Gleymdu börnin á Íslandi Stefán John Stefánsson skrifar 6. júní 2018 07:00 Á Vesturlöndum er heilaskaði talinn ein helsta ástæðan fyrir heilsufarsvandamálum hjá börnum, unglingum og ungu fólki á fullorðinsaldri. Hér á landi eru árlega greind yfir 500 börn með heilaáverka og 200 af þeim eru börn á aldrinum 0-4 ára. Af þessum tölum má dæma að 40 börn og unglingar muni þurfa að takast á við alvarlegar afleiðingar heilaskaða til lengri tíma og oft á tíðum fram á fullorðinsár. Þessi börn þurfa á sérhæfðri endurhæfingu að halda til að lágmarka afleiðingar heilaskaða en því miður eru slík úrræði ekki í boði í heilbrigðiskerfinu. Í dag fá einungis eitt til þrjú börn á Íslandi, af fjörutíu, greiningu og skammtímaendurhæfingu, brotabrot af þeim börnum sem þurfa á meðferð að halda. Afleiðingar heilaskaða í æsku koma oft ekki að fullu fram fyrr en við fullorðinsárin þegar þessir einstaklingar fara að reyna að standa á eigin fótum í lífinu. Heilaskaði er fötlun sem hefur vitsmunaleg og líkamleg áhrif á einstaklinginn.Fá ranga meðferð Hvað verður um hin 37 börnin? Jú, þau gleymast. Á hverju ári má gera ráð fyrir því að um 37 börn sem ekki hljóta viðeigandi meðferð verði út undan og að náms- og félagsfærni þeirra hraki. Mörg af þessum börnum fá ranglega greiningu um AD/HD eða einhverfu og af þeim sökum fá þau ranga meðferð og jafnvel röng lyf. Þrátt fyrir að einkenni séu svipuð er um ólíka hluti að ræða sem þarfnast ólíkrar meðferðar. Mikið í húfi Það er mikið í húfi og nauðsynlegt að sinna þessum gleymdu börnum og gefa þeim tækifæri til að taka þátt í samfélaginu sem virkir einstaklingar. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur nú skipað starfshóp sem fer vandlega yfir stöðu fólks með ákominn heilaskaða og þar með talið börnin okkar. Sérhæfð íhlutun er ekki til staðar á Íslandi og úr því þarf sannarlega að bæta.Höfundur er verkefnastjóri Hugarfars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á Vesturlöndum er heilaskaði talinn ein helsta ástæðan fyrir heilsufarsvandamálum hjá börnum, unglingum og ungu fólki á fullorðinsaldri. Hér á landi eru árlega greind yfir 500 börn með heilaáverka og 200 af þeim eru börn á aldrinum 0-4 ára. Af þessum tölum má dæma að 40 börn og unglingar muni þurfa að takast á við alvarlegar afleiðingar heilaskaða til lengri tíma og oft á tíðum fram á fullorðinsár. Þessi börn þurfa á sérhæfðri endurhæfingu að halda til að lágmarka afleiðingar heilaskaða en því miður eru slík úrræði ekki í boði í heilbrigðiskerfinu. Í dag fá einungis eitt til þrjú börn á Íslandi, af fjörutíu, greiningu og skammtímaendurhæfingu, brotabrot af þeim börnum sem þurfa á meðferð að halda. Afleiðingar heilaskaða í æsku koma oft ekki að fullu fram fyrr en við fullorðinsárin þegar þessir einstaklingar fara að reyna að standa á eigin fótum í lífinu. Heilaskaði er fötlun sem hefur vitsmunaleg og líkamleg áhrif á einstaklinginn.Fá ranga meðferð Hvað verður um hin 37 börnin? Jú, þau gleymast. Á hverju ári má gera ráð fyrir því að um 37 börn sem ekki hljóta viðeigandi meðferð verði út undan og að náms- og félagsfærni þeirra hraki. Mörg af þessum börnum fá ranglega greiningu um AD/HD eða einhverfu og af þeim sökum fá þau ranga meðferð og jafnvel röng lyf. Þrátt fyrir að einkenni séu svipuð er um ólíka hluti að ræða sem þarfnast ólíkrar meðferðar. Mikið í húfi Það er mikið í húfi og nauðsynlegt að sinna þessum gleymdu börnum og gefa þeim tækifæri til að taka þátt í samfélaginu sem virkir einstaklingar. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur nú skipað starfshóp sem fer vandlega yfir stöðu fólks með ákominn heilaskaða og þar með talið börnin okkar. Sérhæfð íhlutun er ekki til staðar á Íslandi og úr því þarf sannarlega að bæta.Höfundur er verkefnastjóri Hugarfars
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun