SFS harma breytingar á grundvelli meints brottkasts Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Frumvarpsdrögin veita heimild til rafrænnar vöktunar með löndun afla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) leggjast gegn breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um umgengni um nytjastofna sjávar sem varða myndavélaeftirlit með skipum og breytingar á eftirliti með vigtun sjávarafla. Við annan tón kveður í umsögn Landssambands smábátaeigenda (LS). Samráði um drög að frumvarpi um breytingar á lögum þessa efnis lauk í gær. Fimm umsagnir bárust og voru umsagnir SFS og LS meðal þeirra. Meðal þess sem drögin kveða á um er aukið eftirlit með vigtun afla til að tryggja að afla sé ekki landað fram hjá vigt. Þá er í frumvarpsdrögunum einnig kveðið á um að öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi. Efni úr myndavélunum skal vera aðgengilegt starfsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur áður gert tilraunir með slík verkefni en Persónuvernd gert stofnunina afturreka þar sem lagaheimild fyrir slíku skorti. Í upphafi umsagnar SFS er þess getið að samtökin telja að ráðuneytið hefði betur beðið eftir niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum sem nú er unnið að. „[Það sætir] furðu að unnið sé að stjórnsýsluúttekt, þar sem rannsaka á þætti er varða mögulegt brottkast og vigtun sjávarafla, en áður en niðurstaða þeirrar úttektar liggur fyrir hefur verið birt frumvarp til breytinga á lögum hvað þetta varðar – frumvarp sem ætlað er að taka á meintu vandamáli sem ekki hefur verið staðfest,“ segir í umsögninni.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánÍ umsögninni segir enn fremur að áður en ráðist sé í svo miklar breytingar ætti það að vera skylda stjórnvalda að gera könnun á umfangi „meints brottkasts“. Frumvarpið beri ekki með sér að nein greiningarvinna hafi verið unnin um efnið. Þá gagnrýna SFS að frumvarpsdrögin kveði ekki nógu glögglega á um hvernig framkvæmd eftirlitsins skuli háttað. „SFS telja ótækt að öll útfærsla eftirlitsins sé svo óljós og nánast tilviljanakennd og ráðherra sé falið vald til að útfæra nánast öll atriði sem snerta myndavélaeftirlitið. Slíkt samræmis ekki vandaðri lagasetningu,“ segir í umsögninni. Í drögunum er stefnt að því að óheimilt verði að hefja endurvigtun á afla fyrr en vigtun á hafnarvog sé lokið. SFS telur að slíkt muni hafa mikið óhagræði í för með sér, hægja á vinnslu aflans og skip muni tapa miklum tíma frá veiðum. Umsögn LS er aftur á móti öllu jákvæðari. Að mati LS auka frumvarpsdrögin á áreiðanleika við vigtun og leiði til heiðarlegri samkeppni í útgerð og fiskvinnslu. „Það er mat LS að gildandi reglur hafi leitt til mismununar sem skekkt hafi samkeppnisstöðu innan kerfisins. Vigtarreglur hafa fengið það orð á sig, og ekki að ástæðulausu, að þar sé að finna stærstu ívilnun til kvóta sem í gildi er,“ segir í umsögninni. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Tengdar fréttir Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í fiskveiðiskipum og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. 14. ágúst 2018 14:04 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) leggjast gegn breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um umgengni um nytjastofna sjávar sem varða myndavélaeftirlit með skipum og breytingar á eftirliti með vigtun sjávarafla. Við annan tón kveður í umsögn Landssambands smábátaeigenda (LS). Samráði um drög að frumvarpi um breytingar á lögum þessa efnis lauk í gær. Fimm umsagnir bárust og voru umsagnir SFS og LS meðal þeirra. Meðal þess sem drögin kveða á um er aukið eftirlit með vigtun afla til að tryggja að afla sé ekki landað fram hjá vigt. Þá er í frumvarpsdrögunum einnig kveðið á um að öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi. Efni úr myndavélunum skal vera aðgengilegt starfsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur áður gert tilraunir með slík verkefni en Persónuvernd gert stofnunina afturreka þar sem lagaheimild fyrir slíku skorti. Í upphafi umsagnar SFS er þess getið að samtökin telja að ráðuneytið hefði betur beðið eftir niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum sem nú er unnið að. „[Það sætir] furðu að unnið sé að stjórnsýsluúttekt, þar sem rannsaka á þætti er varða mögulegt brottkast og vigtun sjávarafla, en áður en niðurstaða þeirrar úttektar liggur fyrir hefur verið birt frumvarp til breytinga á lögum hvað þetta varðar – frumvarp sem ætlað er að taka á meintu vandamáli sem ekki hefur verið staðfest,“ segir í umsögninni.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánÍ umsögninni segir enn fremur að áður en ráðist sé í svo miklar breytingar ætti það að vera skylda stjórnvalda að gera könnun á umfangi „meints brottkasts“. Frumvarpið beri ekki með sér að nein greiningarvinna hafi verið unnin um efnið. Þá gagnrýna SFS að frumvarpsdrögin kveði ekki nógu glögglega á um hvernig framkvæmd eftirlitsins skuli háttað. „SFS telja ótækt að öll útfærsla eftirlitsins sé svo óljós og nánast tilviljanakennd og ráðherra sé falið vald til að útfæra nánast öll atriði sem snerta myndavélaeftirlitið. Slíkt samræmis ekki vandaðri lagasetningu,“ segir í umsögninni. Í drögunum er stefnt að því að óheimilt verði að hefja endurvigtun á afla fyrr en vigtun á hafnarvog sé lokið. SFS telur að slíkt muni hafa mikið óhagræði í för með sér, hægja á vinnslu aflans og skip muni tapa miklum tíma frá veiðum. Umsögn LS er aftur á móti öllu jákvæðari. Að mati LS auka frumvarpsdrögin á áreiðanleika við vigtun og leiði til heiðarlegri samkeppni í útgerð og fiskvinnslu. „Það er mat LS að gildandi reglur hafi leitt til mismununar sem skekkt hafi samkeppnisstöðu innan kerfisins. Vigtarreglur hafa fengið það orð á sig, og ekki að ástæðulausu, að þar sé að finna stærstu ívilnun til kvóta sem í gildi er,“ segir í umsögninni.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Tengdar fréttir Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í fiskveiðiskipum og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. 14. ágúst 2018 14:04 Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í fiskveiðiskipum og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. 14. ágúst 2018 14:04
Meta þarf hvort drónaeftirlit Fiskistofu sé réttlætanlegt Sjávarútvegsráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi sem miða að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla fram hjá vigt. 14. ágúst 2018 20:30