Silfurstrákar bjuggust við að ná langt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2018 07:30 Haukur Þrastarson, besti leikmaður mótsins, með silfrið í gær. fréttablaðið/eyþór Leikmenn og þjálfarar U-18 ára liðs karla í handbolta sem vann til silfurverðlauna á EM í Króatíu um helgina komu til landsins í gær. Strákarnir fengu góðar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ þar sem haldið var hóf þeim til heiðurs. „Þetta var frábært þótt það sitji enn í manni að hafa ekki klárað úrslitaleikinn,“ segir Dagur Gautason, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið. Þetta eru fimmtu verðlaunin sem íslenskt karlalið vinnur til á stórmóti yngri landsliða. Árið 1993 vann Ísland til bronsverðlauna á HM U-21 árs í Egyptalandi. Í því liði voru leikmenn á borð við Ólaf Stefánsson, Dag Sigurðsson og Patrek Jóhannesson. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson fóru fyrir íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. Heimir Ríkharðsson stýrði U-18 ára liðinu þá, líkt og hann gerir í dag. Árið 2009 lenti Ísland í 2. sæti á HM U-18 ára og sex árum síðar í 3. sæti á sama móti. Fimmti í úrvalsliði Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður EM 2018 en Selfyssingurinn átti frábæra leiki í Króatíu. Hann var jafnframt þriðji markahæsti leikmaður mótsins. Þá var Dagur valinn í úrvalslið EM. Hornamaðurinn snjalli frá KA skoraði fjögur mörk í úrslitaleiknum gegn Svíþjóð og 29 mörk alls á mótinu. „Þetta kom svolítið á óvart en ég er mjög stoltur,“ segir Dagur. Hann er fimmti Íslendingurinn sem er valinn í úrvalslið stórmóta yngri landsliða karla. Ásgeir Örn og Arnór voru valdir í úrvalslið EM U-18 ára 2003, Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson í úrvalslið HM U-18 ára 2009 og Óðinn Þór Ríkharðsson í úrvalslið HM U-18 ára 2015. Fyrir utan Hauk er Viktor Gísli Hallgrímsson sennilega þekktasta nafnið í íslenska silfurliðinu. Hann hefur varið mark Fram undanfarin tvö tímabil og vakið athygli fyrir góða frammistöðu. Viktor segir að íslensku strákarnir hafi fyrirfram verið nokkuð bjartsýnir á að ná góðum árangri á EM í Króatíu. Þýskaland gott viðmið „Við bjuggumst alveg við að ná langt. Þýskaland er með sterkari liðum í þessum aldursflokki og við höfum alltaf strítt þeim. Það var gott viðmið,“ segir Viktor en Ísland vann Þýskaland, 22-23, í fyrri leik sínum í milliriðli. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér sæti í undanúrslitum þar sem það vann heimalið Króatíu, 30-26. Viktor var nokkuð ánægður með frammistöðu sína á EM. „Ég var mjög sáttur með byrjunina en ég hefði mátt verja fleiri skot í síðustu tveimur leikjunum,“ segir Viktor að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Enn bætist í hóp verðlaunalandsliða Íslands á stómótum í handbolta Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. 20. ágúst 2018 10:30 Tekið á móti silfurhöfunum í dag: „Kom mér ekki á óvart“ Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri fékk varmar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ er liðið kom heim með silfrið frá EM í Króatíu. 20. ágúst 2018 21:45 Segir Hauk þann besta sem að hann hefur séð á þessum aldri Danskur úrvalsdeildarleikmaður sem fylgist vel með hefur aldrei séð annað eins. 20. ágúst 2018 09:00 Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30 Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira
Leikmenn og þjálfarar U-18 ára liðs karla í handbolta sem vann til silfurverðlauna á EM í Króatíu um helgina komu til landsins í gær. Strákarnir fengu góðar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ þar sem haldið var hóf þeim til heiðurs. „Þetta var frábært þótt það sitji enn í manni að hafa ekki klárað úrslitaleikinn,“ segir Dagur Gautason, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Fréttablaðið. Þetta eru fimmtu verðlaunin sem íslenskt karlalið vinnur til á stórmóti yngri landsliða. Árið 1993 vann Ísland til bronsverðlauna á HM U-21 árs í Egyptalandi. Í því liði voru leikmenn á borð við Ólaf Stefánsson, Dag Sigurðsson og Patrek Jóhannesson. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson fóru fyrir íslenska U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari 2003. Heimir Ríkharðsson stýrði U-18 ára liðinu þá, líkt og hann gerir í dag. Árið 2009 lenti Ísland í 2. sæti á HM U-18 ára og sex árum síðar í 3. sæti á sama móti. Fimmti í úrvalsliði Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður EM 2018 en Selfyssingurinn átti frábæra leiki í Króatíu. Hann var jafnframt þriðji markahæsti leikmaður mótsins. Þá var Dagur valinn í úrvalslið EM. Hornamaðurinn snjalli frá KA skoraði fjögur mörk í úrslitaleiknum gegn Svíþjóð og 29 mörk alls á mótinu. „Þetta kom svolítið á óvart en ég er mjög stoltur,“ segir Dagur. Hann er fimmti Íslendingurinn sem er valinn í úrvalslið stórmóta yngri landsliða karla. Ásgeir Örn og Arnór voru valdir í úrvalslið EM U-18 ára 2003, Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson í úrvalslið HM U-18 ára 2009 og Óðinn Þór Ríkharðsson í úrvalslið HM U-18 ára 2015. Fyrir utan Hauk er Viktor Gísli Hallgrímsson sennilega þekktasta nafnið í íslenska silfurliðinu. Hann hefur varið mark Fram undanfarin tvö tímabil og vakið athygli fyrir góða frammistöðu. Viktor segir að íslensku strákarnir hafi fyrirfram verið nokkuð bjartsýnir á að ná góðum árangri á EM í Króatíu. Þýskaland gott viðmið „Við bjuggumst alveg við að ná langt. Þýskaland er með sterkari liðum í þessum aldursflokki og við höfum alltaf strítt þeim. Það var gott viðmið,“ segir Viktor en Ísland vann Þýskaland, 22-23, í fyrri leik sínum í milliriðli. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér sæti í undanúrslitum þar sem það vann heimalið Króatíu, 30-26. Viktor var nokkuð ánægður með frammistöðu sína á EM. „Ég var mjög sáttur með byrjunina en ég hefði mátt verja fleiri skot í síðustu tveimur leikjunum,“ segir Viktor að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Enn bætist í hóp verðlaunalandsliða Íslands á stómótum í handbolta Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. 20. ágúst 2018 10:30 Tekið á móti silfurhöfunum í dag: „Kom mér ekki á óvart“ Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri fékk varmar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ er liðið kom heim með silfrið frá EM í Króatíu. 20. ágúst 2018 21:45 Segir Hauk þann besta sem að hann hefur séð á þessum aldri Danskur úrvalsdeildarleikmaður sem fylgist vel með hefur aldrei séð annað eins. 20. ágúst 2018 09:00 Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30 Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira
Enn bætist í hóp verðlaunalandsliða Íslands á stómótum í handbolta Ísland eignaðist um helgina silfurlið á EM átján ára landsliða í handbolta en íslensku strákarnir komust þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Svíum. 20. ágúst 2018 10:30
Tekið á móti silfurhöfunum í dag: „Kom mér ekki á óvart“ Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri fékk varmar móttökur í höfuðstöðvum HSÍ er liðið kom heim með silfrið frá EM í Króatíu. 20. ágúst 2018 21:45
Segir Hauk þann besta sem að hann hefur séð á þessum aldri Danskur úrvalsdeildarleikmaður sem fylgist vel með hefur aldrei séð annað eins. 20. ágúst 2018 09:00
Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30
Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30