Stefnir á að bæta Íslandsmetið Hjörvar Ólafsson skrifar 10. júlí 2018 08:30 Andrea Kolbeinsdóttir á meistaramóti ÍR. Andrea Kolbeinsdóttir keppir í undanrásum í 3.000 metra hindrunarhlaupi á heimsmeistaramótinu fyrir frjálsíþróttafólk sem er 20 ára eða yngra og haldið er í Tampere í Finnlandi þessa dagana. „Við tókum æfingu á keppnisvellinum í hádeginu í gær og það var mikil stemming. Það er mjög gaman að æfa á sama stað og sterkasta frjálsíþróttafólk í heimi í þessum aldursflokki. Í minni grein er til að mynda Keníubúinn Celliphine Chepteek Chespol mætt til leiks, en hún er besti keppandinn í þessari grein bara yfir höfuð, það er í fullorðinsflokki einnig,“ segir Andrea í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er með því stærsta sem ég hef gert á hlaupaferlinum, en þetta er á pari við það þegar ég setti Íslandsmet í hálfu maraþoni þegar ég keppti í fullorðinsflokki í greininni í Valencia í mars. Það er draumur minn að keppa einhvern tímann í heilu maraþoni og vonandi tekst mér það einn daginn. Markmið mitt í þessu móti er að bæta Íslandsmet mitt,“ segir Andrea sem náði lágmarki á mótið og bætti í leiðinni Íslandsmetið í júní síðastliðnum. Hún hljóp þá á 10:31,69 mínútum. Til samanburðar má nefna að Celliphine Chepteek Chespol sem þykir sigurstranglegust á mótinu hefur hlaupið best á 8:58,78 mínútum sem er næsthraðasti tími í greininni frá upphafi. Því fer Andrea með raunhæfar væntingar inn í mótið. „Mitt hlaupaprógramm miðast aðallega við það að hlaupa 5.000 metra og upp í hálft maraþon [21 kílómetra]. Þessi grein, 3.000 metra hindrunarhlaup, er skemmtileg viðbót sem ég æfi ekki alla jafna nema bara skömmu fyrir þau mót sem ég hyggst taka þátt í. Það verður erfitt að komast upp úr undanrásunum, en það eru um það bil 40 keppendur skráðir til leiks og 15 bestu tímarnir fara í úrslit. Það er fínt að sleppa við Chespol úr mínum riðli þar sem hún mun halda tempóinu mjög háu í sínum riðli. Mín taktík er að byrja ekki of skarpt, en reyna að halda þó í við fremstu keppendur og ná svo góðum endaspretti,“ segir Andrea um markmið sín fyrir mótið. Spennandi tímar eru fram undan hjá Andreu sem útskrifaðist sem stúdent úr Verslunarskóla Íslands í vor. Hún er þó svekkt yfir að missa af Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupið er í ágúst, en hún verður komin vestur um haf á þeim tíma. „Ég er á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum í haust á frjálsíþróttastyrk. Förinni er heitið til Kaliforníu þar sem ég mun læra Health science [heilbrigðisvísindi] í CBU og æfa frjálsar íþróttir á fullu samhliða því. Þetta er grunnnám fyrir læknisfræði sem ég stefni á að læra í framhaldinu. Aðaláherslan þar ytra er á vegalengdir upp að 10.000 metrum, þannig að ég mun einblína á það. Það verður leiðinlegt að missa af Reykjavíkurmaraþoninu, en það verður hins vegar gaman að hefja nýja áskorun á skemmtilegum stað,“ segir Andrea um framhaldið.Hjörvar Ólafsson Frjálsar íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Andrea Kolbeinsdóttir keppir í undanrásum í 3.000 metra hindrunarhlaupi á heimsmeistaramótinu fyrir frjálsíþróttafólk sem er 20 ára eða yngra og haldið er í Tampere í Finnlandi þessa dagana. „Við tókum æfingu á keppnisvellinum í hádeginu í gær og það var mikil stemming. Það er mjög gaman að æfa á sama stað og sterkasta frjálsíþróttafólk í heimi í þessum aldursflokki. Í minni grein er til að mynda Keníubúinn Celliphine Chepteek Chespol mætt til leiks, en hún er besti keppandinn í þessari grein bara yfir höfuð, það er í fullorðinsflokki einnig,“ segir Andrea í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er með því stærsta sem ég hef gert á hlaupaferlinum, en þetta er á pari við það þegar ég setti Íslandsmet í hálfu maraþoni þegar ég keppti í fullorðinsflokki í greininni í Valencia í mars. Það er draumur minn að keppa einhvern tímann í heilu maraþoni og vonandi tekst mér það einn daginn. Markmið mitt í þessu móti er að bæta Íslandsmet mitt,“ segir Andrea sem náði lágmarki á mótið og bætti í leiðinni Íslandsmetið í júní síðastliðnum. Hún hljóp þá á 10:31,69 mínútum. Til samanburðar má nefna að Celliphine Chepteek Chespol sem þykir sigurstranglegust á mótinu hefur hlaupið best á 8:58,78 mínútum sem er næsthraðasti tími í greininni frá upphafi. Því fer Andrea með raunhæfar væntingar inn í mótið. „Mitt hlaupaprógramm miðast aðallega við það að hlaupa 5.000 metra og upp í hálft maraþon [21 kílómetra]. Þessi grein, 3.000 metra hindrunarhlaup, er skemmtileg viðbót sem ég æfi ekki alla jafna nema bara skömmu fyrir þau mót sem ég hyggst taka þátt í. Það verður erfitt að komast upp úr undanrásunum, en það eru um það bil 40 keppendur skráðir til leiks og 15 bestu tímarnir fara í úrslit. Það er fínt að sleppa við Chespol úr mínum riðli þar sem hún mun halda tempóinu mjög háu í sínum riðli. Mín taktík er að byrja ekki of skarpt, en reyna að halda þó í við fremstu keppendur og ná svo góðum endaspretti,“ segir Andrea um markmið sín fyrir mótið. Spennandi tímar eru fram undan hjá Andreu sem útskrifaðist sem stúdent úr Verslunarskóla Íslands í vor. Hún er þó svekkt yfir að missa af Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupið er í ágúst, en hún verður komin vestur um haf á þeim tíma. „Ég er á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum í haust á frjálsíþróttastyrk. Förinni er heitið til Kaliforníu þar sem ég mun læra Health science [heilbrigðisvísindi] í CBU og æfa frjálsar íþróttir á fullu samhliða því. Þetta er grunnnám fyrir læknisfræði sem ég stefni á að læra í framhaldinu. Aðaláherslan þar ytra er á vegalengdir upp að 10.000 metrum, þannig að ég mun einblína á það. Það verður leiðinlegt að missa af Reykjavíkurmaraþoninu, en það verður hins vegar gaman að hefja nýja áskorun á skemmtilegum stað,“ segir Andrea um framhaldið.Hjörvar Ólafsson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira