Trump býður Pútín til Washington í haust Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2018 21:00 Donald Trump og Vladimir Putin í Helsinki. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað John Bolton, þjóðaröryggisráðjafa sínum, að bjóða Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til Washington í haust. Forsetarnir ræddu áframhaldandi viðræður á fundi þeirra í Helsinki í byrjun vikunnar og er heimboðið liður í því. Sarah Sanders, talskona Trump, tilkynnti þetta á Twitter nú í kvöld, þrátt fyrir að Trump hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir fund þeirra í Helsinki. Fyrr í dag skrifaði Trump á Twitter að fundur þeirra í Helsinki hefði heppnast einstaklega vel og hann hlakkaði til þess að hitta Pútín á nýjan leik. Þá gætu þeir haldið áfram viðræðum sínum og nefndi hann dæmi um að þeir hefðu meðal annars rætt málefni Ísrael, hryðjuverk, fækkun kjarnorkuvopna, tölvuárásir, milliríkjaviðskipti, Úkraínu, frið í Mið-Austurlöndum og Norður-Kóreu.The Summit with Russia was a great success, except with the real enemy of the people, the Fake News Media. I look forward to our second meeting so that we can start implementing some of the many things discussed, including stopping terrorism, security for Israel, nuclear........ — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018....proliferation, cyber attacks, trade, Ukraine, Middle East peace, North Korea and more. There are many answers, some easy and some hard, to these problems...but they can ALL be solved! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018 Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. Hann heimsótti síðast Hvíta húsið í byrjun síðasta áratugar þegar George W. Bush var forseti. Dan Coats, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, komst að því að Pútín væri boðið til Washington þar sem hann var staddur á sviði á öryggisráðstefnu í Aspen. Hans fyrstu viðbrögð voru: „Segðu þetta aftur“. Því næst sagði hann: „Okei....Það verður sérstakt.“ Coats hafði áður verið að ræða afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og áframhaldandi tölvuárásir þeirra á Bandaríkin. Hann sagði meðal annars að ekkert annað ríki kæmi nærri því að beita jafn mörgum árásum gegn Bandaríkjunum og Rússland. Hann sagði sömuleiðis að hann vissi ekki hvað Trump og Pútín hefðu rætt sín á milli í Helsinki þar sem enginn var með þeim í herberginu nema tveir túlkar. Þá bætti hann við að hann hefði ráðlagt Trump að funda ekki einn með Pútín en það væri ekki starf hans.Director of National Intelligence Dan Coats informed on stage at Aspen Security Forum that the Trump administration has invited Vladimir Putin to the White House. "Say that again," he responds. https://t.co/RBdhdILVaspic.twitter.com/TZal1Xb4Yi — ABC News (@ABC) July 19, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað John Bolton, þjóðaröryggisráðjafa sínum, að bjóða Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til Washington í haust. Forsetarnir ræddu áframhaldandi viðræður á fundi þeirra í Helsinki í byrjun vikunnar og er heimboðið liður í því. Sarah Sanders, talskona Trump, tilkynnti þetta á Twitter nú í kvöld, þrátt fyrir að Trump hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir fund þeirra í Helsinki. Fyrr í dag skrifaði Trump á Twitter að fundur þeirra í Helsinki hefði heppnast einstaklega vel og hann hlakkaði til þess að hitta Pútín á nýjan leik. Þá gætu þeir haldið áfram viðræðum sínum og nefndi hann dæmi um að þeir hefðu meðal annars rætt málefni Ísrael, hryðjuverk, fækkun kjarnorkuvopna, tölvuárásir, milliríkjaviðskipti, Úkraínu, frið í Mið-Austurlöndum og Norður-Kóreu.The Summit with Russia was a great success, except with the real enemy of the people, the Fake News Media. I look forward to our second meeting so that we can start implementing some of the many things discussed, including stopping terrorism, security for Israel, nuclear........ — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018....proliferation, cyber attacks, trade, Ukraine, Middle East peace, North Korea and more. There are many answers, some easy and some hard, to these problems...but they can ALL be solved! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2018 Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. Hann heimsótti síðast Hvíta húsið í byrjun síðasta áratugar þegar George W. Bush var forseti. Dan Coats, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, komst að því að Pútín væri boðið til Washington þar sem hann var staddur á sviði á öryggisráðstefnu í Aspen. Hans fyrstu viðbrögð voru: „Segðu þetta aftur“. Því næst sagði hann: „Okei....Það verður sérstakt.“ Coats hafði áður verið að ræða afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og áframhaldandi tölvuárásir þeirra á Bandaríkin. Hann sagði meðal annars að ekkert annað ríki kæmi nærri því að beita jafn mörgum árásum gegn Bandaríkjunum og Rússland. Hann sagði sömuleiðis að hann vissi ekki hvað Trump og Pútín hefðu rætt sín á milli í Helsinki þar sem enginn var með þeim í herberginu nema tveir túlkar. Þá bætti hann við að hann hefði ráðlagt Trump að funda ekki einn með Pútín en það væri ekki starf hans.Director of National Intelligence Dan Coats informed on stage at Aspen Security Forum that the Trump administration has invited Vladimir Putin to the White House. "Say that again," he responds. https://t.co/RBdhdILVaspic.twitter.com/TZal1Xb4Yi — ABC News (@ABC) July 19, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira