Mannaflaspá fyrir heilbrigðiskerfið Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 25. júní 2018 07:00 Nær daglega berast fréttir af „mönnunarvanda“ innan heilbrigðiskerfisins. Um langvarandi og alvarlegan vanda er að ræða. Hvers vegna tekst okkur ekki að manna starfsstéttir sem gegna lykilhlutverki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu hér á landi? Lítum á nokkrar nærtækar ástæður. Í fyrsta lagi tekur launasetning þessara stétta almennt ekki nógu vel mið af menntun þeirra, sérfræðiþekkingu og þróun starfanna. Fagstéttir þar sem konur eru í meirihluta eru enn að berjast fyrir viðurkenningu á sérfræðiþekkingu sinni og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins. Ástæðurnar liggja djúpt í samfélaginu og furðulega erfitt er að uppræta gamaldags hugsunarhátt í garð kvennastétta. Í öðru lagi búa margir heilbrigðisstarfsmenn við ófullnægjandi starfsumhverfi. Augljósasta dæmið er húsnæðiskostur Landspítalans, sem er gamall, úr sér genginn og jafnvel heilsuspillandi. Í þriðja lagi virðist engin stefna vera til um það hvernig manna eigi þessar mikilvægu stéttir til framtíðar. Nýjasta dæmið er aðsókn í hjúkrunarfræðinám við HA. Hún er margföld þau pláss sem skólinn getur boðið vegna fjárhagsrammans sem honum er settur. Þannig er lokað á þau sem þó vilja leggja fyrir sig nám í heilbrigðisgeiranum. Í ljósi þessa og m.t.t. öldrunar þjóðarinnar undirrituðu þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands sérstaka yfirlýsingu við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið í febrúar sl. Þar kemur fram að greina skuli mannaflaþörf í heilbrigðiskerfinu til næstu 5–10 ára og fullvinna heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Í yfirlýsingunni er einnig kveðið á um að umbætur á starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstarfsmanna ríkisins verði gerðar í samráði við aðildarfélög innan BHM. Ég ætla að fullyrða hér að yfirlýsingin hafi vegið þungt þegar félagsmenn aðildarfélaga BHM samþykktu kjarasamningana í vetur, enda löngu tímabært að áætla mönnun heilbrigðiskerfisins til langs tíma. Miklu skiptir að forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra skili því sem hér var lofað áður en sest verður að samningaborði á ný árið 2019.Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Nær daglega berast fréttir af „mönnunarvanda“ innan heilbrigðiskerfisins. Um langvarandi og alvarlegan vanda er að ræða. Hvers vegna tekst okkur ekki að manna starfsstéttir sem gegna lykilhlutverki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu hér á landi? Lítum á nokkrar nærtækar ástæður. Í fyrsta lagi tekur launasetning þessara stétta almennt ekki nógu vel mið af menntun þeirra, sérfræðiþekkingu og þróun starfanna. Fagstéttir þar sem konur eru í meirihluta eru enn að berjast fyrir viðurkenningu á sérfræðiþekkingu sinni og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins. Ástæðurnar liggja djúpt í samfélaginu og furðulega erfitt er að uppræta gamaldags hugsunarhátt í garð kvennastétta. Í öðru lagi búa margir heilbrigðisstarfsmenn við ófullnægjandi starfsumhverfi. Augljósasta dæmið er húsnæðiskostur Landspítalans, sem er gamall, úr sér genginn og jafnvel heilsuspillandi. Í þriðja lagi virðist engin stefna vera til um það hvernig manna eigi þessar mikilvægu stéttir til framtíðar. Nýjasta dæmið er aðsókn í hjúkrunarfræðinám við HA. Hún er margföld þau pláss sem skólinn getur boðið vegna fjárhagsrammans sem honum er settur. Þannig er lokað á þau sem þó vilja leggja fyrir sig nám í heilbrigðisgeiranum. Í ljósi þessa og m.t.t. öldrunar þjóðarinnar undirrituðu þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands sérstaka yfirlýsingu við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BHM við ríkið í febrúar sl. Þar kemur fram að greina skuli mannaflaþörf í heilbrigðiskerfinu til næstu 5–10 ára og fullvinna heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Í yfirlýsingunni er einnig kveðið á um að umbætur á starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstarfsmanna ríkisins verði gerðar í samráði við aðildarfélög innan BHM. Ég ætla að fullyrða hér að yfirlýsingin hafi vegið þungt þegar félagsmenn aðildarfélaga BHM samþykktu kjarasamningana í vetur, enda löngu tímabært að áætla mönnun heilbrigðiskerfisins til langs tíma. Miklu skiptir að forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra skili því sem hér var lofað áður en sest verður að samningaborði á ný árið 2019.Höfundur er formaður BHM
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar