Bikarhefðin ekki rík hjá liðunum Hjörvar Ólafsson skrifar 15. september 2018 08:00 Blaðamannafundur um bikarúrslitaleik í knattspyrnu karla. Blásið verður til leiks í bikarúrslitaleiknum í knattspyrnu karla klukkan 19.15 í kvöld, en það verður norðanmaðurinn Þóroddur Hjaltalín sem fær það hlutverk að allt fari fram samkvæmt settum reglum í leiknum. Að þessu sinni mætast tvö félög í bikarúrslitum sem hafa ekki ríka bikarhefð þrátt fyrir að þau séu í dag bæði fjölmenn og öflug. Breiðablik státar af einum bikarmeistaratitil sem liðið vann árið 2009 með því að leggja Fram að velli í bikarúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Þar áður hafði liðið einu sinni farið alla leið í bikarúrslit, en það var árið 1971 þar sem Víkingur hafði betur. Stjarnan hefur hins vegar farið tvisvar sinnum í bikarúrslit, það er árin 2012 og 2013 og í bæði skiptin hélt liðið súrt af velli með tap á bakinu. Í fyrra skiptið eyðilagði KR partýið fyrir Stjörnunni og í það síðara var það Fram sem hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Þrátt fyrir að Stjarnan sem félag státi ekki af ríkri sögu í bikarkeppninni er fyrirliði liðsins, Baldur Sigurðsson, margreyndur á þeim vettvangi. Hann er að fara í sinn sjötta bikarúrslitaleik, en hann varð bikarmeistari með Keflavík árið 2006 og síðan KR árin 2011 og 2012. „Það er alltaf jafn mikil spenna í undanfara þessa leiks og fyrir mér er þetta meira tilhlökkun en stress þar sem ég veit upp á hár hvað ég er að fara út í. Það er ávallt frábær umgjörð í kringum leikinn og allt umtalið í kringum leikinn magnar spennuna fyrir leiknum,“ sagði Baldur í samtali við Fréttablaðið. „Nú er líka langt síðan við höfum spilað deildarleik þannig að spennan hefur fengið að magnast enn frekar í okkar herbúðum. Við erum samt með reynslumikla leikmenn í okkar liði þannig að ég hef ekki áhyggjur af því að spennustigið verði of hátt,“ sagði Baldur enn fremur. „Það er líka geggjað að spila þennan leik á laugardegi um kvöld. Það er alltaf einhver auka fiðringur sem fer um mann þegar það er spilað í myrkri og flóðljósum og það gefur leiknum auka krydd. Þetta verður hörkuleikur og snýst bara um gamla góða dagsformið,“ sagði Mývetningurinn spenntur. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, hefur ekki farið í jafn marga bikarúrslitaleiki og Baldur, en hann var varamarkvörður hjá KR þegar liðið varð bikarmeistari árið 1999 og vann svo titilinn með FH með sigri gegn KR árið 2010. „Það er langt síðan við spiluðu síðast deildarleik og fyrir vikið höfum við haft langan tíma til þess að undirbúa þennan leik. Við höfum tapað fyrir þeim í báðum deildarleikjunum í sumar þannig að við þurfum að finna hvað við verðum að gera betur að þessu sinni, en í þeim leikjum. Þjálfararnir hafa gert vel í undirbúningnum og ég tel okkur vera eins vel undirbúna og nokkur kostur er,“ sagði Gunnleifur um undirbúninginn fyrir komandi verkefni. „Rútínan hefur bara verið hefðbundin og það er mér að skapi. Það hefur ekkert verið farið á hótel eða í einhverja einangrun og mér finnst heillavænlegra að hafa þann háttinn á. Ég mun svo bara fara í gegnum mína venjulegu rútínu á leikdegi og nálgast þennan leik eins og hvern annan. Ég finn ekki fyrir auknu stressi, enda orðin nokkuð reyndur í þessum bransa. Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur sem endar á skemmtilegan hátt fyrir okkur,“ sagði markvörðurinn enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Blásið verður til leiks í bikarúrslitaleiknum í knattspyrnu karla klukkan 19.15 í kvöld, en það verður norðanmaðurinn Þóroddur Hjaltalín sem fær það hlutverk að allt fari fram samkvæmt settum reglum í leiknum. Að þessu sinni mætast tvö félög í bikarúrslitum sem hafa ekki ríka bikarhefð þrátt fyrir að þau séu í dag bæði fjölmenn og öflug. Breiðablik státar af einum bikarmeistaratitil sem liðið vann árið 2009 með því að leggja Fram að velli í bikarúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Þar áður hafði liðið einu sinni farið alla leið í bikarúrslit, en það var árið 1971 þar sem Víkingur hafði betur. Stjarnan hefur hins vegar farið tvisvar sinnum í bikarúrslit, það er árin 2012 og 2013 og í bæði skiptin hélt liðið súrt af velli með tap á bakinu. Í fyrra skiptið eyðilagði KR partýið fyrir Stjörnunni og í það síðara var það Fram sem hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Þrátt fyrir að Stjarnan sem félag státi ekki af ríkri sögu í bikarkeppninni er fyrirliði liðsins, Baldur Sigurðsson, margreyndur á þeim vettvangi. Hann er að fara í sinn sjötta bikarúrslitaleik, en hann varð bikarmeistari með Keflavík árið 2006 og síðan KR árin 2011 og 2012. „Það er alltaf jafn mikil spenna í undanfara þessa leiks og fyrir mér er þetta meira tilhlökkun en stress þar sem ég veit upp á hár hvað ég er að fara út í. Það er ávallt frábær umgjörð í kringum leikinn og allt umtalið í kringum leikinn magnar spennuna fyrir leiknum,“ sagði Baldur í samtali við Fréttablaðið. „Nú er líka langt síðan við höfum spilað deildarleik þannig að spennan hefur fengið að magnast enn frekar í okkar herbúðum. Við erum samt með reynslumikla leikmenn í okkar liði þannig að ég hef ekki áhyggjur af því að spennustigið verði of hátt,“ sagði Baldur enn fremur. „Það er líka geggjað að spila þennan leik á laugardegi um kvöld. Það er alltaf einhver auka fiðringur sem fer um mann þegar það er spilað í myrkri og flóðljósum og það gefur leiknum auka krydd. Þetta verður hörkuleikur og snýst bara um gamla góða dagsformið,“ sagði Mývetningurinn spenntur. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, hefur ekki farið í jafn marga bikarúrslitaleiki og Baldur, en hann var varamarkvörður hjá KR þegar liðið varð bikarmeistari árið 1999 og vann svo titilinn með FH með sigri gegn KR árið 2010. „Það er langt síðan við spiluðu síðast deildarleik og fyrir vikið höfum við haft langan tíma til þess að undirbúa þennan leik. Við höfum tapað fyrir þeim í báðum deildarleikjunum í sumar þannig að við þurfum að finna hvað við verðum að gera betur að þessu sinni, en í þeim leikjum. Þjálfararnir hafa gert vel í undirbúningnum og ég tel okkur vera eins vel undirbúna og nokkur kostur er,“ sagði Gunnleifur um undirbúninginn fyrir komandi verkefni. „Rútínan hefur bara verið hefðbundin og það er mér að skapi. Það hefur ekkert verið farið á hótel eða í einhverja einangrun og mér finnst heillavænlegra að hafa þann háttinn á. Ég mun svo bara fara í gegnum mína venjulegu rútínu á leikdegi og nálgast þennan leik eins og hvern annan. Ég finn ekki fyrir auknu stressi, enda orðin nokkuð reyndur í þessum bransa. Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur sem endar á skemmtilegan hátt fyrir okkur,“ sagði markvörðurinn enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira