Ryan telur Trump vera að „trolla“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 15:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og „tröll“, samkvæmt Paul Ryan. Vísir/AP Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að „trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Trump, sagði frá því í gær að forsetinn væri að íhuga að afturkalla öryggisheimildir sex aðila sem hafa verið gagnrýnir á Trump. Sakaði hún þá um að græða á heimildum sínum, án þess þó að færa fyrir því nokkur dæmi. Aðilarnir sem um ræðir eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA sem er reglulegur gestur NBC News, James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, Michael V. Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA, Susan E. Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, James R. Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna, og Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðar-yfirmaður FBI. Bent hefur verið á að hvorki Comey né McCabe eru lengur með öryggisheimildir eftir að þeim var vikið úr starfi. Aðilarnir sem um ræðir og eiga á hættu að missa öryggisheimildir sínar eru því í rauninni bara fjórir. „Ég held að hann sé að trolla fólk,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. Hægt er að skilgreina það að „trolla“, sem mögulega getur kallast að „leppalúðast“, sem að kasta frá sér staðhæfilausum og umdeildum skoðunum og yfirlýsingum, að vera dónalegur eða kvikindislegur með því markmiði að leiða til rifrildis og leiðinda.Fleiri virðast þó á þeirri skoðun að Trump sé að reyna að kæfa gagnrýni gagnvart sér. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar.Sjá einnig: Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinnaTrump hefur ítrekað sakað aðilana sex um að leka upplýsingum til fjölmiðla og skapa eigin staðreyndir til að grafa undan embætti Trump. Þá hefur hann einnig sakað þá um að græða á aðgangi sínum þar sem nokkrir þeirra hafa skrifað bækur um störf sín. Stjórnmála-, og embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmynd forsetans og er hann sakaður um að reyna að refsa fólki fyrir stjórnmálaumræðu. Sérfræðingar sem Washington Post ræddi við segja að líklegast geti Trump staðið við hótanir sínar, lagalega séð. Hins vegar hafi það aldrei verið gert. Þó sé mögulegt að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem snýr að málfrelsi, verndi aðilana fjóra..@SpeakerRyan dismisses Trump calling for security clearances to be stripped from his political opponents: "I think he's just trolling people." pic.twitter.com/vwrOqoox6O— Aaron Rupar (@atrupar) July 24, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að „trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Trump, sagði frá því í gær að forsetinn væri að íhuga að afturkalla öryggisheimildir sex aðila sem hafa verið gagnrýnir á Trump. Sakaði hún þá um að græða á heimildum sínum, án þess þó að færa fyrir því nokkur dæmi. Aðilarnir sem um ræðir eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA sem er reglulegur gestur NBC News, James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, Michael V. Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA, Susan E. Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, James R. Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna, og Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðar-yfirmaður FBI. Bent hefur verið á að hvorki Comey né McCabe eru lengur með öryggisheimildir eftir að þeim var vikið úr starfi. Aðilarnir sem um ræðir og eiga á hættu að missa öryggisheimildir sínar eru því í rauninni bara fjórir. „Ég held að hann sé að trolla fólk,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. Hægt er að skilgreina það að „trolla“, sem mögulega getur kallast að „leppalúðast“, sem að kasta frá sér staðhæfilausum og umdeildum skoðunum og yfirlýsingum, að vera dónalegur eða kvikindislegur með því markmiði að leiða til rifrildis og leiðinda.Fleiri virðast þó á þeirri skoðun að Trump sé að reyna að kæfa gagnrýni gagnvart sér. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar.Sjá einnig: Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinnaTrump hefur ítrekað sakað aðilana sex um að leka upplýsingum til fjölmiðla og skapa eigin staðreyndir til að grafa undan embætti Trump. Þá hefur hann einnig sakað þá um að græða á aðgangi sínum þar sem nokkrir þeirra hafa skrifað bækur um störf sín. Stjórnmála-, og embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmynd forsetans og er hann sakaður um að reyna að refsa fólki fyrir stjórnmálaumræðu. Sérfræðingar sem Washington Post ræddi við segja að líklegast geti Trump staðið við hótanir sínar, lagalega séð. Hins vegar hafi það aldrei verið gert. Þó sé mögulegt að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem snýr að málfrelsi, verndi aðilana fjóra..@SpeakerRyan dismisses Trump calling for security clearances to be stripped from his political opponents: "I think he's just trolling people." pic.twitter.com/vwrOqoox6O— Aaron Rupar (@atrupar) July 24, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira