EasyJet fjárfestir í Dohop Helgi Vífill Júlíusson skrifar 6. júní 2018 00:00 Davíð Gunnarsson er framkvæmdastjóri Dohop. VÍSIR/STEFÁN KARLSSON Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur lánað íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Dohop 2,25 milljónir evra, jafnvirði 279 milljóna króna. Flugfélagið getur breytt láninu í 15 prósenta hlut í Dohop við lok lánstímans. Þetta staðfestir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. „EasyJet á í nánu samstarfi við Dohop. Flugfélagið býður upp á vöruna Worldwide by EasyJet sem aðstoðar viðskiptavini við að finna tengiflug í gegnum önnur flugfélög. Tæknin er knúin af Dohop og EasyJet lítur á þetta verkefni sem lykilstef í vexti félagsins til framtíðar,“ segir Davíð í samtali við Markaðinn sem bendir á að miðað við farþegafjölda sé EasyJet áttunda stærsta flugfélag í heimi. Starfsmenn Dohop séu um 35. Að hans sögn liggur tvennt til grundvallar fjárfestingunni í Dohop. Annars vegar sé EasyJet að tryggja að nýsköpunarfyrirtækið hafi fjárhagslegt bolmagn til að takast á við krefjandi verkefni fyrir flugfélagið. Hins vegar sé um stórt fjárfestingartækifæri að ræða sem þeir vilji taka þátt í. Rætur Dohop liggja í að finna hagkvæmustu flugfargjöldin fyrir viðskiptavini í gegnum netið. „Á þeim markaði er hart barist. Í gegnum þá vinnu bjuggum við til tækni sem enginn annar í heiminum býður upp á og hentar vel fyrir lággjaldaflugfélög sem vilja fara í samstarf við önnur flugfélög um að finna tengiflug. Dohop stendur frammi fyrir áhugaverðu tækifæri og er áhersla fyrirtækisins nú meira á því sviði þótt áfram verði boðið upp á flugleit á vefnum okkar. Við erum í viðræðum við um 100 flugfélög í fimm heimsálfum um samstarf. Núna erum við með einn viðskiptavin á þessu sviði en reiknum með að þeir verði fjölmargir í framtíðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dohop þarf að sækja sér 65 til 100 milljónir Dohop þarf að sækja sér 65 milljónir króna að lágmarki á þessu ári til þess að halda rekstrinum gangandi. Ef gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gæti fjárhæðin orðið allt að eitt hundrað milljónir króna. 19. júlí 2017 10:00 EasyJet semur við Dohop um flugbókunarvef Breska flugfélagið easyJet kynnir í dag nýja vöru, Worldwide by easyJet, sem knúin er af tækni frá íslenska fyrirtækinu Dohop. 13. september 2017 15:56 Nýsköpunarsjóðurinn með 9,5 prósent í Dohop Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur eignast 9,45 prósenta hlut í flugleitarvefnum Dohop eftir að sjóðurinn breytti 10 milljóna króna láni til félagsins í hlutafé. 14. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur lánað íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Dohop 2,25 milljónir evra, jafnvirði 279 milljóna króna. Flugfélagið getur breytt láninu í 15 prósenta hlut í Dohop við lok lánstímans. Þetta staðfestir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. „EasyJet á í nánu samstarfi við Dohop. Flugfélagið býður upp á vöruna Worldwide by EasyJet sem aðstoðar viðskiptavini við að finna tengiflug í gegnum önnur flugfélög. Tæknin er knúin af Dohop og EasyJet lítur á þetta verkefni sem lykilstef í vexti félagsins til framtíðar,“ segir Davíð í samtali við Markaðinn sem bendir á að miðað við farþegafjölda sé EasyJet áttunda stærsta flugfélag í heimi. Starfsmenn Dohop séu um 35. Að hans sögn liggur tvennt til grundvallar fjárfestingunni í Dohop. Annars vegar sé EasyJet að tryggja að nýsköpunarfyrirtækið hafi fjárhagslegt bolmagn til að takast á við krefjandi verkefni fyrir flugfélagið. Hins vegar sé um stórt fjárfestingartækifæri að ræða sem þeir vilji taka þátt í. Rætur Dohop liggja í að finna hagkvæmustu flugfargjöldin fyrir viðskiptavini í gegnum netið. „Á þeim markaði er hart barist. Í gegnum þá vinnu bjuggum við til tækni sem enginn annar í heiminum býður upp á og hentar vel fyrir lággjaldaflugfélög sem vilja fara í samstarf við önnur flugfélög um að finna tengiflug. Dohop stendur frammi fyrir áhugaverðu tækifæri og er áhersla fyrirtækisins nú meira á því sviði þótt áfram verði boðið upp á flugleit á vefnum okkar. Við erum í viðræðum við um 100 flugfélög í fimm heimsálfum um samstarf. Núna erum við með einn viðskiptavin á þessu sviði en reiknum með að þeir verði fjölmargir í framtíðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dohop þarf að sækja sér 65 til 100 milljónir Dohop þarf að sækja sér 65 milljónir króna að lágmarki á þessu ári til þess að halda rekstrinum gangandi. Ef gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gæti fjárhæðin orðið allt að eitt hundrað milljónir króna. 19. júlí 2017 10:00 EasyJet semur við Dohop um flugbókunarvef Breska flugfélagið easyJet kynnir í dag nýja vöru, Worldwide by easyJet, sem knúin er af tækni frá íslenska fyrirtækinu Dohop. 13. september 2017 15:56 Nýsköpunarsjóðurinn með 9,5 prósent í Dohop Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur eignast 9,45 prósenta hlut í flugleitarvefnum Dohop eftir að sjóðurinn breytti 10 milljóna króna láni til félagsins í hlutafé. 14. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Dohop þarf að sækja sér 65 til 100 milljónir Dohop þarf að sækja sér 65 milljónir króna að lágmarki á þessu ári til þess að halda rekstrinum gangandi. Ef gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gæti fjárhæðin orðið allt að eitt hundrað milljónir króna. 19. júlí 2017 10:00
EasyJet semur við Dohop um flugbókunarvef Breska flugfélagið easyJet kynnir í dag nýja vöru, Worldwide by easyJet, sem knúin er af tækni frá íslenska fyrirtækinu Dohop. 13. september 2017 15:56
Nýsköpunarsjóðurinn með 9,5 prósent í Dohop Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur eignast 9,45 prósenta hlut í flugleitarvefnum Dohop eftir að sjóðurinn breytti 10 milljóna króna láni til félagsins í hlutafé. 14. febrúar 2018 06:45