Óvænt kveðja Jón Steinar Gunnlaugsson. skrifar 22. júlí 2018 21:37 Ég fékk skrítna og frekar óvænta kveðju á Vísi í síðustu viku. Þar veitist Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, að mér persónulega og kallar mig meðal annars hirðfífl. Felst erindi hans í því að telja mig vanbúinn til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptökumálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Virðist þetta eiga að vera vegna afstöðu minnar fyrr á árum til málefna sem tengjast dómsmeðferð á Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Grein piltsins er frekar ruglingsleg og á ég erfitt með að skilja efni hennar gjörla. Verður ekki betur séð en höfundur telji mig hafa tekið þátt í aðför að sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á sínum tíma, sem síðan hafi orðið til þess að þeir voru sakfelldir fyrir tvö manndráp. Þetta er furðuleg samsuða. Í tilefni hennar vil ég fara nokkrum orðum um afstöðu mína til þessa máls gegnum árin og óska eftir að Vísir birti þau.Sjá einnig: Innmúrað hirðfífl – því miðurÉg hef alla tíð talið að ekki hafi verið neinar forsendur til að sakfella ákærðu í þessum málum. Þessa afstöðu tjáði ég hverjum sem heyra vildi eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp áfellisdóm sinn í febrúar 1980. Sævar Ciesielski, faðir greinarhöfundar, krafðist endurupptöku málsins á árinu 1997. Hæstiréttur synjaði erindinu með ákvörðun 15. júlí 1997. Byggðist synjun réttarins á því að ekki hefðu verið lögð fram ný gögn í málinu til þess að leyfa mætti endurupptöku þess. Samkvæmt lögum væri tilkoma nýrra gagna skilyrði fyrir endurupptöku. Bæði fyrir og eftir synjun Hæstaréttar lét ég opinberlega í ljósi þá skoðun að verða ætti við erindi Sævars. Kom þetta meðal annars fram í viðtali við mig sem birtist í „Vikublaðinu“ 2. júní 1997. Eftir að úrskurður Hæstaréttar lá fyrir skrifaði ég grein í Morgunblaðið 8. ágúst 1997, þar sem ég taldi að breyta yrði lögum til að unnt yrði að verða við þessari kröfu um endurupptöku þessa máls. Rakti ég þar mörg atriði sem bentu til þess að dómurinn stæðist ekki. Víkka yrði út heimildir þannig að unnt yrði að leyfa endurupptöku þó að engin ný gögn kæmu fram ef ætla mætti að sakborningar hefðu ranglega verið sakfelldir. Sú væri raunin í þessu máli. Með lagabreytingu á árinu 1999 var bætt við lögin um meðferð sakamála heimild til að endurupptaka mál, þó að ekki hefðu komið fram ný gögn „ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Ekki get ég fullyrt að þessi lagabreyting hafi eingöngu átt rót að rekja til umfjöllunar minnar um þetta efni, en svo mikið er víst að hún fól í sér hvatningu til hennar. Þetta lagaákvæði varð svo til þess að síðar var fallist á endurupptöku málsins og mun málflutningur fara fram í september n.k. Ekki er nokkur vafi á að þetta svonefnda Guðmundar- og Geirfinnsmál og óforsvaranlegir dómar í þeim olli sakfelldu og ástvinum þeirra miklum hörmun. Það er sorglegt að Sævari Marinó Ciesielski skuli ekki hafa enst aldur til að verða vitni að endurupptöku málsins. Á sama hátt er skiljanlegt að ástvinir hans hafi sterkar tilfinningar til málsins, svo sem ljóst er af sérkennilegum skrifum sonar hans, þegar hann veitist að mér með persónulegum ásökunum og uppnefnum. Málstaður hans er hins vegar með öllu óskiljanlegur þar sem ég hef alltaf haldið því fram að dóminn ætti að endurupptaka og leiðrétta þau hörmulegu rangindi sem í honum fólust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fékk skrítna og frekar óvænta kveðju á Vísi í síðustu viku. Þar veitist Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, að mér persónulega og kallar mig meðal annars hirðfífl. Felst erindi hans í því að telja mig vanbúinn til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptökumálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Virðist þetta eiga að vera vegna afstöðu minnar fyrr á árum til málefna sem tengjast dómsmeðferð á Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Grein piltsins er frekar ruglingsleg og á ég erfitt með að skilja efni hennar gjörla. Verður ekki betur séð en höfundur telji mig hafa tekið þátt í aðför að sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á sínum tíma, sem síðan hafi orðið til þess að þeir voru sakfelldir fyrir tvö manndráp. Þetta er furðuleg samsuða. Í tilefni hennar vil ég fara nokkrum orðum um afstöðu mína til þessa máls gegnum árin og óska eftir að Vísir birti þau.Sjá einnig: Innmúrað hirðfífl – því miðurÉg hef alla tíð talið að ekki hafi verið neinar forsendur til að sakfella ákærðu í þessum málum. Þessa afstöðu tjáði ég hverjum sem heyra vildi eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp áfellisdóm sinn í febrúar 1980. Sævar Ciesielski, faðir greinarhöfundar, krafðist endurupptöku málsins á árinu 1997. Hæstiréttur synjaði erindinu með ákvörðun 15. júlí 1997. Byggðist synjun réttarins á því að ekki hefðu verið lögð fram ný gögn í málinu til þess að leyfa mætti endurupptöku þess. Samkvæmt lögum væri tilkoma nýrra gagna skilyrði fyrir endurupptöku. Bæði fyrir og eftir synjun Hæstaréttar lét ég opinberlega í ljósi þá skoðun að verða ætti við erindi Sævars. Kom þetta meðal annars fram í viðtali við mig sem birtist í „Vikublaðinu“ 2. júní 1997. Eftir að úrskurður Hæstaréttar lá fyrir skrifaði ég grein í Morgunblaðið 8. ágúst 1997, þar sem ég taldi að breyta yrði lögum til að unnt yrði að verða við þessari kröfu um endurupptöku þessa máls. Rakti ég þar mörg atriði sem bentu til þess að dómurinn stæðist ekki. Víkka yrði út heimildir þannig að unnt yrði að leyfa endurupptöku þó að engin ný gögn kæmu fram ef ætla mætti að sakborningar hefðu ranglega verið sakfelldir. Sú væri raunin í þessu máli. Með lagabreytingu á árinu 1999 var bætt við lögin um meðferð sakamála heimild til að endurupptaka mál, þó að ekki hefðu komið fram ný gögn „ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Ekki get ég fullyrt að þessi lagabreyting hafi eingöngu átt rót að rekja til umfjöllunar minnar um þetta efni, en svo mikið er víst að hún fól í sér hvatningu til hennar. Þetta lagaákvæði varð svo til þess að síðar var fallist á endurupptöku málsins og mun málflutningur fara fram í september n.k. Ekki er nokkur vafi á að þetta svonefnda Guðmundar- og Geirfinnsmál og óforsvaranlegir dómar í þeim olli sakfelldu og ástvinum þeirra miklum hörmun. Það er sorglegt að Sævari Marinó Ciesielski skuli ekki hafa enst aldur til að verða vitni að endurupptöku málsins. Á sama hátt er skiljanlegt að ástvinir hans hafi sterkar tilfinningar til málsins, svo sem ljóst er af sérkennilegum skrifum sonar hans, þegar hann veitist að mér með persónulegum ásökunum og uppnefnum. Málstaður hans er hins vegar með öllu óskiljanlegur þar sem ég hef alltaf haldið því fram að dóminn ætti að endurupptaka og leiðrétta þau hörmulegu rangindi sem í honum fólust.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun