Aníta: Ég held ég þurfi að æfa það að nota olnbogana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 09:30 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/EPA Aníta Hinriksdóttir fékk ekki skráðan tíma í undanúrslitahlaupi 800 metranna á EM í frjálsum í Berlín í gærkvöldi. Íslenska hlaupakonan var dæmd úr leik af dómara hlaupsins fyrir stimpingar við Svía. Tími Anítu hefði hvort sem ekki nægt til að komast í úrslitin en íslenska stelpan var pikkuð út úr hópnum og send í skammakrókinn. „Vð vorum bara allar í einum hópi að slást,“ sagði Aníta Hinriksdóttir í samtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Aníta var í harðri baráttu við hina sænsku Lovísu Lindh í hlaupinu og oft var lítið pláss til að athafna sig. Lovísa endaði hinsvegar út fyrir brautina á einum tímapunkti og Aníta var þá dæmd fyrir að bera ábyrgð á því. Tími Anítu hefði ekki dugað og ákvörðun dómarans var ekki kærð. Lovísu Lindh komst aftur á móti í úrslitahlaupið. Aníta útskýrir sína hlið á barningnum í fyrrnefndu viðtali. „Í þessum aðstæðum myndast ósjálfrátt barningur. Ég náði ekki alveg að staðsetja mig nægilega vel. Ég held að ég þurfi að æfa það svolítið - að berjast öxl við öxl og nota olnbogana. Þetta er alveg íþrótt með snertingum og í því felst líka ákveðin fegurð,“ sagði Aníta. Aníta ætlaði ekki að svekkja sig á því að vera dæmd úr leik þar sem að tími hennar hefði hvort sem er ekki nægt til að komast áfram. „Úr því að maður var ekki inni í úrslitunum þá er það í raun bara þrjóskukeppni að spá í hvort þessi dómur sé rétt niðurstaða,“ sagði Aníta. Það fylgir sögunni að Aníta og Lovísa Lindh þekkjast vel. Þær hafa oft keppt á móti hvorri annarri og meira segja deilt herbergi. Aníta Hinriksdóttir náði þannig ekki að fylgja eftir árangri sínum á síðasta Evrópumóti en þá komst hún í úrslitahlaupið. Frjálsar íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir fékk ekki skráðan tíma í undanúrslitahlaupi 800 metranna á EM í frjálsum í Berlín í gærkvöldi. Íslenska hlaupakonan var dæmd úr leik af dómara hlaupsins fyrir stimpingar við Svía. Tími Anítu hefði hvort sem ekki nægt til að komast í úrslitin en íslenska stelpan var pikkuð út úr hópnum og send í skammakrókinn. „Vð vorum bara allar í einum hópi að slást,“ sagði Aníta Hinriksdóttir í samtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Aníta var í harðri baráttu við hina sænsku Lovísu Lindh í hlaupinu og oft var lítið pláss til að athafna sig. Lovísa endaði hinsvegar út fyrir brautina á einum tímapunkti og Aníta var þá dæmd fyrir að bera ábyrgð á því. Tími Anítu hefði ekki dugað og ákvörðun dómarans var ekki kærð. Lovísu Lindh komst aftur á móti í úrslitahlaupið. Aníta útskýrir sína hlið á barningnum í fyrrnefndu viðtali. „Í þessum aðstæðum myndast ósjálfrátt barningur. Ég náði ekki alveg að staðsetja mig nægilega vel. Ég held að ég þurfi að æfa það svolítið - að berjast öxl við öxl og nota olnbogana. Þetta er alveg íþrótt með snertingum og í því felst líka ákveðin fegurð,“ sagði Aníta. Aníta ætlaði ekki að svekkja sig á því að vera dæmd úr leik þar sem að tími hennar hefði hvort sem er ekki nægt til að komast áfram. „Úr því að maður var ekki inni í úrslitunum þá er það í raun bara þrjóskukeppni að spá í hvort þessi dómur sé rétt niðurstaða,“ sagði Aníta. Það fylgir sögunni að Aníta og Lovísa Lindh þekkjast vel. Þær hafa oft keppt á móti hvorri annarri og meira segja deilt herbergi. Aníta Hinriksdóttir náði þannig ekki að fylgja eftir árangri sínum á síðasta Evrópumóti en þá komst hún í úrslitahlaupið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn