Ætlað að fylla skarð Írana á kantinum Hjörvar Ólafsson skrifar 16. ágúst 2018 05:45 Albert Guðmundsson á æfingu með PSV Eindhoven í sumar, en hann hefur yfirgefið herbúðir félagsins og samið við AZ Alkmaar. Nordicphotos/Getty Albert Guðmundsson varð í upphafi vikunnar enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn sem rekur á fjörur hollenska liðsins AZ Alkmaar. Íslenski landsliðsframherjinn kemur til liðsins frá PSV Eindhoven, en þetta er þriðja hollenska liðið sem hann er á mála hjá. Albert gekk til liðs við Heerenveen frá KR árið 2013, þá 16 ára gamall, og söðlaði svo um og fór til PSV Eindhoven þar sem hann hefur mestmegnis leikið með varaliði félagins. Hann lék svo níu leiki með aðalliðinu þegar liðið varð hollenskur meistari síðasta vor. Albert sá hins vegar fram á að spiltími hans með aðalliði félagsins á yfirstandandi leiktíð yrði áfram af skornum skammti og ákvað því að færa sig um set til AZ Alkmaar í leit að meiri tíma inni á knattspyrnuvellinum. Liðið endaði í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. „Eins og ég sagði síðasta vor þá fannst mér vera kominn tími á að spila aðalliðsfótbolta fljótlega. PSV Eindhoven hélt sínum sterkustu leikmönnum sem spila framarlega á vellinum og þeir leikmenn voru búnir að vinna sér sæti í liðinu og því fannst mér nauðsynlegt að breyta til,“ sagði Albert um vistaskiptin.Albert skrifaði undir samning til ársins 2022AZ Alkmaar„AZ Alkmaar hefur haft auga á mér lengi og það kom til greina að ég færi þangað þegar ég fór til PSV Eindhoven á sínum tíma. Þeir buðu mér góðan samning, eru að greiða þokkalega hátt kaupverð fyrir mig og það eru meiri líkur á að ég fái að spila þarna. Nú er það bara undir mér komið að sanna mig.“ AZ Alkmaar seldi íranska kantmanninn Alireza Jahanbakhsh til enska úrvalsdeildarliðsins Brighton í sumar og Albert telur að hann verði fyrst og fremst hugsaður sem kantmaður fyrst um sinn. Forráðamenn liðsins vita hins vegar að hann getur leysti fleiri stöður. „Ég hugsa að stysta leiðin fyrir mig inn í liðið sé í kantstöðurnar, annaðhvort hægra eða vinstra megin. Þriðji þjálfari liðsins þjálfaði mig þegar ég kom fyrst til PSV Eindhoven og stýrði mér hjá varaliðinu þar. Þeir vita að ég get spilað á miðjunni og sem framherji, en fyrst um sinn hugsa ég að ég muni spila á kantinum,“ sagði Vesturbæingurinn um hlutverk sitt hjá nýjum vinnuveitanda.Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson takast á í boðhlaupi á æfingu landsliðsins í Rússlandi.Vísir/Vilhelm„Liðið var í toppbaráttu við PSV Eindhoven og Ajax á síðustu leiktíð og ég hugsa og vona að það verði eins á þessu tímabili. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á leikmannahópi liðsins og það er raunhæft fyrir okkur að stefna á að veita fyrrgreindum liðum keppni við topp deildarinnar.“ Hann gæti fengið fyrstu mínútur sínar strax um helgina. Það er leikur á sunnudaginn hjá okkur og ég vonast til þess að vera í leikmannahópnum þar. Ég næ hins vegar bara þremur fótboltaæfingum fyrir þann leik svo það er ekki víst að ég komi við sögu í leiknum, en við sjáum til.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Albert Guðmundsson varð í upphafi vikunnar enn einn íslenski knattspyrnumaðurinn sem rekur á fjörur hollenska liðsins AZ Alkmaar. Íslenski landsliðsframherjinn kemur til liðsins frá PSV Eindhoven, en þetta er þriðja hollenska liðið sem hann er á mála hjá. Albert gekk til liðs við Heerenveen frá KR árið 2013, þá 16 ára gamall, og söðlaði svo um og fór til PSV Eindhoven þar sem hann hefur mestmegnis leikið með varaliði félagins. Hann lék svo níu leiki með aðalliðinu þegar liðið varð hollenskur meistari síðasta vor. Albert sá hins vegar fram á að spiltími hans með aðalliði félagsins á yfirstandandi leiktíð yrði áfram af skornum skammti og ákvað því að færa sig um set til AZ Alkmaar í leit að meiri tíma inni á knattspyrnuvellinum. Liðið endaði í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. „Eins og ég sagði síðasta vor þá fannst mér vera kominn tími á að spila aðalliðsfótbolta fljótlega. PSV Eindhoven hélt sínum sterkustu leikmönnum sem spila framarlega á vellinum og þeir leikmenn voru búnir að vinna sér sæti í liðinu og því fannst mér nauðsynlegt að breyta til,“ sagði Albert um vistaskiptin.Albert skrifaði undir samning til ársins 2022AZ Alkmaar„AZ Alkmaar hefur haft auga á mér lengi og það kom til greina að ég færi þangað þegar ég fór til PSV Eindhoven á sínum tíma. Þeir buðu mér góðan samning, eru að greiða þokkalega hátt kaupverð fyrir mig og það eru meiri líkur á að ég fái að spila þarna. Nú er það bara undir mér komið að sanna mig.“ AZ Alkmaar seldi íranska kantmanninn Alireza Jahanbakhsh til enska úrvalsdeildarliðsins Brighton í sumar og Albert telur að hann verði fyrst og fremst hugsaður sem kantmaður fyrst um sinn. Forráðamenn liðsins vita hins vegar að hann getur leysti fleiri stöður. „Ég hugsa að stysta leiðin fyrir mig inn í liðið sé í kantstöðurnar, annaðhvort hægra eða vinstra megin. Þriðji þjálfari liðsins þjálfaði mig þegar ég kom fyrst til PSV Eindhoven og stýrði mér hjá varaliðinu þar. Þeir vita að ég get spilað á miðjunni og sem framherji, en fyrst um sinn hugsa ég að ég muni spila á kantinum,“ sagði Vesturbæingurinn um hlutverk sitt hjá nýjum vinnuveitanda.Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson takast á í boðhlaupi á æfingu landsliðsins í Rússlandi.Vísir/Vilhelm„Liðið var í toppbaráttu við PSV Eindhoven og Ajax á síðustu leiktíð og ég hugsa og vona að það verði eins á þessu tímabili. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á leikmannahópi liðsins og það er raunhæft fyrir okkur að stefna á að veita fyrrgreindum liðum keppni við topp deildarinnar.“ Hann gæti fengið fyrstu mínútur sínar strax um helgina. Það er leikur á sunnudaginn hjá okkur og ég vonast til þess að vera í leikmannahópnum þar. Ég næ hins vegar bara þremur fótboltaæfingum fyrir þann leik svo það er ekki víst að ég komi við sögu í leiknum, en við sjáum til.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira