Eina vitið – Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra Kári Stefánsson skrifar 6. júlí 2018 07:00 Bjarni, á þriðjudaginn birtist stuttur pistill á heimasíðu fjármálaráðuneytisins vegna fjölmiðlaumfjöllunar um kjör ljósmæðra. Pistillinn er í símskeytastíl og er greinilega ætlað að sýna okkur fram á að við Íslendingar gerum býsna vel við ljósmæður. Ég er feginn því að þú berð ábyrgð á honum en ekki ég. Þriðja málsgreinin í pistlinum bendir á að á síðasta áratug hafi stöðugildum ljósmæðra á Íslandi fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Við eigum sjálfsagt að draga þá ályktun að afkastageta ljósmæðranna okkar hafi minnkað í einhvers konar hlutfalli við vaxandi frekju þeirra. Þetta bréf mitt til þín skrifaði ég vegna þess að þú ert drengur góður og ég er viss um að þér eru ekki kunnugar eftirfarandi staðreyndir, annars myndirðu ekki láta svona: Um miðja síðustu öld var ungbarnadauði á Íslandi með ólíkindum og einhver sá hæsti sem skráður hefur verið í mannkynssögunni eða 238 af hverjum þúsund börnum fæddum. Í dag er hann um það bil hundrað sinnum minni eða 2 af hverjum þúsund og er lægstur í heimi hér. Það er ólýsanlegur harmurinn foreldra þegar börn þeirra deyja og ekki síst þegar þau deyja ung. Afleiðingar harmsins eru margvíslegar og meðal annars þær að lífslíkur foreldranna minnka og þá sérstaklega mæðra. Þær lifa nokkrum árum skemur fyrir vikið. Sagnfræðingar og félagsfræðingar hafa sett fram þá kenningu að mæður á öldum áður hafi verndað sig fyrir afleiðingum mikils ungbarnadauða með því að tengjast ekki nýfæddum börnum sínum sterkum böndum. Rannsóknir okkar og annarra sýna fram á að þetta er rangt vegna þess að lífslíkur mæðra á þeim tíma sem ungbarnadauðinn var mestur í landinu minnkuðu við barnsmissi til jafns á við það sem gerist í dag. Móðurástin er ekki smíðuð í konuna. Það verður ekki við hana ráðið. Hún er meðfædd. Síðan er móðurástin eitt af mikilvægustu hreyfiöflum samfélags manna. Hún kemur börnum á legg. Hún býr til konur og menn til þess að taka við landinu. Prísinn sem móðirin borgar fyrir þessa ást sem býr til samfélög er hættan á harminum mikla ef hún missir barn sitt. Það er því skylda okkar sem samfélags að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að það gerist ekki. Þannig launum við móðurinni sem samfélag fyrir ástina sem bjó okkur til. Sú staðreynd að ungbarnadauði er minni á Íslandi en annars staðar bendir til þess að við séum að þessu leyti að standa í nokkuð góðum skilum við mæður. Þetta á meðal annars rætur sínar í því að ljósmæðurnar okkar skoða verðandi mæður, taka á móti börnum við fæðingu og hafa eftirlit með mæðrum og börnum að fæðingu lokinni. Þær þurftu ekki að komast upp úr riðli og lifa af útsláttarkeppni til þess að sanna fyrir okkur að þær séu heimsmeistarar. Í þeirra tilfelli gildir gamla slagorð Silla og Valda að af ávöxtunum skuluð þið þekkja þær. Börnin okkar lifa frekar en börn annarra þessa erfiðu ferð inn í harðan heim. Bjarni, þú hlýtur að hafa þetta allt í huga þegar þú metur framlag þeirra til íslensks samfélags. Staðreyndin er svo sú að á meðan stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu hefur fjölgað um 33% og fæðingum hefur fækkað um meira en 8% hafa viðfangsefni ljósmæðra orðið flóknari með ári hverju, konur eignast börn sín eldri, og þyngri, sem fylgir aukin tíðni meðgönguvandamála, og ýmislegt af því sem áður var á höndum lækna hefur flust yfir á þær. Bjarni, þú verður að gera þér grein fyrir því að þú vinnur ekki störukeppni við ljósmæður. Það eina sem hefur áunnist með tilraun þinni til þess er að hrekja stóran hóp þeirra í flugfreyjustörf og fleiri eru á leiðinni. Sú hætta er fyrir hendi að afleiðingin verði löskuð börn og aukinn ungbarnadauði. Ég veit fyrir víst að þú ert mér og öllum öðrum Íslendingum sammála um að slíkt sé óásættanlegt. Þess vegna ráðlegg ég þér að bjóða þeim betur, vegna þess að aðrar stéttir munu ekki nota þær sem fordæmi, til þess er framlag þeirra til velferðar í samfélagi okkar of sérstakt.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kári Stefánsson Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Bjarni, á þriðjudaginn birtist stuttur pistill á heimasíðu fjármálaráðuneytisins vegna fjölmiðlaumfjöllunar um kjör ljósmæðra. Pistillinn er í símskeytastíl og er greinilega ætlað að sýna okkur fram á að við Íslendingar gerum býsna vel við ljósmæður. Ég er feginn því að þú berð ábyrgð á honum en ekki ég. Þriðja málsgreinin í pistlinum bendir á að á síðasta áratug hafi stöðugildum ljósmæðra á Íslandi fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Við eigum sjálfsagt að draga þá ályktun að afkastageta ljósmæðranna okkar hafi minnkað í einhvers konar hlutfalli við vaxandi frekju þeirra. Þetta bréf mitt til þín skrifaði ég vegna þess að þú ert drengur góður og ég er viss um að þér eru ekki kunnugar eftirfarandi staðreyndir, annars myndirðu ekki láta svona: Um miðja síðustu öld var ungbarnadauði á Íslandi með ólíkindum og einhver sá hæsti sem skráður hefur verið í mannkynssögunni eða 238 af hverjum þúsund börnum fæddum. Í dag er hann um það bil hundrað sinnum minni eða 2 af hverjum þúsund og er lægstur í heimi hér. Það er ólýsanlegur harmurinn foreldra þegar börn þeirra deyja og ekki síst þegar þau deyja ung. Afleiðingar harmsins eru margvíslegar og meðal annars þær að lífslíkur foreldranna minnka og þá sérstaklega mæðra. Þær lifa nokkrum árum skemur fyrir vikið. Sagnfræðingar og félagsfræðingar hafa sett fram þá kenningu að mæður á öldum áður hafi verndað sig fyrir afleiðingum mikils ungbarnadauða með því að tengjast ekki nýfæddum börnum sínum sterkum böndum. Rannsóknir okkar og annarra sýna fram á að þetta er rangt vegna þess að lífslíkur mæðra á þeim tíma sem ungbarnadauðinn var mestur í landinu minnkuðu við barnsmissi til jafns á við það sem gerist í dag. Móðurástin er ekki smíðuð í konuna. Það verður ekki við hana ráðið. Hún er meðfædd. Síðan er móðurástin eitt af mikilvægustu hreyfiöflum samfélags manna. Hún kemur börnum á legg. Hún býr til konur og menn til þess að taka við landinu. Prísinn sem móðirin borgar fyrir þessa ást sem býr til samfélög er hættan á harminum mikla ef hún missir barn sitt. Það er því skylda okkar sem samfélags að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að það gerist ekki. Þannig launum við móðurinni sem samfélag fyrir ástina sem bjó okkur til. Sú staðreynd að ungbarnadauði er minni á Íslandi en annars staðar bendir til þess að við séum að þessu leyti að standa í nokkuð góðum skilum við mæður. Þetta á meðal annars rætur sínar í því að ljósmæðurnar okkar skoða verðandi mæður, taka á móti börnum við fæðingu og hafa eftirlit með mæðrum og börnum að fæðingu lokinni. Þær þurftu ekki að komast upp úr riðli og lifa af útsláttarkeppni til þess að sanna fyrir okkur að þær séu heimsmeistarar. Í þeirra tilfelli gildir gamla slagorð Silla og Valda að af ávöxtunum skuluð þið þekkja þær. Börnin okkar lifa frekar en börn annarra þessa erfiðu ferð inn í harðan heim. Bjarni, þú hlýtur að hafa þetta allt í huga þegar þú metur framlag þeirra til íslensks samfélags. Staðreyndin er svo sú að á meðan stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu hefur fjölgað um 33% og fæðingum hefur fækkað um meira en 8% hafa viðfangsefni ljósmæðra orðið flóknari með ári hverju, konur eignast börn sín eldri, og þyngri, sem fylgir aukin tíðni meðgönguvandamála, og ýmislegt af því sem áður var á höndum lækna hefur flust yfir á þær. Bjarni, þú verður að gera þér grein fyrir því að þú vinnur ekki störukeppni við ljósmæður. Það eina sem hefur áunnist með tilraun þinni til þess er að hrekja stóran hóp þeirra í flugfreyjustörf og fleiri eru á leiðinni. Sú hætta er fyrir hendi að afleiðingin verði löskuð börn og aukinn ungbarnadauði. Ég veit fyrir víst að þú ert mér og öllum öðrum Íslendingum sammála um að slíkt sé óásættanlegt. Þess vegna ráðlegg ég þér að bjóða þeim betur, vegna þess að aðrar stéttir munu ekki nota þær sem fordæmi, til þess er framlag þeirra til velferðar í samfélagi okkar of sérstakt.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun