur.

Með hlaupinu endaði Hlynur í 4. sæti á úrtökumóti fyrir NCAA meistaramót bandarískra háskólatryggði og tryggði hann sér þáttökurétt á lokamótinu sem fram fer í júní.

Þetta er þriðja Íslandsmet Hlyns en fyrir á hann einnig Íslandsmet í 5.000 metrum og einnar mílu hlaupi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×