Aníta: Ég held ég þurfi að æfa það að nota olnbogana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 09:30 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/EPA Aníta Hinriksdóttir fékk ekki skráðan tíma í undanúrslitahlaupi 800 metranna á EM í frjálsum í Berlín í gærkvöldi. Íslenska hlaupakonan var dæmd úr leik af dómara hlaupsins fyrir stimpingar við Svía. Tími Anítu hefði hvort sem ekki nægt til að komast í úrslitin en íslenska stelpan var pikkuð út úr hópnum og send í skammakrókinn. „Vð vorum bara allar í einum hópi að slást,“ sagði Aníta Hinriksdóttir í samtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Aníta var í harðri baráttu við hina sænsku Lovísu Lindh í hlaupinu og oft var lítið pláss til að athafna sig. Lovísa endaði hinsvegar út fyrir brautina á einum tímapunkti og Aníta var þá dæmd fyrir að bera ábyrgð á því. Tími Anítu hefði ekki dugað og ákvörðun dómarans var ekki kærð. Lovísu Lindh komst aftur á móti í úrslitahlaupið. Aníta útskýrir sína hlið á barningnum í fyrrnefndu viðtali. „Í þessum aðstæðum myndast ósjálfrátt barningur. Ég náði ekki alveg að staðsetja mig nægilega vel. Ég held að ég þurfi að æfa það svolítið - að berjast öxl við öxl og nota olnbogana. Þetta er alveg íþrótt með snertingum og í því felst líka ákveðin fegurð,“ sagði Aníta. Aníta ætlaði ekki að svekkja sig á því að vera dæmd úr leik þar sem að tími hennar hefði hvort sem er ekki nægt til að komast áfram. „Úr því að maður var ekki inni í úrslitunum þá er það í raun bara þrjóskukeppni að spá í hvort þessi dómur sé rétt niðurstaða,“ sagði Aníta. Það fylgir sögunni að Aníta og Lovísa Lindh þekkjast vel. Þær hafa oft keppt á móti hvorri annarri og meira segja deilt herbergi. Aníta Hinriksdóttir náði þannig ekki að fylgja eftir árangri sínum á síðasta Evrópumóti en þá komst hún í úrslitahlaupið. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir fékk ekki skráðan tíma í undanúrslitahlaupi 800 metranna á EM í frjálsum í Berlín í gærkvöldi. Íslenska hlaupakonan var dæmd úr leik af dómara hlaupsins fyrir stimpingar við Svía. Tími Anítu hefði hvort sem ekki nægt til að komast í úrslitin en íslenska stelpan var pikkuð út úr hópnum og send í skammakrókinn. „Vð vorum bara allar í einum hópi að slást,“ sagði Aníta Hinriksdóttir í samtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Aníta var í harðri baráttu við hina sænsku Lovísu Lindh í hlaupinu og oft var lítið pláss til að athafna sig. Lovísa endaði hinsvegar út fyrir brautina á einum tímapunkti og Aníta var þá dæmd fyrir að bera ábyrgð á því. Tími Anítu hefði ekki dugað og ákvörðun dómarans var ekki kærð. Lovísu Lindh komst aftur á móti í úrslitahlaupið. Aníta útskýrir sína hlið á barningnum í fyrrnefndu viðtali. „Í þessum aðstæðum myndast ósjálfrátt barningur. Ég náði ekki alveg að staðsetja mig nægilega vel. Ég held að ég þurfi að æfa það svolítið - að berjast öxl við öxl og nota olnbogana. Þetta er alveg íþrótt með snertingum og í því felst líka ákveðin fegurð,“ sagði Aníta. Aníta ætlaði ekki að svekkja sig á því að vera dæmd úr leik þar sem að tími hennar hefði hvort sem er ekki nægt til að komast áfram. „Úr því að maður var ekki inni í úrslitunum þá er það í raun bara þrjóskukeppni að spá í hvort þessi dómur sé rétt niðurstaða,“ sagði Aníta. Það fylgir sögunni að Aníta og Lovísa Lindh þekkjast vel. Þær hafa oft keppt á móti hvorri annarri og meira segja deilt herbergi. Aníta Hinriksdóttir náði þannig ekki að fylgja eftir árangri sínum á síðasta Evrópumóti en þá komst hún í úrslitahlaupið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira