Trump segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2018 18:34 Trump í opinberri heimsókn í Bretlandi í vikunni. Hann hefur dvalið í Skotlandi síðan á föstudag og spilað þar golf. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forsetanum í viðtali fréttamannsins Jeff Glor á CBS-sjónvarpsstöðinni sem sýnt var í dag. Trump var inntur eftir því hver væri helsti óvinur Bandaríkjanna á alþjóðavísu um þessar mundir og sagðist forsetinn telja að Bandaríkin ættu sér fjölmarga óvini. „Mér finnst Evrópusambandið vera óvinur, það sem þau gera okkur í viðskiptum. Þér myndi ekki detta Evrópusambandið í hug en það er óvinur,“ sagði Trump. Hann bætti þó við að það þýddi ekki að Evróusambandið væri „slæmt“ heldur að það væri samkeppnishæft.Sjá einnig: Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Glor benti þá á að mörgum þætti eflaust einkennilegt að heyra Trump nefna Evrópusambandið á undan Rússlandi og Kína í þessu samhengi. Forsetinn ítrekaði þá að hann álliti Evrópusambandið óvin vegna viðskiptastefnu þess og að sambandið hefði haft Bandaríkin að féþúfu. Þá bað hann Glor að gleyma því ekki að báðir foreldrar hans væru fæddir í Evrópusambandsríkjum, móðir hans í Skotlandi og faðir hans í Þýskalandi. Hið síðarnefnda virðist þó ekki alveg rétt, þar eð faðir Bandaríkjaforseta, Fred Trump, fæddist í New York-borg árið 1905. Foreldrar hans, amma og afi forsetans, voru hins vegar þýskir innflytjendur. Svar Trumps hefur einkum vakið athygli vegna þess að það virðist nokkuð á skjön við utanríkisstefnu ríkisstjórnar hans. Í janúar 2017 var ný varnarmálastefna ríkisins kynnt en hún beindist að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Viðtal Jeff Glor við Donald Trump Bandaríkjaforseta má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills "Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. 15. júlí 2018 09:15 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forsetanum í viðtali fréttamannsins Jeff Glor á CBS-sjónvarpsstöðinni sem sýnt var í dag. Trump var inntur eftir því hver væri helsti óvinur Bandaríkjanna á alþjóðavísu um þessar mundir og sagðist forsetinn telja að Bandaríkin ættu sér fjölmarga óvini. „Mér finnst Evrópusambandið vera óvinur, það sem þau gera okkur í viðskiptum. Þér myndi ekki detta Evrópusambandið í hug en það er óvinur,“ sagði Trump. Hann bætti þó við að það þýddi ekki að Evróusambandið væri „slæmt“ heldur að það væri samkeppnishæft.Sjá einnig: Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Glor benti þá á að mörgum þætti eflaust einkennilegt að heyra Trump nefna Evrópusambandið á undan Rússlandi og Kína í þessu samhengi. Forsetinn ítrekaði þá að hann álliti Evrópusambandið óvin vegna viðskiptastefnu þess og að sambandið hefði haft Bandaríkin að féþúfu. Þá bað hann Glor að gleyma því ekki að báðir foreldrar hans væru fæddir í Evrópusambandsríkjum, móðir hans í Skotlandi og faðir hans í Þýskalandi. Hið síðarnefnda virðist þó ekki alveg rétt, þar eð faðir Bandaríkjaforseta, Fred Trump, fæddist í New York-borg árið 1905. Foreldrar hans, amma og afi forsetans, voru hins vegar þýskir innflytjendur. Svar Trumps hefur einkum vakið athygli vegna þess að það virðist nokkuð á skjön við utanríkisstefnu ríkisstjórnar hans. Í janúar 2017 var ný varnarmálastefna ríkisins kynnt en hún beindist að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Viðtal Jeff Glor við Donald Trump Bandaríkjaforseta má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills "Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. 15. júlí 2018 09:15 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30
Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41
Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills "Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. 15. júlí 2018 09:15