Ný hugsun skilar árangri Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 27. júní 2018 07:00 Það er ekki ýkja langt síðan ferðaþjónusta var tiltölulega lítil atvinnugrein á Íslandi, lítil en vaxandi og með mikla framtíðarmöguleika – eins og þeir vissu sem gáfu henni gaum. En ferðaþjónusta var alltaf hálfgert olnbogabarn í stjórnkerfinu. Hún átti í raun hvergi heima, fékk litla athygli, sáralítið vægi – hvað þá fyrirhyggju eða nokkurn stuðning sem heitið gat. Hún kraumaði í rólegheitum undir yfirborðinu, þar sem hún óx úr grasi, mest fyrir tilstilli einkaframtaksins. Hún var í mesta lagi nefnd á nafn í hátíðarræðum og í seinni fréttum í sjónvarpinu, ef mikil tíðindi urðu. Í kjölfar efnahagshrunsins og falls íslensku krónunnar sprakk ferðaþjónustan hins vegar út af svo gríðarlegum krafti að ekki varð lengur fram hjá henni horft og þýðing hennar fyrir íslenskt efnahagslíf hefur farið stigvaxandi æ síðan. Frá árinu 2010 hefur hlutfall ferðaþjónustu af heildarútflutningstekjum Íslands farið úr 19% í 42% og beinum störfum í greininni hefur á sama tíma fjölgað um 55%. Ferðaþjónusta er nú orðin stærsta útflutningsgrein Íslendinga og burðarás í efnahagslífi landsins.Framsýnt og nauðsynlegt skref Eftir að vaxtarskeið ferðaþjónustu hófst, þá ákváðu stjórnvöld í samvinnu við atvinnugreinina að fara í stefnumótun fyrir ferðaþjónustu. Þá kom í ljós að forsendur til að hefja slíka vinnu voru ekki fyrir hendi, þar sem mjög lítið var til af upplýsingum og áreiðanlegum gögnum til að byggja á. Sú uppgötvun var fræið sem síðar varð að hinu einstaka fyrirbæri sem var gefið nafnið Stjórnstöð ferðamála. Stjórnstöð ferðamála er tímabundið „private-public“ verkefni með þátttöku fjögurra ráðuneyta, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Ferðaþjónusta er óhemju víðfeðm atvinnugrein sem snertir ótal ólíka anga stjórnsýslunnar, mörg ráðuneyti og stofnanir, sveitarfélög landsins og svo auðvitað fyrirtækin sem starfa innan hennar. Þessir aðilar þurfa því allir að tala saman og vinna saman að hagsmunamálum ferðaþjónustu og samspili hennar við samfélagið. Það er auðséð að slík samvinna er flókin og tímafrek – ferðaþjónustan í landinu mátti hins vegar engan tíma missa. Hið framsýna skref sem stofnun Stjórnstöðvarinnar var bætti svo um munaði upp þann tíma sem hafði tapast við að koma skikki á þau ótal mál sem krefjast samvinnu allra þessara ólíku hópa. Hún skapaði nauðsynlegt samtal milli stofnana og atvinnulífs, opnaði flóðgáttir upplýsinga, rauf múra, jók gagnkvæman skilning og hefur sett málefni ferðaþjónustu ofar í huga þeirra sem sýsla með málefni hennar af hálfu hins opinbera. Einstök samvinna Stjórnstöðin er vissulega óvenjuleg og einstakt að svona samvinnu sé komið á á milli stjórnvalda og atvinnulífs. Vegna þess hefur borið á gagnrýni og tortryggni í hennar garð en þær raddir eru nú að þagna ein af annarri í ljósi þess ótrúlega starfs sem Stjórnstöðin hefur unnið á þessum rúmu tveimur árum sem hún hefur verið starfrækt. Á þeim tíma hefur málefnum ferðaþjónustunnar fleygt fram margfalt hraðar en annars hefði orðið. Á þessum tíma hefur um 70 ólíkum verkefnum verið hleypt af stokkunum og meirihluta þeirra er þegar lokið eða þeim verið komið fyrir annars staðar til framtíðar, eftir upphafsstarf í Stjórnstöðinni. Má þar nefna Mælaborð ferðaþjónustunnar sem er upplýsingaveita sem sýnir upplýsingar um ferðaþjónustuna á einum stað og birtir þær með myndrænum hætti, og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sem hefur það hlutverk að auka hæfni starfsfólks, gæði, starfsánægju og arðsemi í ferðaþjónustu. Langt á veg komin er rannsókn um þolmörk Íslands gagnvart ferðamönnum, sem er gríðarlega brýnt verkefni. Fram undan er eitt mikilvægasta verkefnið, en það er stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir Ísland, sem – þökk sé Stjórnstöð ferðamála – hefur töluvert mikla möguleika á að lenda ekki í skýrslubunkanum í skúffunni heldur verða alvöru stefnumótun sem hjálpar okkur öllum að byggja upp gæðaferðaþjónustu til framtíðar, þjóðinni allri til heilla.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er ekki ýkja langt síðan ferðaþjónusta var tiltölulega lítil atvinnugrein á Íslandi, lítil en vaxandi og með mikla framtíðarmöguleika – eins og þeir vissu sem gáfu henni gaum. En ferðaþjónusta var alltaf hálfgert olnbogabarn í stjórnkerfinu. Hún átti í raun hvergi heima, fékk litla athygli, sáralítið vægi – hvað þá fyrirhyggju eða nokkurn stuðning sem heitið gat. Hún kraumaði í rólegheitum undir yfirborðinu, þar sem hún óx úr grasi, mest fyrir tilstilli einkaframtaksins. Hún var í mesta lagi nefnd á nafn í hátíðarræðum og í seinni fréttum í sjónvarpinu, ef mikil tíðindi urðu. Í kjölfar efnahagshrunsins og falls íslensku krónunnar sprakk ferðaþjónustan hins vegar út af svo gríðarlegum krafti að ekki varð lengur fram hjá henni horft og þýðing hennar fyrir íslenskt efnahagslíf hefur farið stigvaxandi æ síðan. Frá árinu 2010 hefur hlutfall ferðaþjónustu af heildarútflutningstekjum Íslands farið úr 19% í 42% og beinum störfum í greininni hefur á sama tíma fjölgað um 55%. Ferðaþjónusta er nú orðin stærsta útflutningsgrein Íslendinga og burðarás í efnahagslífi landsins.Framsýnt og nauðsynlegt skref Eftir að vaxtarskeið ferðaþjónustu hófst, þá ákváðu stjórnvöld í samvinnu við atvinnugreinina að fara í stefnumótun fyrir ferðaþjónustu. Þá kom í ljós að forsendur til að hefja slíka vinnu voru ekki fyrir hendi, þar sem mjög lítið var til af upplýsingum og áreiðanlegum gögnum til að byggja á. Sú uppgötvun var fræið sem síðar varð að hinu einstaka fyrirbæri sem var gefið nafnið Stjórnstöð ferðamála. Stjórnstöð ferðamála er tímabundið „private-public“ verkefni með þátttöku fjögurra ráðuneyta, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Ferðaþjónusta er óhemju víðfeðm atvinnugrein sem snertir ótal ólíka anga stjórnsýslunnar, mörg ráðuneyti og stofnanir, sveitarfélög landsins og svo auðvitað fyrirtækin sem starfa innan hennar. Þessir aðilar þurfa því allir að tala saman og vinna saman að hagsmunamálum ferðaþjónustu og samspili hennar við samfélagið. Það er auðséð að slík samvinna er flókin og tímafrek – ferðaþjónustan í landinu mátti hins vegar engan tíma missa. Hið framsýna skref sem stofnun Stjórnstöðvarinnar var bætti svo um munaði upp þann tíma sem hafði tapast við að koma skikki á þau ótal mál sem krefjast samvinnu allra þessara ólíku hópa. Hún skapaði nauðsynlegt samtal milli stofnana og atvinnulífs, opnaði flóðgáttir upplýsinga, rauf múra, jók gagnkvæman skilning og hefur sett málefni ferðaþjónustu ofar í huga þeirra sem sýsla með málefni hennar af hálfu hins opinbera. Einstök samvinna Stjórnstöðin er vissulega óvenjuleg og einstakt að svona samvinnu sé komið á á milli stjórnvalda og atvinnulífs. Vegna þess hefur borið á gagnrýni og tortryggni í hennar garð en þær raddir eru nú að þagna ein af annarri í ljósi þess ótrúlega starfs sem Stjórnstöðin hefur unnið á þessum rúmu tveimur árum sem hún hefur verið starfrækt. Á þeim tíma hefur málefnum ferðaþjónustunnar fleygt fram margfalt hraðar en annars hefði orðið. Á þessum tíma hefur um 70 ólíkum verkefnum verið hleypt af stokkunum og meirihluta þeirra er þegar lokið eða þeim verið komið fyrir annars staðar til framtíðar, eftir upphafsstarf í Stjórnstöðinni. Má þar nefna Mælaborð ferðaþjónustunnar sem er upplýsingaveita sem sýnir upplýsingar um ferðaþjónustuna á einum stað og birtir þær með myndrænum hætti, og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sem hefur það hlutverk að auka hæfni starfsfólks, gæði, starfsánægju og arðsemi í ferðaþjónustu. Langt á veg komin er rannsókn um þolmörk Íslands gagnvart ferðamönnum, sem er gríðarlega brýnt verkefni. Fram undan er eitt mikilvægasta verkefnið, en það er stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir Ísland, sem – þökk sé Stjórnstöð ferðamála – hefur töluvert mikla möguleika á að lenda ekki í skýrslubunkanum í skúffunni heldur verða alvöru stefnumótun sem hjálpar okkur öllum að byggja upp gæðaferðaþjónustu til framtíðar, þjóðinni allri til heilla.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar