Ætla að gefa bændum tólf milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2018 13:52 Í gær hélt Trump ræðu í Missouri þar sem hann biðlaði til bænda og bað þá um að sýna þolinmæði. Vísir/AP Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í gærkvöldi að til stæði að setja upp tólf milljarða dala neyðarsjóð til aðstoðar bænda sem komið hafa illa út úr viðskiptadeilum Bandaríkjanna og annarra ríkja eins og Kína og Mexíkó. Þá sakar Trump Kína um að herja á bandaríska bændur með því markmiði að beita Trump þrýstingi. Verulega hefur dregið úr útflutningi landbúnaðarafurða frá Bandaríkjunum eftir að ríki settu tolla á slíkar vörur í kjölfar tolla Trump á stál og ál. Forsetinn gagnrýndi einnig þá þingmenn sem hafa hvatt hann til að láta af umræddum tollum og stilla til friðar í viðskiptadeilum Bandaríkjanna. Hann sagði þá „auma“ og segir að þeir geri samningaviðræður erfiðar. Starfsmenn Hvíta hússins segjast vonast til þess að greiðslur berist til bænda í september og á sama tíma vonast þeir til þess að hagsmunasamtök bænda og þingmenn innan Repúblikanaflokksins láti af gagnrýni sinni á tollanna. Þeir segja tollana koma verulega niður á bændum og á flokknum í aðdraganda þingkosninga í nóvember.Í gær hélt Trump ræðu í Missouri þar sem hann biðlaði til bænda og bað þá um að sýna þolinmæði. Hann sagði að á endanum yrðu bændur þeir sem myndu græða mest á stefnumálum hans. Repúblikanar hafa þó einnig gagnrýnt stofnun neyðarsjóðsins og segja Trump eiga frekar að hjálpa bændum með því að opna á nýja markaði erlendis í stað þess að ríkið þurfi að greiða þeim. Þingmaðurinn Rand Paul sagði að ef tollarnir væru að koma niður á tekjum bænda væri rétta leiðin ekki að bjóða þeim ölmusu. Rétt væri að fella tollana niður. Every time I see a weak politician asking to stop Trade talks or the use of Tariffs to counter unfair Tariffs, I wonder, what can they be thinking? Are we just going to continue and let our farmers and country get ripped off? Lost $817 Billion on Trade last year. No weakness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 When you have people snipping at your heels during a negotiation, it will only take longer to make a deal, and the deal will never be as good as it could have been with unity. Negotiations are going really well, be cool. The end result will be worth it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 China is targeting our farmers, who they know I love & respect, as a way of getting me to continue allowing them to take advantage of the U.S. They are being vicious in what will be their failed attempt. We were being nice - until now! China made $517 Billion on us last year.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í gærkvöldi að til stæði að setja upp tólf milljarða dala neyðarsjóð til aðstoðar bænda sem komið hafa illa út úr viðskiptadeilum Bandaríkjanna og annarra ríkja eins og Kína og Mexíkó. Þá sakar Trump Kína um að herja á bandaríska bændur með því markmiði að beita Trump þrýstingi. Verulega hefur dregið úr útflutningi landbúnaðarafurða frá Bandaríkjunum eftir að ríki settu tolla á slíkar vörur í kjölfar tolla Trump á stál og ál. Forsetinn gagnrýndi einnig þá þingmenn sem hafa hvatt hann til að láta af umræddum tollum og stilla til friðar í viðskiptadeilum Bandaríkjanna. Hann sagði þá „auma“ og segir að þeir geri samningaviðræður erfiðar. Starfsmenn Hvíta hússins segjast vonast til þess að greiðslur berist til bænda í september og á sama tíma vonast þeir til þess að hagsmunasamtök bænda og þingmenn innan Repúblikanaflokksins láti af gagnrýni sinni á tollanna. Þeir segja tollana koma verulega niður á bændum og á flokknum í aðdraganda þingkosninga í nóvember.Í gær hélt Trump ræðu í Missouri þar sem hann biðlaði til bænda og bað þá um að sýna þolinmæði. Hann sagði að á endanum yrðu bændur þeir sem myndu græða mest á stefnumálum hans. Repúblikanar hafa þó einnig gagnrýnt stofnun neyðarsjóðsins og segja Trump eiga frekar að hjálpa bændum með því að opna á nýja markaði erlendis í stað þess að ríkið þurfi að greiða þeim. Þingmaðurinn Rand Paul sagði að ef tollarnir væru að koma niður á tekjum bænda væri rétta leiðin ekki að bjóða þeim ölmusu. Rétt væri að fella tollana niður. Every time I see a weak politician asking to stop Trade talks or the use of Tariffs to counter unfair Tariffs, I wonder, what can they be thinking? Are we just going to continue and let our farmers and country get ripped off? Lost $817 Billion on Trade last year. No weakness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 When you have people snipping at your heels during a negotiation, it will only take longer to make a deal, and the deal will never be as good as it could have been with unity. Negotiations are going really well, be cool. The end result will be worth it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 China is targeting our farmers, who they know I love & respect, as a way of getting me to continue allowing them to take advantage of the U.S. They are being vicious in what will be their failed attempt. We were being nice - until now! China made $517 Billion on us last year.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira