Konur, rísið upp – krefjist samninga við ljósmæður! Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 4. júlí 2018 06:00 Sú furðulega staðreynd blasir við að hjúkrunarfræðingar sem ákveða að bæta við sig tveggja ára háskólanámi og gerast ljósmæður lækka í launum. Ætli þetta gerist nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli? Hvernig stendur á því að ríkið leiðréttir ekki þessa fáránlegu vitleysu? Jú, staðan er þannig að í hvert sinn sem reynt er að leiðrétta laun ákveðinna hópa, og þá meina ég að leiðrétta augljóst misrétti, ætlar allt vitlaust að verða. ASÍ notaði bráðnauðsynlega launahækkun grunnskóla- og tónlistarkennara til að lýsa yfir forsendubresti á vinnumarkaði. Það má öllum ljóst vera að þjóðfélag okkar þarf á vel menntuðum kennurum að halda og ekki síður vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki, þar með töldum ljósmæðrum. Hvað er mikilvægara í einu þjóðfélagi en að búa vel að börnum frá fæðingu og til fullorðinsára? Sú var tíð að kvennahreyfingin á Íslandi setti heilbrigðismál og þá sérstaklega heilsu kvenna í öndvegi þegar ríkisvaldið brást. Kvennahreyfingin safnaði ótrúlega miklum peningum til byggingar Landspítala, hún safnaði líka fyrir sérstakri kvennadeild og konur hafa stutt dyggilega við baráttuna gegn brjóstakrabbameini, að ekki sé minnst á Barnaspítala Hringsins. Kvennahreyfingin hefur líka lengi barist fyrir launajafnrétti kynjanna og því að störf kvenna séu metin að verðleikum en á því hefur verið mikill misbrestur. Nú er heilsu mæðra og ungbarna ógnað. Verðandi mæður eru kvíðafullar. Ljósmæður eru að hætta störfum eftir árangurslausa kjarabaráttu mánuðum saman. Nú verðum við að rísa upp, konur þessa lands, og krefjast þess að menntun ljósmæðra verði metin eins og hver önnur háskólamenntun og að störfum þeirra verði sýnd sú virðing sem þeim ber. Ég skora á kvennahreyfingar um allt land að láta í sér heyra, mótmælum allar. Sendum skilaboð til ríkisstjórnarinnar: það verður að semja og það strax! Líf og heilsa kvenna og ungbarna er í veði. Samningar við ljósmæður snúast um réttlæti og þeir ógna hvorki einu né neinu á vinnumarkaði.Höfundur er fv. þingkona Kvennalistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Sú furðulega staðreynd blasir við að hjúkrunarfræðingar sem ákveða að bæta við sig tveggja ára háskólanámi og gerast ljósmæður lækka í launum. Ætli þetta gerist nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli? Hvernig stendur á því að ríkið leiðréttir ekki þessa fáránlegu vitleysu? Jú, staðan er þannig að í hvert sinn sem reynt er að leiðrétta laun ákveðinna hópa, og þá meina ég að leiðrétta augljóst misrétti, ætlar allt vitlaust að verða. ASÍ notaði bráðnauðsynlega launahækkun grunnskóla- og tónlistarkennara til að lýsa yfir forsendubresti á vinnumarkaði. Það má öllum ljóst vera að þjóðfélag okkar þarf á vel menntuðum kennurum að halda og ekki síður vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki, þar með töldum ljósmæðrum. Hvað er mikilvægara í einu þjóðfélagi en að búa vel að börnum frá fæðingu og til fullorðinsára? Sú var tíð að kvennahreyfingin á Íslandi setti heilbrigðismál og þá sérstaklega heilsu kvenna í öndvegi þegar ríkisvaldið brást. Kvennahreyfingin safnaði ótrúlega miklum peningum til byggingar Landspítala, hún safnaði líka fyrir sérstakri kvennadeild og konur hafa stutt dyggilega við baráttuna gegn brjóstakrabbameini, að ekki sé minnst á Barnaspítala Hringsins. Kvennahreyfingin hefur líka lengi barist fyrir launajafnrétti kynjanna og því að störf kvenna séu metin að verðleikum en á því hefur verið mikill misbrestur. Nú er heilsu mæðra og ungbarna ógnað. Verðandi mæður eru kvíðafullar. Ljósmæður eru að hætta störfum eftir árangurslausa kjarabaráttu mánuðum saman. Nú verðum við að rísa upp, konur þessa lands, og krefjast þess að menntun ljósmæðra verði metin eins og hver önnur háskólamenntun og að störfum þeirra verði sýnd sú virðing sem þeim ber. Ég skora á kvennahreyfingar um allt land að láta í sér heyra, mótmælum allar. Sendum skilaboð til ríkisstjórnarinnar: það verður að semja og það strax! Líf og heilsa kvenna og ungbarna er í veði. Samningar við ljósmæður snúast um réttlæti og þeir ógna hvorki einu né neinu á vinnumarkaði.Höfundur er fv. þingkona Kvennalistans
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar