Hugað að hæfni í ferðaþjónustu María Guðmundsdóttir skrifar 12. júlí 2018 07:00 Samtök ferðaþjónustunnar fagna nýútkominni skýrslu um færniþörf á vinnumarkaði en Ísland hefur lengi verið eftirbátur Evrópuríkja þegar kemur að því að leggja mat á hæfni- og menntunarþörf á vinnumarkaði til skemmri og lengri tíma. Skýrslan var unnin af sérfræðingahópi fulltrúa frá SA, ASÍ, Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun. Sérfræðingahópurinn leggur til að tekið verði upp spáferli um færniþróun á vinnumarkaði hér á landi og að horft verði til reynslu nágrannaþjóða í þeim efnum.Markmið færnispár Hver er svo tilgangurinn með færnispám? Í skýrslunni segir að markmiðið með þeim sé að aðstoða þá sem koma að ákvarðanatöku um menntun og þjálfun, auk lykilhagsmunaaðila á vinnumarkaði, og einstaklinga til að taka upplýstar ákvarðanir um menntun og færni en þannig megi stuðla að betra og skilvirkara atvinnulífi og auka samkeppnishæfni Íslands. Óhætt er að segja að færni (hæfni) sé mikilvægur innviður í efnahagslífinu og ákvarðanir varðandi færni einstaklinga hafi því mikil áhrif á velmegun til framtíðar. Skýrslan er jafnframt mikilvægt skref í því að opna augu okkar fyrir því að einblína ekki um of á formlega menntun starfsmanna, heldur að menntunin og færnin henti atvinnulífinu og þeim störfum sem eru á vinnumarkaði. Frá hruni hefur sú þróun orðið að vaxandi misræmi er milli menntunar og starfa á vinnumarkaði. Þetta leiðir til þess að einstaklingar ráða sig í störf sem þeir eru annaðhvort of færir í eða störf sem krefjast færni sem þá skortir. Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði hefur versnað undanfarin ár en hér á landi er fjölbreytt framboð af háskólamenntun. Tegund háskólamenntunar er þó ekki endilega í samræmi við þau störf sem verða til á vinnumarkaði hér á landi. Fjárfestum í hæfni Gríðarlegur vöxtur hefur orðið í ferðaþjónustu á undandförnum árum en árið 2016 gaf Stjórnstöð ferðamála með aðkomu Samtaka ferðaþjónustunnar út skýrsluna „Fjárfestum í hæfni starfsmanna“ með tillögum um mannafla, hæfni og gæði í ferðaþjónustu. Helstu tillögur skýrslunnar snérust um að menntun og þjálfun í ferðaþjónustu yrði markvissari og miðaði að þörfum ferðaþjónustunnar. Jafnframt var lögð áhersla á mikilvægi þrepaskipts starfsnáms í ferðaþjónustu ásamt því að ferðaþjónustan yrði arðsöm atvinnugrein sem nyti virðingar og að eftirsótt yrði að starfa innan hennar. Í skýrslunni er lögð áhersla á að kortleggja betur störf í ferðaþjónustu og að lagt verði mat á hæfniþörf innan ferðaþjónustunnar til næstu ára og áratuga við stefnumótun í atvinnu- og menntamálum. Ný nálgun með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar Til að sinna því verkefni var Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sett á laggirnar. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi á forsendum greinarinnar. Setrið er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. sem er í eigu aðila vinnumarkaðarins. Starfsemi Hæfnisetursins hefur verið tryggð næstu þrjú árin, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur rúmlega 50 m.kr. árlega til verkefnisins. Fyrsta starfsár Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er afstaðið. Óhætt er að fullyrða að í heildina gangi verkefnið vel og að það veki verðskuldaða athygli fyrir nýja nálgun í þessari ört vaxandi atvinnugrein og að hugsanlega geti það orðið öðrum atvinnugreinum til eftirbreytni, m.a. til eflingar á þrepaskiptu starfsnámi í landinu. Hægt er að kynna sér starfsemi Hæfnisetursins nánar á vefsíðunni hæfni.is.Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og formaður stýrihóps Hæfniseturs ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar fagna nýútkominni skýrslu um færniþörf á vinnumarkaði en Ísland hefur lengi verið eftirbátur Evrópuríkja þegar kemur að því að leggja mat á hæfni- og menntunarþörf á vinnumarkaði til skemmri og lengri tíma. Skýrslan var unnin af sérfræðingahópi fulltrúa frá SA, ASÍ, Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun. Sérfræðingahópurinn leggur til að tekið verði upp spáferli um færniþróun á vinnumarkaði hér á landi og að horft verði til reynslu nágrannaþjóða í þeim efnum.Markmið færnispár Hver er svo tilgangurinn með færnispám? Í skýrslunni segir að markmiðið með þeim sé að aðstoða þá sem koma að ákvarðanatöku um menntun og þjálfun, auk lykilhagsmunaaðila á vinnumarkaði, og einstaklinga til að taka upplýstar ákvarðanir um menntun og færni en þannig megi stuðla að betra og skilvirkara atvinnulífi og auka samkeppnishæfni Íslands. Óhætt er að segja að færni (hæfni) sé mikilvægur innviður í efnahagslífinu og ákvarðanir varðandi færni einstaklinga hafi því mikil áhrif á velmegun til framtíðar. Skýrslan er jafnframt mikilvægt skref í því að opna augu okkar fyrir því að einblína ekki um of á formlega menntun starfsmanna, heldur að menntunin og færnin henti atvinnulífinu og þeim störfum sem eru á vinnumarkaði. Frá hruni hefur sú þróun orðið að vaxandi misræmi er milli menntunar og starfa á vinnumarkaði. Þetta leiðir til þess að einstaklingar ráða sig í störf sem þeir eru annaðhvort of færir í eða störf sem krefjast færni sem þá skortir. Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði hefur versnað undanfarin ár en hér á landi er fjölbreytt framboð af háskólamenntun. Tegund háskólamenntunar er þó ekki endilega í samræmi við þau störf sem verða til á vinnumarkaði hér á landi. Fjárfestum í hæfni Gríðarlegur vöxtur hefur orðið í ferðaþjónustu á undandförnum árum en árið 2016 gaf Stjórnstöð ferðamála með aðkomu Samtaka ferðaþjónustunnar út skýrsluna „Fjárfestum í hæfni starfsmanna“ með tillögum um mannafla, hæfni og gæði í ferðaþjónustu. Helstu tillögur skýrslunnar snérust um að menntun og þjálfun í ferðaþjónustu yrði markvissari og miðaði að þörfum ferðaþjónustunnar. Jafnframt var lögð áhersla á mikilvægi þrepaskipts starfsnáms í ferðaþjónustu ásamt því að ferðaþjónustan yrði arðsöm atvinnugrein sem nyti virðingar og að eftirsótt yrði að starfa innan hennar. Í skýrslunni er lögð áhersla á að kortleggja betur störf í ferðaþjónustu og að lagt verði mat á hæfniþörf innan ferðaþjónustunnar til næstu ára og áratuga við stefnumótun í atvinnu- og menntamálum. Ný nálgun með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar Til að sinna því verkefni var Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sett á laggirnar. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi á forsendum greinarinnar. Setrið er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. sem er í eigu aðila vinnumarkaðarins. Starfsemi Hæfnisetursins hefur verið tryggð næstu þrjú árin, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur rúmlega 50 m.kr. árlega til verkefnisins. Fyrsta starfsár Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er afstaðið. Óhætt er að fullyrða að í heildina gangi verkefnið vel og að það veki verðskuldaða athygli fyrir nýja nálgun í þessari ört vaxandi atvinnugrein og að hugsanlega geti það orðið öðrum atvinnugreinum til eftirbreytni, m.a. til eflingar á þrepaskiptu starfsnámi í landinu. Hægt er að kynna sér starfsemi Hæfnisetursins nánar á vefsíðunni hæfni.is.Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og formaður stýrihóps Hæfniseturs ferðaþjónustunnar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun