Renta Davíð Þorláksson skrifar 6. júní 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon sagði á Alþingi þegar hann mælti fyrir lögum um veiðigjald árið 2012: „Frumvarpið byggir […] á þeirri meginforsendu að náttúruauðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar og arður sem rekja má beint til þeirra, þ.e. að rentan tilheyri þjóðinni. Þegar öðrum er veittur réttur til að fénýta auðlindirnar ber að tryggja þann rétt þjóðarinnar með gjaldtöku?…“ Þótt ýmsar forsendur í þessu séu umdeilanlegar þá voru þetta forsendurnar sem lágu að baki gjaldinu. Veiðigjald væri því ekki hefðbundinn skattur og gjaldið ætti að fylgja afkomu greinarinnar. Í mars tók Deloitte saman skýrslu um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja að beiðni ríkisins. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta dróst saman um 22% árið 2016 og útlit er fyrir að samdrátturinn hafi verið 20-37% árið 2017. En hvernig er best að mæla rekstur í sjávarútvegi? Veiðigjaldsnefnd hefur þróað spálíkan til að reikna út afkomu veiða með minni tímatöf en gert er í lögum um veiðigjald. Ef reiknistofn yrði lækkaður til samræmis við niðurstöðu líkansins myndi hann lækka um 35% í botnfiski og 15% í uppsjávarfiski. Í ljósi þessa hefur meirihluti atvinnuveganefndar lagt fram frumvarp til að leiðrétta veiðigjaldið í takt við afkomu greinarinnar, þó minna en spálíkanið gefur til kynna. Verði frumvarpið að lögum er áætlað að veiðigjald skili 8,3 milljörðum króna á þessu ári. Samkvæmt Fiskistofu námu álögð veiðigjöld 6,8 milljörðum á síðasta ári. Það hækkar því um 1,5 milljarða. Að sjálfsögðu standa þingmenn sem styðja tilvist veiðigjalds að þessari leiðréttingu. Ef þau gerðu það ekki væru forsendur gjaldsins brostnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon sagði á Alþingi þegar hann mælti fyrir lögum um veiðigjald árið 2012: „Frumvarpið byggir […] á þeirri meginforsendu að náttúruauðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar og arður sem rekja má beint til þeirra, þ.e. að rentan tilheyri þjóðinni. Þegar öðrum er veittur réttur til að fénýta auðlindirnar ber að tryggja þann rétt þjóðarinnar með gjaldtöku?…“ Þótt ýmsar forsendur í þessu séu umdeilanlegar þá voru þetta forsendurnar sem lágu að baki gjaldinu. Veiðigjald væri því ekki hefðbundinn skattur og gjaldið ætti að fylgja afkomu greinarinnar. Í mars tók Deloitte saman skýrslu um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja að beiðni ríkisins. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta dróst saman um 22% árið 2016 og útlit er fyrir að samdrátturinn hafi verið 20-37% árið 2017. En hvernig er best að mæla rekstur í sjávarútvegi? Veiðigjaldsnefnd hefur þróað spálíkan til að reikna út afkomu veiða með minni tímatöf en gert er í lögum um veiðigjald. Ef reiknistofn yrði lækkaður til samræmis við niðurstöðu líkansins myndi hann lækka um 35% í botnfiski og 15% í uppsjávarfiski. Í ljósi þessa hefur meirihluti atvinnuveganefndar lagt fram frumvarp til að leiðrétta veiðigjaldið í takt við afkomu greinarinnar, þó minna en spálíkanið gefur til kynna. Verði frumvarpið að lögum er áætlað að veiðigjald skili 8,3 milljörðum króna á þessu ári. Samkvæmt Fiskistofu námu álögð veiðigjöld 6,8 milljörðum á síðasta ári. Það hækkar því um 1,5 milljarða. Að sjálfsögðu standa þingmenn sem styðja tilvist veiðigjalds að þessari leiðréttingu. Ef þau gerðu það ekki væru forsendur gjaldsins brostnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar