Fær 16 milljónir í bætur vegna rangrar meðferðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 10:14 Héraðsdómur Reykjavíkur. Fréttablaðið/valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni sextán milljónir króna vegna mistaka við sjúkdómsgreiningu þegar maðurinn leitaði til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna langvarandi verkja á milli herðablaða. Á nýársdag 2011 leitaði maðurinn til heilbrigðisstofnunarinnar og kvartaði undan fyrrgreindu ástandi. Sagðist maðurinn hafa verið stanslausan verk á milli herðablaðanna í nokkra daga. Var maðurinn greindur með bakflæði og voru honum ávísuð lyf vegna þess. Í september 2012 leitaði hann aftur til heilbrigðisstofnunarinnar vegna mikilla verkja á milli herðablaða. Var hann þá greindur með kransæðastíflu og sendur með sjúkrabíl í forgangsakstri til Reykjavíkur. Gekkst maðurinn undir hjartaþræðingu en alls fór hann í þrjár slíkar á nokkurra vikna tímabili.Hafði veruleg áhrif á störf mannsins að mati matsmanna Sjúkratryggingar Íslands greiddu manninum bætur vegna málsins, alls rúmlega tíu milljónir og taldi íslensa ríkið því að tjón mannsins hafi verið bætt. Í matsgerð sem lögð var fyrir dóminn kom fram það mat álitsmanna að sú meðferð sem stefnandi fékk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á nýársdag 2011 hefði verið með öllu ófullnægjandi, hefði hann verið skoðaður með fullnægjandi hætti hefði mögulega mátt koma í veg fyrir hjartaáfallið í september 2012. Töldu matsmenn líklegt að maðurinn myndi þurfa að minnka vinnu í framtíðinni, gæti ekki unnið vaktavinnu og að hann gæti þurft að skipta um starfsvettvang og stunda léttari störf auk þess sem hætta á uppsögn væri til staðar. Í skýrslu hjartalæknis var einnig skýrt að drep í hjartavöðva mannsins væri til þess fallið að draga verulega úr starfsgetu hans og að ólíklegra væri að hann gæti stundað vinnu til lengri tíma litið en einstaklingur með heilbrigt hjarta. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að íslenska ríkinu hafi ekki tekist að sýna fram á að matsgerðin væri haldin slíkum göllum að hún væri ekki lögð til grundvallar í málinu og var hún því lögð til grundvallar. Fallist var á að heildartjón mannsins næmi 16,6 milljónum króna, auk vaxta, að frádregnum þeim bótum sem hann hafði þegar fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands.Þá þarf íslenska ríkið einnig að greiða málskostnað, 1,4 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni sextán milljónir króna vegna mistaka við sjúkdómsgreiningu þegar maðurinn leitaði til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna langvarandi verkja á milli herðablaða. Á nýársdag 2011 leitaði maðurinn til heilbrigðisstofnunarinnar og kvartaði undan fyrrgreindu ástandi. Sagðist maðurinn hafa verið stanslausan verk á milli herðablaðanna í nokkra daga. Var maðurinn greindur með bakflæði og voru honum ávísuð lyf vegna þess. Í september 2012 leitaði hann aftur til heilbrigðisstofnunarinnar vegna mikilla verkja á milli herðablaða. Var hann þá greindur með kransæðastíflu og sendur með sjúkrabíl í forgangsakstri til Reykjavíkur. Gekkst maðurinn undir hjartaþræðingu en alls fór hann í þrjár slíkar á nokkurra vikna tímabili.Hafði veruleg áhrif á störf mannsins að mati matsmanna Sjúkratryggingar Íslands greiddu manninum bætur vegna málsins, alls rúmlega tíu milljónir og taldi íslensa ríkið því að tjón mannsins hafi verið bætt. Í matsgerð sem lögð var fyrir dóminn kom fram það mat álitsmanna að sú meðferð sem stefnandi fékk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á nýársdag 2011 hefði verið með öllu ófullnægjandi, hefði hann verið skoðaður með fullnægjandi hætti hefði mögulega mátt koma í veg fyrir hjartaáfallið í september 2012. Töldu matsmenn líklegt að maðurinn myndi þurfa að minnka vinnu í framtíðinni, gæti ekki unnið vaktavinnu og að hann gæti þurft að skipta um starfsvettvang og stunda léttari störf auk þess sem hætta á uppsögn væri til staðar. Í skýrslu hjartalæknis var einnig skýrt að drep í hjartavöðva mannsins væri til þess fallið að draga verulega úr starfsgetu hans og að ólíklegra væri að hann gæti stundað vinnu til lengri tíma litið en einstaklingur með heilbrigt hjarta. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að íslenska ríkinu hafi ekki tekist að sýna fram á að matsgerðin væri haldin slíkum göllum að hún væri ekki lögð til grundvallar í málinu og var hún því lögð til grundvallar. Fallist var á að heildartjón mannsins næmi 16,6 milljónum króna, auk vaxta, að frádregnum þeim bótum sem hann hafði þegar fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands.Þá þarf íslenska ríkið einnig að greiða málskostnað, 1,4 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira