Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 11:16 Broidy (t.h.) lék lykilhlutverk í að smala saman fé frá fjársterkum aðilum til að fjármagna forsetaframboð Donalds Trump. Vísir/Getty Bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú sagt rannsaka hvort að Elliot Broidy, einn helsti fjáraflari Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Repúblikanaflokksins, hafi reynt að hagnast á ítökum sínum í Trump- stjórninni með því að bjóða erlendum embættismönnum stjórnaraðgerðir í skiptum fyrir tugi milljóna dollara. Broidy var varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC) en sagði af sér í apríl í kjölfar ásakana um að hann hefði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu milljónir dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sá um að gera samninginn fyrir hönd Broidy. Cohen er sjálfur til rannsóknar, grunaður um að hafa svikið út tugmilljóna dollara lán. Áður hefur verið sagt frá því að Broidy hafi verið milligöngumaður á milli Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Trump-stjórnarinnar. Fyrirtæki Broidy hafi fengið mörg hundruð milljóna dollara samninga við furstadæmin. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem beinist fyrst og fremst að meintu samráði forsetaframboðs Trump og Rússa er talin hafa teygt út anga sína og náð til mögulegra tilrauna arabaríkisins til að kaupa sér áhrif hjá Trump-stjórninni.Áform um að fá Trump til að framselja kínverskan andófsmann Nú segir Washington Post frá rannsókn dómsmálaráðuneytisins á því hvort að Broidy hafi reynt að selja erlendum aðilum stjórnaraðgerðir. Hann er þannig sakaður um að hafa reynt að fá Trump-stjórnina til að framselja Guo Wengui, kínverskan andófsmann sem kínversk stjórnvöld hafa viljað hafa hendur í hári á. Þá liggja einnig fyrir ásakanir um að Broidy hafi farið fram á 75 milljónir dollara frá malasískum embættismanni gegn því að bandaríska dómsmálaráðuneytið hætti rannsókn á þróunarfélagi malasísku ríkisstjórnarinnar. Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, hefur verið sakaður um að hafa dregið að sér milljarða dollara úr sjóðnum. Lögmaður Broidy hafnar ásökununum á hendur honum. Broidy hefur áður sakað ríkisstjórn Katar um að hafa stolið tölvupóstum sínum og lekið þeim í bandaríska fjölmiðla til þess að koma óorði á sig. Ástæðan sé sú að hann hafi sakað Katar um að styðja hryðjuverkastarfsemi. Bandaríkin Donald Trump Katar Malasía Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú sagt rannsaka hvort að Elliot Broidy, einn helsti fjáraflari Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Repúblikanaflokksins, hafi reynt að hagnast á ítökum sínum í Trump- stjórninni með því að bjóða erlendum embættismönnum stjórnaraðgerðir í skiptum fyrir tugi milljóna dollara. Broidy var varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC) en sagði af sér í apríl í kjölfar ásakana um að hann hefði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu milljónir dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, sá um að gera samninginn fyrir hönd Broidy. Cohen er sjálfur til rannsóknar, grunaður um að hafa svikið út tugmilljóna dollara lán. Áður hefur verið sagt frá því að Broidy hafi verið milligöngumaður á milli Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Trump-stjórnarinnar. Fyrirtæki Broidy hafi fengið mörg hundruð milljóna dollara samninga við furstadæmin. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem beinist fyrst og fremst að meintu samráði forsetaframboðs Trump og Rússa er talin hafa teygt út anga sína og náð til mögulegra tilrauna arabaríkisins til að kaupa sér áhrif hjá Trump-stjórninni.Áform um að fá Trump til að framselja kínverskan andófsmann Nú segir Washington Post frá rannsókn dómsmálaráðuneytisins á því hvort að Broidy hafi reynt að selja erlendum aðilum stjórnaraðgerðir. Hann er þannig sakaður um að hafa reynt að fá Trump-stjórnina til að framselja Guo Wengui, kínverskan andófsmann sem kínversk stjórnvöld hafa viljað hafa hendur í hári á. Þá liggja einnig fyrir ásakanir um að Broidy hafi farið fram á 75 milljónir dollara frá malasískum embættismanni gegn því að bandaríska dómsmálaráðuneytið hætti rannsókn á þróunarfélagi malasísku ríkisstjórnarinnar. Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, hefur verið sakaður um að hafa dregið að sér milljarða dollara úr sjóðnum. Lögmaður Broidy hafnar ásökununum á hendur honum. Broidy hefur áður sakað ríkisstjórn Katar um að hafa stolið tölvupóstum sínum og lekið þeim í bandaríska fjölmiðla til þess að koma óorði á sig. Ástæðan sé sú að hann hafi sakað Katar um að styðja hryðjuverkastarfsemi.
Bandaríkin Donald Trump Katar Malasía Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna