Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Hjörvar Ólafsson skrifar 1. september 2018 07:45 Ísland, Brasilía, kvenna, blaðamannafundur, Freyr Alexandersson, fótbolti, knattspyrna, vináttulands Ef allt gengur að óskum mun Freyr Alexandersson svífa um á bleiku skýi síðdegis í dag og fagna vel og innilega með leikmönnum sínum í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Freyr hefur fengið drjúgan tíma til þess að smíða áætlun sem verður til þess að íslenska liðið leggur stjörnum prýtt lið Þýskalands að velli og koma liðinu í lokakeppni HM i fyrsta skipti í sögunni. „Það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í bátana. Við vorum komin með skýra mynd í kollinn um það hvernig við ætluðum að stilla upp byrjunarliðinu og hvernig leikskipulag verður. Það breytir litlu hvað undirbúninginn varðar að þýska liðið hafi skipt um þjálfara á milli leikja liðanna og ég tel mig vita hvernig hann mun stilla liði sínu upp og hvert uppleggið verður,“ sagði Freyr Alexandersson um toppslag Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2019 sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. „Við höfum tekist á við stór verkefni undanfarin ár og leikmenn liðsins eru reynslumiklir á stærsta sviðinu. Þessir leikmenn hafa leikið lengi saman og ég hef stýrt þeim í töluverðan tíma og við erum því farin að læra vel inn á styrkleika hvers annars. Ég hef engar áhyggjur af því að stærð leiksins og það hversu þýðingarmikill hann er muni verða leikmönnum liðsins um megn. Það væri geggjað ef stuðningsmenn gætu mætt snemma á völlinn og hjálpað leikmönnum að fá orku á meðan þær eru að undirbúa sig fyrir leikinn. Það er heillavænlegra að stemmingin vaxi á meðan leikmenn hita upp og nái hámarki í leiknum sjálfum, en komi ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar leikurinn hefst,“ sagði hann um það hvernig leikmenn liðsins muni nálgast leikinn. „Það er stefnan að sækja sigur, en við vitum það vel að leikurinn getur þróast í margar áttir. Það er erfitt að lesa í það hvernig leikmyndin verður, en sama hvað gerist munum við halda við það leikskipulag sem við setjum upp og sýna þolinmæði. Eðlilega niðurstaðan úr þessum leik væri þýskur sigur, en við höfum margoft sýnt að við erum langt frá því að vera eðlileg. Pressan er öll á þýska liðinu og það væri katastrófa ef þær myndu tapa. Vonandi náum við hagstæðum úrslitum og gerum það að verkum að við getum hlaðið í gott partý, sagði Breiðhyltingurinn enn fremur um verkefni dagsins. hjorvaro@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Stór útsending frá Laugardalsvelli á morgun Ísland og Þýskaland mætast í stærsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi á morgun. Það verður risastór útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 31. ágúst 2018 15:37 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Ef allt gengur að óskum mun Freyr Alexandersson svífa um á bleiku skýi síðdegis í dag og fagna vel og innilega með leikmönnum sínum í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Freyr hefur fengið drjúgan tíma til þess að smíða áætlun sem verður til þess að íslenska liðið leggur stjörnum prýtt lið Þýskalands að velli og koma liðinu í lokakeppni HM i fyrsta skipti í sögunni. „Það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í bátana. Við vorum komin með skýra mynd í kollinn um það hvernig við ætluðum að stilla upp byrjunarliðinu og hvernig leikskipulag verður. Það breytir litlu hvað undirbúninginn varðar að þýska liðið hafi skipt um þjálfara á milli leikja liðanna og ég tel mig vita hvernig hann mun stilla liði sínu upp og hvert uppleggið verður,“ sagði Freyr Alexandersson um toppslag Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2019 sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. „Við höfum tekist á við stór verkefni undanfarin ár og leikmenn liðsins eru reynslumiklir á stærsta sviðinu. Þessir leikmenn hafa leikið lengi saman og ég hef stýrt þeim í töluverðan tíma og við erum því farin að læra vel inn á styrkleika hvers annars. Ég hef engar áhyggjur af því að stærð leiksins og það hversu þýðingarmikill hann er muni verða leikmönnum liðsins um megn. Það væri geggjað ef stuðningsmenn gætu mætt snemma á völlinn og hjálpað leikmönnum að fá orku á meðan þær eru að undirbúa sig fyrir leikinn. Það er heillavænlegra að stemmingin vaxi á meðan leikmenn hita upp og nái hámarki í leiknum sjálfum, en komi ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar leikurinn hefst,“ sagði hann um það hvernig leikmenn liðsins muni nálgast leikinn. „Það er stefnan að sækja sigur, en við vitum það vel að leikurinn getur þróast í margar áttir. Það er erfitt að lesa í það hvernig leikmyndin verður, en sama hvað gerist munum við halda við það leikskipulag sem við setjum upp og sýna þolinmæði. Eðlilega niðurstaðan úr þessum leik væri þýskur sigur, en við höfum margoft sýnt að við erum langt frá því að vera eðlileg. Pressan er öll á þýska liðinu og það væri katastrófa ef þær myndu tapa. Vonandi náum við hagstæðum úrslitum og gerum það að verkum að við getum hlaðið í gott partý, sagði Breiðhyltingurinn enn fremur um verkefni dagsins. hjorvaro@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Stór útsending frá Laugardalsvelli á morgun Ísland og Þýskaland mætast í stærsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi á morgun. Það verður risastór útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 31. ágúst 2018 15:37 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Sjá meira
Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30
Stór útsending frá Laugardalsvelli á morgun Ísland og Þýskaland mætast í stærsta leik íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi á morgun. Það verður risastór útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 31. ágúst 2018 15:37
Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti