Skora á stjórnvöld að banna rafrettureykingar á veitinga- og skemmtistöðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2018 10:31 LÍ lýsir yfir sérstökum áhyggjum vegna viðkvæmra hópa í þessu tilliti, þ. á m. barna, fyrrverandi reykingafólks og einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Vísir/getty Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. Leggur félagið til að reykingar rafrettna verði bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum en breytingartillaga um bann þess efnis var felld við meðferð rafrettulaganna á Alþingi. Telur félagið mikilvægt að sömu heilbrigðis- og forvarnarsjónarmið séu höfð að leiðarljósi þegar kemur að reykingum á rafrettum og hefðbundnum sígarettum. Með öllu óásættanlegt sé að þeir sem ekki neyti nikótíns þurfi að anda að sér virku fíkni- og ávanabindandi efni með óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Þá lýsir LÍ yfir sérstökum áhyggjum vegna viðkvæmra hópa í þessu tilliti, þ. á m. barna, fyrrverandi reykingafólks og einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Telur félagið það ganga gegn settum lýðheilsumarkmiðum að reykingar rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum hafi ekki verið bannaðar í hinum nýju lögum. LÍ skorar því á heilbrigðisráðherra að leggja strax í upphafi næsta þings fram lagabreytingartillögu við framangreind lög þar sem bætt verði við grein um bann við notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum. „Takist ekki með lagabreytingu að banna reykingar rafrettna á veitinga-og skemmtistöðum skorar stjórn Læknafélags Íslands á eigendur þessara staða að banna reykingar rafretta á stöðum sínum þegar nýju lögin ganga í gildi,“ segir enn fremur í yfirlýsingu, sem lesa má í heild hér. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um rafrettur varð að lögum við þinglok nú í júní. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finsnt mörgum of langt gengið með frumvarpinu. Alþingi Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Eitraðir málmar finnast í rafrettum Ný rannsókn sýnir að eitraðir málmar á við króm, nikkel, mangan og blý finnast í rafrettum. 24. febrúar 2018 10:35 Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30 Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Stjórn Læknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að leggja fram lagabreytingartillögu við nýjum lögum um rafrettur. Leggur félagið til að reykingar rafrettna verði bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum en breytingartillaga um bann þess efnis var felld við meðferð rafrettulaganna á Alþingi. Telur félagið mikilvægt að sömu heilbrigðis- og forvarnarsjónarmið séu höfð að leiðarljósi þegar kemur að reykingum á rafrettum og hefðbundnum sígarettum. Með öllu óásættanlegt sé að þeir sem ekki neyti nikótíns þurfi að anda að sér virku fíkni- og ávanabindandi efni með óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Þá lýsir LÍ yfir sérstökum áhyggjum vegna viðkvæmra hópa í þessu tilliti, þ. á m. barna, fyrrverandi reykingafólks og einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Telur félagið það ganga gegn settum lýðheilsumarkmiðum að reykingar rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum hafi ekki verið bannaðar í hinum nýju lögum. LÍ skorar því á heilbrigðisráðherra að leggja strax í upphafi næsta þings fram lagabreytingartillögu við framangreind lög þar sem bætt verði við grein um bann við notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum. „Takist ekki með lagabreytingu að banna reykingar rafrettna á veitinga-og skemmtistöðum skorar stjórn Læknafélags Íslands á eigendur þessara staða að banna reykingar rafretta á stöðum sínum þegar nýju lögin ganga í gildi,“ segir enn fremur í yfirlýsingu, sem lesa má í heild hér. Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um rafrettur varð að lögum við þinglok nú í júní. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finsnt mörgum of langt gengið með frumvarpinu.
Alþingi Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Eitraðir málmar finnast í rafrettum Ný rannsókn sýnir að eitraðir málmar á við króm, nikkel, mangan og blý finnast í rafrettum. 24. febrúar 2018 10:35 Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30 Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Eitraðir málmar finnast í rafrettum Ný rannsókn sýnir að eitraðir málmar á við króm, nikkel, mangan og blý finnast í rafrettum. 24. febrúar 2018 10:35
Þingmenn neyðast til að nota netsíur til að verjast fjöldapósti rafrettuvina Alþingismenn eru að drukkna í tölvupóstum frá reiðum rafrettu-unnendum og þingmaður Pírata segir það skemma fyrir málstað þeirra. 6. júní 2018 15:30
Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00