N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2018 11:15 Bensínstöð N1 við Ægissíðu er ekki ein af þeim bensínstöðvum sem lagt er til að verði seld. Vísir/Vilhelm N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins „Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu undir kaupsamning síðastliðið haust vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkeppniseftirlitið hefur haft samrunann til rannsóknar undanfarna mánuði en bakslag kom í samrunann eftir að N1 ákvað í apríl að afturkalla tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna samrunans, skömmu áður en ákvörðunar Samkeppniseftirlitis var að vænta. Send var ný tilkynning til Samkeppniseftirlitsins um samrunnan og hefur N1 nú lagt fram tillögur til Samkeppniseftirlitsins sem eins og fyrr segir er ætlað að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið telur að stafað gætu af samrunanum.Í frétt á vef Samkeppniseftirlitsins óskar eftirlitið eftir því að fá sjónarmið hagsmunaðaðila á markaði vegna tillagna N1 og eru tillögur N1 einnig birtar á vefnum. Þar má sjá að N1 leggur til að selja frá sér bensínstöð rekin undir merkjum Dælunnar við Fellsmúla, bensínstöð rekin undir merki N1 við Hæðarsmára 8 og bensínstöð rekin undir merki N1 við Salaveg ásamt öllum réttindum sem N1 ræður yfir varðandi þær lóðir þar sem stöðvarnar eru á og allt það lausafé sem á þeim er og nauðsynlegt er til áframhaldandi rekstrar að frátöldum merkingum þar sem vörumerkið N1 kemur fyrir. Þá eru einnig lagðar til aðgerðir til að auka aðgengi að heildsölu- og birgðarými eldsneytis og til þess að bregðast við eignatengslum keppinauta á eldsneytismarkaði, svo sem að N1 verði skylt að þeim endurseljendum sem eftir því leita eldsneyti á viðskiptalegum grunni og að rekstur verslunar Kjarvals á Hellu verði seldur, svo dæmi séu tekin. Tengdar fréttir Skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á Festi Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. 3. október 2017 09:45 Bakslag komið í samruna N1 og Festar Olíuverslunin N1 ákvað í gær að afturkalla tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna samruna við Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún. 18. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins „Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu undir kaupsamning síðastliðið haust vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkeppniseftirlitið hefur haft samrunann til rannsóknar undanfarna mánuði en bakslag kom í samrunann eftir að N1 ákvað í apríl að afturkalla tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna samrunans, skömmu áður en ákvörðunar Samkeppniseftirlitis var að vænta. Send var ný tilkynning til Samkeppniseftirlitsins um samrunnan og hefur N1 nú lagt fram tillögur til Samkeppniseftirlitsins sem eins og fyrr segir er ætlað að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið telur að stafað gætu af samrunanum.Í frétt á vef Samkeppniseftirlitsins óskar eftirlitið eftir því að fá sjónarmið hagsmunaðaðila á markaði vegna tillagna N1 og eru tillögur N1 einnig birtar á vefnum. Þar má sjá að N1 leggur til að selja frá sér bensínstöð rekin undir merkjum Dælunnar við Fellsmúla, bensínstöð rekin undir merki N1 við Hæðarsmára 8 og bensínstöð rekin undir merki N1 við Salaveg ásamt öllum réttindum sem N1 ræður yfir varðandi þær lóðir þar sem stöðvarnar eru á og allt það lausafé sem á þeim er og nauðsynlegt er til áframhaldandi rekstrar að frátöldum merkingum þar sem vörumerkið N1 kemur fyrir. Þá eru einnig lagðar til aðgerðir til að auka aðgengi að heildsölu- og birgðarými eldsneytis og til þess að bregðast við eignatengslum keppinauta á eldsneytismarkaði, svo sem að N1 verði skylt að þeim endurseljendum sem eftir því leita eldsneyti á viðskiptalegum grunni og að rekstur verslunar Kjarvals á Hellu verði seldur, svo dæmi séu tekin.
Tengdar fréttir Skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á Festi Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. 3. október 2017 09:45 Bakslag komið í samruna N1 og Festar Olíuverslunin N1 ákvað í gær að afturkalla tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna samruna við Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún. 18. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á Festi Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. 3. október 2017 09:45
Bakslag komið í samruna N1 og Festar Olíuverslunin N1 ákvað í gær að afturkalla tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna samruna við Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún. 18. apríl 2018 06:00