Ríkisstyrktar misþyrmingar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. júní 2018 10:00 Á síðustu vikum hafa bandarísk yfirvöld aðskilið rúmlega 2.300 börn frá foreldrum sínum og fangelsað. Þessar fjölskyldur héldu yfir landamærin í leit að framtíð í landi tækifæranna. Landi sem byggt var á grunni hinnar einu sönnu mannlegu viðleitni; leitarinnar að öryggi, framtíð og friði. Landi sem lengi vel minntist uppruna síns, þar sem frelsisgyðjan Libertis sagði við hinn gamla, fáfróða heim að í framtíðarlandinu væru hinir uppgefnu, þreyttu og frelsisþyrstu velkomnir. Þetta göfuga viðhorf var framan af leiðarstef leiðtoga á heimssviðinu. En um leið er boðskapurinn djúpstæður og mikilvægur vitnisburður um uppruna allra þjóða og samfélaga frá örófi alda – þau eiga uppruna sinn og menningu að rekja til fólksflutninga, blöndunar mismunandi hópa og sífelldrar innleiðingar nýrra hugmynda, gilda og viðmiða. Villimennskan sem bandarísk yfirvöld hafa sýnt í garð þeirra sem þangað leita í von um öruggt athvarf er viðurstyggileg, en þó ekki óvænt miðað við það sem Bandaríkjaforseti lofaði í kosningabaráttu sinni. Forsetinn og handbendi hans vísa í lög máli sínu til stuðnings, en allir sjá að óþarfi er að beita þeim með þessum hætti. Forsetinn kennir minnihluta Demókrata á Bandaríkjaþingi um stöðuna, sem er auðvitað fásinna. Að mati bandarískra yfirvalda glatar einstaklingurinn mannréttindum sínum þegar hann kemur til landsins án vegabréfsáritunar. Og nú er svo komið að börn eru geymd í hundraðatali bak við lás og slá, fjarri foreldrum sínum. En þessi þjóðernisrembingur einskorðast auðvitað ekki við Bandaríkin. Við höfum séð slíkt spretta fram víða um heim á undanförnum árum, þar á meðal í Evrópu. Oft eru þetta leiðtogar sem hafa tilhneigingu til að dást að einveldistilburðum, líkt og í tilfelli Bandaríkjaforseta sem opinberlega hefur lýst aðdáun sinni á kollegum sínum í Rússlandi og Norður-Kóreu. Það ætti að vera markmið okkar sem vitum betur, okkar einstaklinganna og þeirra sem við höfum valið til að tala fyrir okkar hönd, að mótmæla þjóðrembingi og þeim hörmungum sem hljótast af honum. Þessari meinsemd verður að mæta með andófi, og leiðtogar okkar eru meðsekir þeim, sem hirða ekki um mannlega reisn og þverbrjóta á mannréttindum þeirra sem minna mega sín, láti þeir ekki í sér heyra. Sem aðili að Atlantshafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum eigum við að láta í okkur heyra, ekki bara til að mótmæla mannfyrirlitningunni í Bandaríkjunum, heldur einnig til að segja hingað og ekki lengra við þá sem telja landamærin æðri mannskepnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa bandarísk yfirvöld aðskilið rúmlega 2.300 börn frá foreldrum sínum og fangelsað. Þessar fjölskyldur héldu yfir landamærin í leit að framtíð í landi tækifæranna. Landi sem byggt var á grunni hinnar einu sönnu mannlegu viðleitni; leitarinnar að öryggi, framtíð og friði. Landi sem lengi vel minntist uppruna síns, þar sem frelsisgyðjan Libertis sagði við hinn gamla, fáfróða heim að í framtíðarlandinu væru hinir uppgefnu, þreyttu og frelsisþyrstu velkomnir. Þetta göfuga viðhorf var framan af leiðarstef leiðtoga á heimssviðinu. En um leið er boðskapurinn djúpstæður og mikilvægur vitnisburður um uppruna allra þjóða og samfélaga frá örófi alda – þau eiga uppruna sinn og menningu að rekja til fólksflutninga, blöndunar mismunandi hópa og sífelldrar innleiðingar nýrra hugmynda, gilda og viðmiða. Villimennskan sem bandarísk yfirvöld hafa sýnt í garð þeirra sem þangað leita í von um öruggt athvarf er viðurstyggileg, en þó ekki óvænt miðað við það sem Bandaríkjaforseti lofaði í kosningabaráttu sinni. Forsetinn og handbendi hans vísa í lög máli sínu til stuðnings, en allir sjá að óþarfi er að beita þeim með þessum hætti. Forsetinn kennir minnihluta Demókrata á Bandaríkjaþingi um stöðuna, sem er auðvitað fásinna. Að mati bandarískra yfirvalda glatar einstaklingurinn mannréttindum sínum þegar hann kemur til landsins án vegabréfsáritunar. Og nú er svo komið að börn eru geymd í hundraðatali bak við lás og slá, fjarri foreldrum sínum. En þessi þjóðernisrembingur einskorðast auðvitað ekki við Bandaríkin. Við höfum séð slíkt spretta fram víða um heim á undanförnum árum, þar á meðal í Evrópu. Oft eru þetta leiðtogar sem hafa tilhneigingu til að dást að einveldistilburðum, líkt og í tilfelli Bandaríkjaforseta sem opinberlega hefur lýst aðdáun sinni á kollegum sínum í Rússlandi og Norður-Kóreu. Það ætti að vera markmið okkar sem vitum betur, okkar einstaklinganna og þeirra sem við höfum valið til að tala fyrir okkar hönd, að mótmæla þjóðrembingi og þeim hörmungum sem hljótast af honum. Þessari meinsemd verður að mæta með andófi, og leiðtogar okkar eru meðsekir þeim, sem hirða ekki um mannlega reisn og þverbrjóta á mannréttindum þeirra sem minna mega sín, láti þeir ekki í sér heyra. Sem aðili að Atlantshafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum eigum við að láta í okkur heyra, ekki bara til að mótmæla mannfyrirlitningunni í Bandaríkjunum, heldur einnig til að segja hingað og ekki lengra við þá sem telja landamærin æðri mannskepnunni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun