Á móti vindi Hörður Ægisson skrifar 31. ágúst 2018 07:00 Það er eitthvað mikið að hjá Icelandair. Ekki er langt síðan tilkynnt var um að stjórnarformaður flugfélagsins hefði keypt hlutabréf í félaginu fyrir 100 milljónir. Kaup af slíkri stærðargráðu hafa ekki þekkst á meðal stjórnenda þess og hækkaði gengi bréfanna umtalsvert í kjölfarið. Tveimur vikum síðar sendi fyrirtækið frá sér afkomuviðvörun, þá þriðju á árinu, þar sem upplýst var um að tekjur yrðu talsvert lægri en áður var gert ráð fyrir og hlutabréfaverð félagsins féll um 17 prósent daginn eftir. Fullyrða má að stjórnendur fyrirtækisins hafi því aðeins fáum dögum áður, eða þann 13. ágúst þegar formaðurinn fjárfesti fyrir verulega fjárhæð í Icelandair, ekki haft upplýsingar um að útlit væri fyrir að afkoma ársins yrði mun verri en fyrri spár höfðu áætlað. Það er ekki góðs viti. Vandinn sem flugfélögin standa frammi fyrir er vel þekktur. Gríðarleg samkeppni, sem hefur haldið niðri meðalfargjöldum, og miklar hækkanir á olíuverði hefur leitt til þess að afkoman hefur versnað til muna. Spár Icelandair um að meðalfargjöld hlytu að fara hækkandi á ný, sem flugfélagið áætlar núna að muni gerast 2019, hafa ítrekað reynst rangar og á sama tíma hefur launakostnaður haldið áfram að aukast langt umfram tekjur. Útlit er fyrir að launakostnaður sem hlutfall af tekjum á þessu ári verði um 35 prósent sem er einsdæmi í samanburði við önnur sambærileg flugfélög. Verði ekkert gert, samhliða því að félaginu tekst ekki að velta þessum aukna kostnaði út í verðlagið, stefnir í óefni. Fjárhagsstaða Icelandair er vitaskuld um margt sterk og félagið því í góðri stöðu til að takast á við núverandi erfiðleika, sem vonandi eru aðeins tímabundnir. Eiginfjárhlutfallið er um 30 prósent og handbært fé um 25 milljarðar. Meðal annars af þeim sökum getur Icelandair brugðist við því þegar fyrirtækið mun síðar á árinu, eins og nú virðist óumflýjanlegt eftir síðustu afkomuspá, brjóta lánaskilmála sem kveða á um að vaxtaberandi skuldir megi ekki vera meiri en sem nemur 3,5 sinnum EBITDA félagsins. Það væri engu að síður óskhyggja að halda að hægt sé að brjóta slíka skilmála án þess að það kunni að hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér, ekki hvað síst fyrir lánakjör fyrirtækisins í framtíðinni. Fá fyrirtæki skipta Íslendinga – og íslenskt efnahagslíf – jafn miklu máli og Icelandair. Eftirmanns Björgólfs Jóhannssonar, sem axlaði ábyrgð á slökum rekstri með því að segja af sér, í forstjórastól Icelandair bíður ekki öfundsvert hlutverk. Á meðal þess sem hann gæti þurft að taka til skoðunar er hvort það hafi verið rétt að ganga til samninga á sínum tíma um kaup á sextán vélum frá Boeing. Margt bendir til að svo hafi ekki verið. Eitt er að minnsta kosti víst. Félagið má ekki við því að fleiri stórar rangar ákvarðanir verði teknar á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hörður Ægisson Icelandair Mest lesið Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað mikið að hjá Icelandair. Ekki er langt síðan tilkynnt var um að stjórnarformaður flugfélagsins hefði keypt hlutabréf í félaginu fyrir 100 milljónir. Kaup af slíkri stærðargráðu hafa ekki þekkst á meðal stjórnenda þess og hækkaði gengi bréfanna umtalsvert í kjölfarið. Tveimur vikum síðar sendi fyrirtækið frá sér afkomuviðvörun, þá þriðju á árinu, þar sem upplýst var um að tekjur yrðu talsvert lægri en áður var gert ráð fyrir og hlutabréfaverð félagsins féll um 17 prósent daginn eftir. Fullyrða má að stjórnendur fyrirtækisins hafi því aðeins fáum dögum áður, eða þann 13. ágúst þegar formaðurinn fjárfesti fyrir verulega fjárhæð í Icelandair, ekki haft upplýsingar um að útlit væri fyrir að afkoma ársins yrði mun verri en fyrri spár höfðu áætlað. Það er ekki góðs viti. Vandinn sem flugfélögin standa frammi fyrir er vel þekktur. Gríðarleg samkeppni, sem hefur haldið niðri meðalfargjöldum, og miklar hækkanir á olíuverði hefur leitt til þess að afkoman hefur versnað til muna. Spár Icelandair um að meðalfargjöld hlytu að fara hækkandi á ný, sem flugfélagið áætlar núna að muni gerast 2019, hafa ítrekað reynst rangar og á sama tíma hefur launakostnaður haldið áfram að aukast langt umfram tekjur. Útlit er fyrir að launakostnaður sem hlutfall af tekjum á þessu ári verði um 35 prósent sem er einsdæmi í samanburði við önnur sambærileg flugfélög. Verði ekkert gert, samhliða því að félaginu tekst ekki að velta þessum aukna kostnaði út í verðlagið, stefnir í óefni. Fjárhagsstaða Icelandair er vitaskuld um margt sterk og félagið því í góðri stöðu til að takast á við núverandi erfiðleika, sem vonandi eru aðeins tímabundnir. Eiginfjárhlutfallið er um 30 prósent og handbært fé um 25 milljarðar. Meðal annars af þeim sökum getur Icelandair brugðist við því þegar fyrirtækið mun síðar á árinu, eins og nú virðist óumflýjanlegt eftir síðustu afkomuspá, brjóta lánaskilmála sem kveða á um að vaxtaberandi skuldir megi ekki vera meiri en sem nemur 3,5 sinnum EBITDA félagsins. Það væri engu að síður óskhyggja að halda að hægt sé að brjóta slíka skilmála án þess að það kunni að hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér, ekki hvað síst fyrir lánakjör fyrirtækisins í framtíðinni. Fá fyrirtæki skipta Íslendinga – og íslenskt efnahagslíf – jafn miklu máli og Icelandair. Eftirmanns Björgólfs Jóhannssonar, sem axlaði ábyrgð á slökum rekstri með því að segja af sér, í forstjórastól Icelandair bíður ekki öfundsvert hlutverk. Á meðal þess sem hann gæti þurft að taka til skoðunar er hvort það hafi verið rétt að ganga til samninga á sínum tíma um kaup á sextán vélum frá Boeing. Margt bendir til að svo hafi ekki verið. Eitt er að minnsta kosti víst. Félagið má ekki við því að fleiri stórar rangar ákvarðanir verði teknar á næstunni.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun