Erfið staða Ólöf Skaftadóttir skrifar 4. júlí 2018 10:00 Þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Ljóst er að uppsagnirnar hafa mikil áhrif. Útskriftum mæðra og nýbura hefur verið flýtt. Stjórnendur og sérfræðingar á spítalanum funda á átta tíma fresti vegna stöðunnar sem upp er komin. Mun færri ljósmæður eru á vakt á meðgöngu- og sængurlegudeild en lágmarkið gerir ráð fyrir. Þetta er auðvitað ótækt ástand og ekki boðlegt gagnvart þeim verðandi foreldrum sem nú bíða eftir því að eignast barn. Ljóst er að fæðingum fækkar ekki, þótt sólin láti vonandi sjá sig í nokkra daga í júlí. Álagið kemur til með að aukast á deildinni vegna almennra sumarleyfa. Á sumrin dregur einnig úr starfsemi annarra heilbrigðisstofnana í landinu. Formaður samninganefndar ljósmæðra hefur sagt félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki hækkanir umfram aðrar stéttir. Þetta ruglar umræðuna. Árið 2008 fengu ljósmæður 16 prósenta hækkun umfram önnur félög innan Bandalags háskólamanna, sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur félög innan bandalagsins. Það er þekkt að almennt er lítið svigrúm fyrir launahækkanir hér á landi án þess að þær leiði til verðbólgu og hærri vaxta. Á því tapa allir. Þannig að ef einn hópur hækkar miklu meira en annar þarf ástæðan að vera ærin, svo aðrar stéttir elti ekki. Formaðurinn segir kröfu ljósmæðra einnig þá að ljósmóðir geti lifað sómasamlega af því að vinna dagvinnu. Könnun meðal stéttarinnar bendi til þess að þær vilji 671 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði, sem jafngildir hækkun grunnlauna um 17 prósent. Fá störf eru mikilvægari en að taka á móti börnum. Það er líka ljóst að börn koma ekki í heiminn á milli níu og fimm. Starf ljósmæðra er unnið allan sólarhringinn, allan ársins hring. Á aðfangadagskvöld og afmælisdögum, nótt sem dag. Þetta vita þeir sem námið velja. Þannig er erfitt að tala um grunnlaun stétta eins og ljósmæðra. Samkvæmt kjarakönnun háskólamanna eru meðallaun ljósmæðra fyrir fullt starf um 848.224 krónur á mánuði, sem skiptast í grunnlaun, yfirvinnu, vaktaálag og önnur laun. Stéttin hefur næsthæstu tekjur allra félagsmanna. Tekjur ljósmæðra eru hærri en lögfræðinga, sálfræðinga, dýralækna, háskólakennara og ráðuneytisstarfsmanna. Eina stétt bandalagsins sem er með hærri tekjur en ljósmæður eru háskólaprófessorar. Stjórnvöld geta vitaskuld að hluta til kennt sér um hvernig komið er fyrir launabaráttu í landinu. Nægir þar að nefna vanhugsaðar ákvarðanir Kjararáðs á undanförnum misserum. Þeir sem nú standa í viðræðum við ljósmæður eru ekki öfundsverðir. Þeir þurfa að huga að hvoru tveggja; mikilvægi starfs þeirra og heilsu þjóðarbúsins. Vonandi verður samið við ljósmæður sem allra fyrst. Að þessu sinni og héðan í frá verður skynsemin þó að trompa tilfinningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Ljóst er að uppsagnirnar hafa mikil áhrif. Útskriftum mæðra og nýbura hefur verið flýtt. Stjórnendur og sérfræðingar á spítalanum funda á átta tíma fresti vegna stöðunnar sem upp er komin. Mun færri ljósmæður eru á vakt á meðgöngu- og sængurlegudeild en lágmarkið gerir ráð fyrir. Þetta er auðvitað ótækt ástand og ekki boðlegt gagnvart þeim verðandi foreldrum sem nú bíða eftir því að eignast barn. Ljóst er að fæðingum fækkar ekki, þótt sólin láti vonandi sjá sig í nokkra daga í júlí. Álagið kemur til með að aukast á deildinni vegna almennra sumarleyfa. Á sumrin dregur einnig úr starfsemi annarra heilbrigðisstofnana í landinu. Formaður samninganefndar ljósmæðra hefur sagt félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki hækkanir umfram aðrar stéttir. Þetta ruglar umræðuna. Árið 2008 fengu ljósmæður 16 prósenta hækkun umfram önnur félög innan Bandalags háskólamanna, sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur félög innan bandalagsins. Það er þekkt að almennt er lítið svigrúm fyrir launahækkanir hér á landi án þess að þær leiði til verðbólgu og hærri vaxta. Á því tapa allir. Þannig að ef einn hópur hækkar miklu meira en annar þarf ástæðan að vera ærin, svo aðrar stéttir elti ekki. Formaðurinn segir kröfu ljósmæðra einnig þá að ljósmóðir geti lifað sómasamlega af því að vinna dagvinnu. Könnun meðal stéttarinnar bendi til þess að þær vilji 671 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði, sem jafngildir hækkun grunnlauna um 17 prósent. Fá störf eru mikilvægari en að taka á móti börnum. Það er líka ljóst að börn koma ekki í heiminn á milli níu og fimm. Starf ljósmæðra er unnið allan sólarhringinn, allan ársins hring. Á aðfangadagskvöld og afmælisdögum, nótt sem dag. Þetta vita þeir sem námið velja. Þannig er erfitt að tala um grunnlaun stétta eins og ljósmæðra. Samkvæmt kjarakönnun háskólamanna eru meðallaun ljósmæðra fyrir fullt starf um 848.224 krónur á mánuði, sem skiptast í grunnlaun, yfirvinnu, vaktaálag og önnur laun. Stéttin hefur næsthæstu tekjur allra félagsmanna. Tekjur ljósmæðra eru hærri en lögfræðinga, sálfræðinga, dýralækna, háskólakennara og ráðuneytisstarfsmanna. Eina stétt bandalagsins sem er með hærri tekjur en ljósmæður eru háskólaprófessorar. Stjórnvöld geta vitaskuld að hluta til kennt sér um hvernig komið er fyrir launabaráttu í landinu. Nægir þar að nefna vanhugsaðar ákvarðanir Kjararáðs á undanförnum misserum. Þeir sem nú standa í viðræðum við ljósmæður eru ekki öfundsverðir. Þeir þurfa að huga að hvoru tveggja; mikilvægi starfs þeirra og heilsu þjóðarbúsins. Vonandi verður samið við ljósmæður sem allra fyrst. Að þessu sinni og héðan í frá verður skynsemin þó að trompa tilfinningar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun