Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Trump talaði um Kim sem „hæfileikaríkan“ og sagðist viss um að hann vildi þjóð sinni vel. Vísir/Getty Full eftirvæntingar fylgdist alþjóð með því þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í höndina á Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í fyrrinótt. Um var að ræða fyrsta leiðtogafund ríkjanna tveggja sem lengi hafa átt í hatrömmum deilum. Þrátt fyrir að hafa áður átt í uppnefnastríði og þrátt fyrir linnulaus og grimmileg mannréttindabrot harðræðisstjórnar Kim var kurteisin allsráðandi á fundinum. Trump talaði um Kim sem „hæfileikaríkan“ og sagðist viss um að hann vildi þjóð sinni vel. Vert er að minna á að í Norður-Kóreu er fólki til að mynda hent í fangelsi fyrir glæpi fjölskyldumeðlima, meðal annars fyrir að horfa á suðurkóreskar bíómyndir. Fólk er pyntað, tekið af lífi og því nauðgað. Fjölmiðla-, tjáningar-, athafnafrelsi er svo gott sem ekkert. Mennirnir tveir undirrituðu yfirlýsingu eftir spjall sitt. Þrátt fyrir að vera innihaldsrýr er hún almennt álitin gott fyrsta skref í átt að raunverulegum friði á Kóreuskaga. Í henni var meðal annars kveðið á um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Eftir fundinn hélt Trump blaðamannafund þar sem hann sagði fundinn hafa gengið undursamlega. Forsetinn sagði Kim hafa fallist á þá kröfu Bandaríkjamanna að kjarnorkuafvopnun yrði sannreynanleg og algjör sem og kröfu um að rífa ónefnda eldflaugatilraunastöð. Sjálfur sagðist Trump ekkert hafa gefið eftir. Þvinganir yrðu enn í gildi.Donald Trump ávarpaði blaðamenn að fundi loknum.Vísir/GettyTrump minntist hins vegar á að Bandaríkjamenn væru ekki mótfallnir því að hætta heræfingum í og með Suður-Kóreu. Ýmsir furðuðu sig á ummælunum og sagði talsmaður forsetaembættis Suður-Kóreu óskýrt hvað Trump væri að tala um. Aðrir, til að mynda Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sögðu að Trump hefði náð litlu fram á fundinum. Ljóst er að Norður-Kóreustjórn fagnar fundinum. Ekki var sérstaklega kveðið á um með hvaða hætti kjarnorkuafvopnun færi fram, en hugtakið þykir hafa misjafna merkingu í hugum Kim og Trumps. Einræðisherrann vill að allir afvopnist á skaganum en forsetinn einblínir á kjarnorkuvopn Norður-Kóreu. Kim getur sömuleiðis glaðst yfir því að hafa komið inn úr kuldanum og stigið stórt skref í þá átt að tryggja áframhaldandi líf harðstjórnar sinnar. Þá munu orð Trumps um að hætta heræfingum væntanlega falla í frjóan jarðveg hjá einræðisherranum. Og það gerðu þau svo sannarlega hjá kínversku ríkisstjórninni. Kínverjar hafa lengi hampað þeirri hugmynd að Norður-Kórea ætti að hætta eldflaugatilraunum og Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn heræfingum í staðinn. En þótt ríkisstjórnir Kína, Japans, Rússlands, Bandaríkjanna og Suður- og Norður-Kóreu fagni fundinum og hrósi sigri eru ekki allir sáttir. Mohammad Bagher Nobakht, upplýsingafulltrúi írönsku ríkisstjórnarinnar, varaði Kim sérstaklega við Bandaríkjaforsetanum, en Trump dró Bandaríkin nýverið út úr kjarnorkusamningnum sem stórveldi heims gerðu við Íran. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Full eftirvæntingar fylgdist alþjóð með því þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í höndina á Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í fyrrinótt. Um var að ræða fyrsta leiðtogafund ríkjanna tveggja sem lengi hafa átt í hatrömmum deilum. Þrátt fyrir að hafa áður átt í uppnefnastríði og þrátt fyrir linnulaus og grimmileg mannréttindabrot harðræðisstjórnar Kim var kurteisin allsráðandi á fundinum. Trump talaði um Kim sem „hæfileikaríkan“ og sagðist viss um að hann vildi þjóð sinni vel. Vert er að minna á að í Norður-Kóreu er fólki til að mynda hent í fangelsi fyrir glæpi fjölskyldumeðlima, meðal annars fyrir að horfa á suðurkóreskar bíómyndir. Fólk er pyntað, tekið af lífi og því nauðgað. Fjölmiðla-, tjáningar-, athafnafrelsi er svo gott sem ekkert. Mennirnir tveir undirrituðu yfirlýsingu eftir spjall sitt. Þrátt fyrir að vera innihaldsrýr er hún almennt álitin gott fyrsta skref í átt að raunverulegum friði á Kóreuskaga. Í henni var meðal annars kveðið á um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Eftir fundinn hélt Trump blaðamannafund þar sem hann sagði fundinn hafa gengið undursamlega. Forsetinn sagði Kim hafa fallist á þá kröfu Bandaríkjamanna að kjarnorkuafvopnun yrði sannreynanleg og algjör sem og kröfu um að rífa ónefnda eldflaugatilraunastöð. Sjálfur sagðist Trump ekkert hafa gefið eftir. Þvinganir yrðu enn í gildi.Donald Trump ávarpaði blaðamenn að fundi loknum.Vísir/GettyTrump minntist hins vegar á að Bandaríkjamenn væru ekki mótfallnir því að hætta heræfingum í og með Suður-Kóreu. Ýmsir furðuðu sig á ummælunum og sagði talsmaður forsetaembættis Suður-Kóreu óskýrt hvað Trump væri að tala um. Aðrir, til að mynda Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sögðu að Trump hefði náð litlu fram á fundinum. Ljóst er að Norður-Kóreustjórn fagnar fundinum. Ekki var sérstaklega kveðið á um með hvaða hætti kjarnorkuafvopnun færi fram, en hugtakið þykir hafa misjafna merkingu í hugum Kim og Trumps. Einræðisherrann vill að allir afvopnist á skaganum en forsetinn einblínir á kjarnorkuvopn Norður-Kóreu. Kim getur sömuleiðis glaðst yfir því að hafa komið inn úr kuldanum og stigið stórt skref í þá átt að tryggja áframhaldandi líf harðstjórnar sinnar. Þá munu orð Trumps um að hætta heræfingum væntanlega falla í frjóan jarðveg hjá einræðisherranum. Og það gerðu þau svo sannarlega hjá kínversku ríkisstjórninni. Kínverjar hafa lengi hampað þeirri hugmynd að Norður-Kórea ætti að hætta eldflaugatilraunum og Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn heræfingum í staðinn. En þótt ríkisstjórnir Kína, Japans, Rússlands, Bandaríkjanna og Suður- og Norður-Kóreu fagni fundinum og hrósi sigri eru ekki allir sáttir. Mohammad Bagher Nobakht, upplýsingafulltrúi írönsku ríkisstjórnarinnar, varaði Kim sérstaklega við Bandaríkjaforsetanum, en Trump dró Bandaríkin nýverið út úr kjarnorkusamningnum sem stórveldi heims gerðu við Íran.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45