40 árum seinna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. júlí 2018 10:00 Níu mánuðum eftir að sæði og eggfruma áttu stefnumót í ræktunarskál á rannsóknarstofu á Bretlandi – undir hárréttum kringumstæðum og vökulu auga vísindamanns – kom Louise Brown í heiminn þann 25. júlí árið 1978, á Oldham-sjúkrahúsinu í Manchester. Louise litla var fyrsta glasabarnið. Um þessar mundir eru fjörutíu ár liðin frá því að þessi nútímalega ástarsaga átti sér stað. Fæðing Louise Brown er eitt mesta afrek vísindasögunnar. Ekki minna afrek en tunglgangan níu árum áður. Tæknifrjóvgun hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarna áratugi, og er í dag samheiti yfir nokkrar meðferðir við ófrjósemi, eins og glasafrjóvgun, smásjárfrjóvgun, uppsetningu frystra fósturvísa og tæknisæðingar. Foreldrar Louise Brown voru þeir fyrstu sem eignuðust barn eftir tæknifrjóvgun og síðan þá hafa sex milljónir foreldra gert slíkt hið sama. Þar á meðal eru foreldrar íslensks drengs sem varð þrítugur fyrr á þessu ári. Íslendingar fengu fyrsta glasabarnið árið 1988. Í dag eiga 3,3 til 4,3 prósent allra fæðinga á Íslandi rætur að rekja til tæknifrjóvgunar. Tæknifrjóvgun hefur á tiltölulega stuttum tíma bylt hugmyndum okkar um hina hefðbundnu fjölskyldu. Með tækninni hefur það ekki aðeins breyst hvernig við eignumst börn, heldur hverjir geta eignast börn. Í dag geta gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi fengið tækifæri til að eignast barn, sama á við um lesbíska konu sem vill bera egg konu sinnar. Einhleyp kona getur freistað þess að eignast barn án aðkomu karlmanns. Allir eiga skilið þann möguleika að geta eignast barn, og með tæknifrjóvgun er það í flestum tilfellum raunin, sama hvort einstaklingurinn glímir við líkamlega eða félagslega ófrjósemi. Tæknifrjóvganir eru og verða vettvangur umræðu um flókin siðferðileg álitamál. Slíkt hlýtur að vera vitnisburður um heilbrigt samfélag, þar sem skilningur er á því að grundvallarbreyting á grunnstofnun samfélagsins, fjölskyldunni, þarf að eiga sér stað samhliða upplýstri umræðu. Um leið þarf að ganga úr skugga um að fjárhagur einstaklings eða pars komi ekki í veg fyrir að þau geti reynt að eignast barn. Tæknifrjóvganir eru dýrar og ekki á allra færi. Þrátt fyrir stuðning ríkis og stöku stéttarfélaga. Hér á landi er fyrsta meðferð ekki niðurgreidd og einstaklingar sem eiga barn fyrir fá ekki niðurgreidda meðferð frá ríkinu. Þetta er ekki raunin annars staðar á Norðurlöndum. Þessu þarf að breyta, enda er það á endanum þjóðhagslega hagkvæmt, bæði út frá mikilvægi þess að viðhalda eðlilegri fólksfjölgun, sem farið hefur hratt minnkandi, og út frá hamingju og velferð einstaklingsins. Tæknifrjóvganir eru meiriháttar fjárfesting og fólk er reiðubúið að greiða fyrir þessa meðferð, með eða án stuðnings, því ekki verður settur verðmiði á það að vera foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Níu mánuðum eftir að sæði og eggfruma áttu stefnumót í ræktunarskál á rannsóknarstofu á Bretlandi – undir hárréttum kringumstæðum og vökulu auga vísindamanns – kom Louise Brown í heiminn þann 25. júlí árið 1978, á Oldham-sjúkrahúsinu í Manchester. Louise litla var fyrsta glasabarnið. Um þessar mundir eru fjörutíu ár liðin frá því að þessi nútímalega ástarsaga átti sér stað. Fæðing Louise Brown er eitt mesta afrek vísindasögunnar. Ekki minna afrek en tunglgangan níu árum áður. Tæknifrjóvgun hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarna áratugi, og er í dag samheiti yfir nokkrar meðferðir við ófrjósemi, eins og glasafrjóvgun, smásjárfrjóvgun, uppsetningu frystra fósturvísa og tæknisæðingar. Foreldrar Louise Brown voru þeir fyrstu sem eignuðust barn eftir tæknifrjóvgun og síðan þá hafa sex milljónir foreldra gert slíkt hið sama. Þar á meðal eru foreldrar íslensks drengs sem varð þrítugur fyrr á þessu ári. Íslendingar fengu fyrsta glasabarnið árið 1988. Í dag eiga 3,3 til 4,3 prósent allra fæðinga á Íslandi rætur að rekja til tæknifrjóvgunar. Tæknifrjóvgun hefur á tiltölulega stuttum tíma bylt hugmyndum okkar um hina hefðbundnu fjölskyldu. Með tækninni hefur það ekki aðeins breyst hvernig við eignumst börn, heldur hverjir geta eignast börn. Í dag geta gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi fengið tækifæri til að eignast barn, sama á við um lesbíska konu sem vill bera egg konu sinnar. Einhleyp kona getur freistað þess að eignast barn án aðkomu karlmanns. Allir eiga skilið þann möguleika að geta eignast barn, og með tæknifrjóvgun er það í flestum tilfellum raunin, sama hvort einstaklingurinn glímir við líkamlega eða félagslega ófrjósemi. Tæknifrjóvganir eru og verða vettvangur umræðu um flókin siðferðileg álitamál. Slíkt hlýtur að vera vitnisburður um heilbrigt samfélag, þar sem skilningur er á því að grundvallarbreyting á grunnstofnun samfélagsins, fjölskyldunni, þarf að eiga sér stað samhliða upplýstri umræðu. Um leið þarf að ganga úr skugga um að fjárhagur einstaklings eða pars komi ekki í veg fyrir að þau geti reynt að eignast barn. Tæknifrjóvganir eru dýrar og ekki á allra færi. Þrátt fyrir stuðning ríkis og stöku stéttarfélaga. Hér á landi er fyrsta meðferð ekki niðurgreidd og einstaklingar sem eiga barn fyrir fá ekki niðurgreidda meðferð frá ríkinu. Þetta er ekki raunin annars staðar á Norðurlöndum. Þessu þarf að breyta, enda er það á endanum þjóðhagslega hagkvæmt, bæði út frá mikilvægi þess að viðhalda eðlilegri fólksfjölgun, sem farið hefur hratt minnkandi, og út frá hamingju og velferð einstaklingsins. Tæknifrjóvganir eru meiriháttar fjárfesting og fólk er reiðubúið að greiða fyrir þessa meðferð, með eða án stuðnings, því ekki verður settur verðmiði á það að vera foreldri.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun