SFS harma breytingar á grundvelli meints brottkasts Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Frumvarpsdrögin veita heimild til rafrænnar vöktunar með löndun afla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) leggjast gegn breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um umgengni um nytjastofna sjávar sem varða myndavélaeftirlit með skipum og breytingar á eftirliti með vigtun sjávarafla. Við annan tón kveður í umsögn Landssambands smábátaeigenda (LS). Samráði um drög að frumvarpi um breytingar á lögum þessa efnis lauk í gær. Fimm umsagnir bárust og voru umsagnir SFS og LS meðal þeirra. Meðal þess sem drögin kveða á um er aukið eftirlit með vigtun afla til að tryggja að afla sé ekki landað fram hjá vigt. Þá er í frumvarpsdrögunum einnig kveðið á um að öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi. Efni úr myndavélunum skal vera aðgengilegt starfsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur áður gert tilraunir með slík verkefni en Persónuvernd gert stofnunina afturreka þar sem lagaheimild fyrir slíku skorti. Í upphafi umsagnar SFS er þess getið að samtökin telja að ráðuneytið hefði betur beðið eftir niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum sem nú er unnið að. „[Það sætir] furðu að unnið sé að stjórnsýsluúttekt, þar sem rannsaka á þætti er varða mögulegt brottkast og vigtun sjávarafla, en áður en niðurstaða þeirrar úttektar liggur fyrir hefur verið birt frumvarp til breytinga á lögum hvað þetta varðar – frumvarp sem ætlað er að taka á meintu vandamáli sem ekki hefur verið staðfest,“ segir í umsögninni.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánÍ umsögninni segir enn fremur að áður en ráðist sé í svo miklar breytingar ætti það að vera skylda stjórnvalda að gera könnun á umfangi „meints brottkasts“. Frumvarpið beri ekki með sér að nein greiningarvinna hafi verið unnin um efnið. Þá gagnrýna SFS að frumvarpsdrögin kveði ekki nógu glögglega á um hvernig framkvæmd eftirlitsins skuli háttað. „SFS telja ótækt að öll útfærsla eftirlitsins sé svo óljós og nánast tilviljanakennd og ráðherra sé falið vald til að útfæra nánast öll atriði sem snerta myndavélaeftirlitið. Slíkt samræmis ekki vandaðri lagasetningu,“ segir í umsögninni. Í drögunum er stefnt að því að óheimilt verði að hefja endurvigtun á afla fyrr en vigtun á hafnarvog sé lokið. SFS telur að slíkt muni hafa mikið óhagræði í för með sér, hægja á vinnslu aflans og skip muni tapa miklum tíma frá veiðum. Umsögn LS er aftur á móti öllu jákvæðari. Að mati LS auka frumvarpsdrögin á áreiðanleika við vigtun og leiði til heiðarlegri samkeppni í útgerð og fiskvinnslu. „Það er mat LS að gildandi reglur hafi leitt til mismununar sem skekkt hafi samkeppnisstöðu innan kerfisins. Vigtarreglur hafa fengið það orð á sig, og ekki að ástæðulausu, að þar sé að finna stærstu ívilnun til kvóta sem í gildi er,“ segir í umsögninni. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Tengdar fréttir Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í fiskveiðiskipum og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. 14. ágúst 2018 14:04 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) leggjast gegn breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um umgengni um nytjastofna sjávar sem varða myndavélaeftirlit með skipum og breytingar á eftirliti með vigtun sjávarafla. Við annan tón kveður í umsögn Landssambands smábátaeigenda (LS). Samráði um drög að frumvarpi um breytingar á lögum þessa efnis lauk í gær. Fimm umsagnir bárust og voru umsagnir SFS og LS meðal þeirra. Meðal þess sem drögin kveða á um er aukið eftirlit með vigtun afla til að tryggja að afla sé ekki landað fram hjá vigt. Þá er í frumvarpsdrögunum einnig kveðið á um að öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi. Efni úr myndavélunum skal vera aðgengilegt starfsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur áður gert tilraunir með slík verkefni en Persónuvernd gert stofnunina afturreka þar sem lagaheimild fyrir slíku skorti. Í upphafi umsagnar SFS er þess getið að samtökin telja að ráðuneytið hefði betur beðið eftir niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum sem nú er unnið að. „[Það sætir] furðu að unnið sé að stjórnsýsluúttekt, þar sem rannsaka á þætti er varða mögulegt brottkast og vigtun sjávarafla, en áður en niðurstaða þeirrar úttektar liggur fyrir hefur verið birt frumvarp til breytinga á lögum hvað þetta varðar – frumvarp sem ætlað er að taka á meintu vandamáli sem ekki hefur verið staðfest,“ segir í umsögninni.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánÍ umsögninni segir enn fremur að áður en ráðist sé í svo miklar breytingar ætti það að vera skylda stjórnvalda að gera könnun á umfangi „meints brottkasts“. Frumvarpið beri ekki með sér að nein greiningarvinna hafi verið unnin um efnið. Þá gagnrýna SFS að frumvarpsdrögin kveði ekki nógu glögglega á um hvernig framkvæmd eftirlitsins skuli háttað. „SFS telja ótækt að öll útfærsla eftirlitsins sé svo óljós og nánast tilviljanakennd og ráðherra sé falið vald til að útfæra nánast öll atriði sem snerta myndavélaeftirlitið. Slíkt samræmis ekki vandaðri lagasetningu,“ segir í umsögninni. Í drögunum er stefnt að því að óheimilt verði að hefja endurvigtun á afla fyrr en vigtun á hafnarvog sé lokið. SFS telur að slíkt muni hafa mikið óhagræði í för með sér, hægja á vinnslu aflans og skip muni tapa miklum tíma frá veiðum. Umsögn LS er aftur á móti öllu jákvæðari. Að mati LS auka frumvarpsdrögin á áreiðanleika við vigtun og leiði til heiðarlegri samkeppni í útgerð og fiskvinnslu. „Það er mat LS að gildandi reglur hafi leitt til mismununar sem skekkt hafi samkeppnisstöðu innan kerfisins. Vigtarreglur hafa fengið það orð á sig, og ekki að ástæðulausu, að þar sé að finna stærstu ívilnun til kvóta sem í gildi er,“ segir í umsögninni.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Tengdar fréttir Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í fiskveiðiskipum og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. 14. ágúst 2018 14:04 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í fiskveiðiskipum og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. 14. ágúst 2018 14:04
Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30