Leikmenn og þjálfarar liðsins eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína Hjörvar Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 07:30 Guðmundur Guðmundsson segir strákana hér heima í góðu umhverfi. vísir/getty „Það hefur verið algjörlega frábært að fylgjast með þeim og þó svo að það sé alltaf svekkjandi að tapa úrslitaleik þá er árangur þeirra stórkostlegur. Þeir hafa spilað heilt yfir mjög góðan varnarleik á mótinu og einkar vel útfærðan sóknarleik,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, um árangur U18 ára liðsins sem fékk silfur á HM í gær. „Heimir Þór Ríkharðsson og hans teymi hafa innleitt aga og skynsemi í sóknarleikinn og það var mjög gaman að sjá hvað hann var taktískt góður og vel upp lagður. Þeir eru að gera svipaða hluti og við erum að gera hjá A-landsliðinu og þjálfararnir eiga hrós skilið fyrir hversu vel „drillaðir“ leikmenn eru í sínum hlutverkum bæði í vörn og sókn,“ bætir Guðmundur við. „Markvarslan var líka heilt yfir mjög góð á mótinu og gaman að sjá hvað Viktor Gísli Hallgrímsson er orðinn öflugur. Haukur Þrastarson fór svo fyrir liðinu í sóknarleiknum og hann er orðinn mjög þroskaður og góður leikmaður,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. „Það er kærkomið fyrir mig að sjá hversu langt þessir leikmenn eru komnir og hversu vel þeir standa í sínum aldursflokki. Það má hins vegar ekki gleyma því að það er langur vegur frá því að gera góða hluti með U-18 ára liðinu og að geta gert sig gildandi með A-liðinu. Þar þurfa menn að fá 30-40 leiki til þess að slípa sinn leik og hlaupa af sér hornin ef svo má segja. Þetta gefur hins vegar klárlega góð fyrirheit fyrir framtíðina og sýnir að framtíðin er björt í íslenskum handbolta. Nú verða leikmenn eins og Viktor og Haukur sem hafa verið að spila stórt hlutverk með meistaraflokksliðum hér heima bara að vera þolinmóðir. Að mínu mati ættu þeir að halda sig heima þar sem þeir eru í góðu umhverfi og Haukur að spila stórt hlutverki í liði sem fór alla leið í úrslit síðasta vor. Mér finnst ekki liggja á að þeir fari utan að spila,“ segir Guðmundur um framhaldið hjá leikmönnum íslenska liðsins. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
„Það hefur verið algjörlega frábært að fylgjast með þeim og þó svo að það sé alltaf svekkjandi að tapa úrslitaleik þá er árangur þeirra stórkostlegur. Þeir hafa spilað heilt yfir mjög góðan varnarleik á mótinu og einkar vel útfærðan sóknarleik,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, um árangur U18 ára liðsins sem fékk silfur á HM í gær. „Heimir Þór Ríkharðsson og hans teymi hafa innleitt aga og skynsemi í sóknarleikinn og það var mjög gaman að sjá hvað hann var taktískt góður og vel upp lagður. Þeir eru að gera svipaða hluti og við erum að gera hjá A-landsliðinu og þjálfararnir eiga hrós skilið fyrir hversu vel „drillaðir“ leikmenn eru í sínum hlutverkum bæði í vörn og sókn,“ bætir Guðmundur við. „Markvarslan var líka heilt yfir mjög góð á mótinu og gaman að sjá hvað Viktor Gísli Hallgrímsson er orðinn öflugur. Haukur Þrastarson fór svo fyrir liðinu í sóknarleiknum og hann er orðinn mjög þroskaður og góður leikmaður,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. „Það er kærkomið fyrir mig að sjá hversu langt þessir leikmenn eru komnir og hversu vel þeir standa í sínum aldursflokki. Það má hins vegar ekki gleyma því að það er langur vegur frá því að gera góða hluti með U-18 ára liðinu og að geta gert sig gildandi með A-liðinu. Þar þurfa menn að fá 30-40 leiki til þess að slípa sinn leik og hlaupa af sér hornin ef svo má segja. Þetta gefur hins vegar klárlega góð fyrirheit fyrir framtíðina og sýnir að framtíðin er björt í íslenskum handbolta. Nú verða leikmenn eins og Viktor og Haukur sem hafa verið að spila stórt hlutverk með meistaraflokksliðum hér heima bara að vera þolinmóðir. Að mínu mati ættu þeir að halda sig heima þar sem þeir eru í góðu umhverfi og Haukur að spila stórt hlutverki í liði sem fór alla leið í úrslit síðasta vor. Mér finnst ekki liggja á að þeir fari utan að spila,“ segir Guðmundur um framhaldið hjá leikmönnum íslenska liðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30
Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00
Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15