Herða árásir á Google Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2018 11:56 Myndbandið er frá fundi í kjölfar kosninganna 2016 en fyrirtækið heldur reglulega fundi sem eru streymdir til allra starfsstöðva fyrirtækisins um heiminn. Vísir/AP Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trump, sem forseta Bandaríkjanna. Myndbandið er frá fundi í kjölfar kosninganna 2016 en fyrirtækið heldur reglulega fundi sem eru streymdir til allra starfsstöðva fyrirtækisins um heiminn.Birting myndbandsins fellur vel inn í herferð Repúblikana og bandamanna þeirra í fjölmiðlum Bandaríkjanna til að sýna fram á meinta mismunun tæknifyrirtækja gagnvart íhaldsmönnum.Meðal þess sem fram kemur í myndbandinu er að Sundar Pichai, framkvæmdastjóri Google, og Ruth Porat, fjármálastjóri Alphabet, móðurfélags Google, voru ósátt með kjör Trump og Sergey Brin, einn af stofnendum Google, sagðist vera miður sín og að sigur Tump færi gegn helstu gildum Google. Brin, sem fluttist til Bandaríkjanna frá Sovétríkjunum sem barn, ýjar einnig að því að fylgjendur Trump séu fasistar. Þá sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins að hann hefði rætt við íhaldssama starfsmenn Google sem fannst óþægilegt að ræða skoðanir sínar innan fyrirtækisins. Hann hvatti starfsmenn til að virða skoðanir annarra. Forsvarsmenn fyrirtækisins svöruðu einnig spurningum starfsmanna á fundinum og margar þeirra voru um kosningarnar og ýmis málefni sem Trump hafði fjallað um í kosningabaráttunni. Þar má nefna málefni innflytjenda, samkynhneigðra og hlutleysi internetsins. Um tíu þúsund starfsmenn Google eru ekki bandarískir ríkisborgarar og var einnig fjallað um hvaða áhrif kosningarnar myndu gætu haft á þá. Talskona Google, sagði í kjölfar birtingar myndbandsins að um hefðbundinn umræðufund hafi verið að ræða þar sem sumir starfsmenn Google hafi sagt frá eigin skoðunum í kjölfar róstusamra kosninga. Hún sagði einnig að myndbandið sýni að enginn hafi sagt neitt sem sýni fram að Google stundaði þöggun gagnvart íhaldsmönnum.Trump sjálfur veittist að Google á Twitter í síðustu viku og sakaði fyrirtækið um þöggun. Það tísti byggði á umdeildri bloggfærslu. Í kjölfarið af tístinu, þar sem Trump velti vöngum yfir því hvort að Google væri að brjóta gegn lögum, sagði Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, að Hvíta húsið hefði Google „til skoðunar“. Hann fór hins vegar ekkert nánar út í það.Sjá einnig: Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á TwitterBrad Parscale, kosningastjóri Trump fyrir kosningarnar 2020 ,tísti um málið í gærkvöldi og gaf í skyn að Google væri ógn gagnvart lýðræði í Bandaríkjunum. Þá kallaði hann eftir því að þingnefndir rannsökuðu Google..@google needs to explain why this isn’t a threat to the Republic. Watch the video. Google believes they can shape your search results and videos to make you “have their values”. Open borders. Socialism. Medicare 4 all. Congressional hearings! Investigatehttps://t.co/jlbSgMMrLT — Brad Parscale (@parscale) September 12, 2018 Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem íhaldsmenn gagnrýna Google fyrir að þagga niður í þeim. James Damore, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, hefur höfðað mál gegn Google fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google.Sjá einnig: Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlumÍ umfjöllun Guardian segir að ljóst sé að umfjöllun Breitbart sé ekki í anda við tón fundar starfsmanna Google. Þrátt fyrir það sé ljóst að umfjöllunin muni verða vatn á myllu íhaldsmanna í Bandaríkjanna í deilum þeirra við tæknifyrirtæki. Bandaríkin Donald Trump Google Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trump, sem forseta Bandaríkjanna. Myndbandið er frá fundi í kjölfar kosninganna 2016 en fyrirtækið heldur reglulega fundi sem eru streymdir til allra starfsstöðva fyrirtækisins um heiminn.Birting myndbandsins fellur vel inn í herferð Repúblikana og bandamanna þeirra í fjölmiðlum Bandaríkjanna til að sýna fram á meinta mismunun tæknifyrirtækja gagnvart íhaldsmönnum.Meðal þess sem fram kemur í myndbandinu er að Sundar Pichai, framkvæmdastjóri Google, og Ruth Porat, fjármálastjóri Alphabet, móðurfélags Google, voru ósátt með kjör Trump og Sergey Brin, einn af stofnendum Google, sagðist vera miður sín og að sigur Tump færi gegn helstu gildum Google. Brin, sem fluttist til Bandaríkjanna frá Sovétríkjunum sem barn, ýjar einnig að því að fylgjendur Trump séu fasistar. Þá sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins að hann hefði rætt við íhaldssama starfsmenn Google sem fannst óþægilegt að ræða skoðanir sínar innan fyrirtækisins. Hann hvatti starfsmenn til að virða skoðanir annarra. Forsvarsmenn fyrirtækisins svöruðu einnig spurningum starfsmanna á fundinum og margar þeirra voru um kosningarnar og ýmis málefni sem Trump hafði fjallað um í kosningabaráttunni. Þar má nefna málefni innflytjenda, samkynhneigðra og hlutleysi internetsins. Um tíu þúsund starfsmenn Google eru ekki bandarískir ríkisborgarar og var einnig fjallað um hvaða áhrif kosningarnar myndu gætu haft á þá. Talskona Google, sagði í kjölfar birtingar myndbandsins að um hefðbundinn umræðufund hafi verið að ræða þar sem sumir starfsmenn Google hafi sagt frá eigin skoðunum í kjölfar róstusamra kosninga. Hún sagði einnig að myndbandið sýni að enginn hafi sagt neitt sem sýni fram að Google stundaði þöggun gagnvart íhaldsmönnum.Trump sjálfur veittist að Google á Twitter í síðustu viku og sakaði fyrirtækið um þöggun. Það tísti byggði á umdeildri bloggfærslu. Í kjölfarið af tístinu, þar sem Trump velti vöngum yfir því hvort að Google væri að brjóta gegn lögum, sagði Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, að Hvíta húsið hefði Google „til skoðunar“. Hann fór hins vegar ekkert nánar út í það.Sjá einnig: Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á TwitterBrad Parscale, kosningastjóri Trump fyrir kosningarnar 2020 ,tísti um málið í gærkvöldi og gaf í skyn að Google væri ógn gagnvart lýðræði í Bandaríkjunum. Þá kallaði hann eftir því að þingnefndir rannsökuðu Google..@google needs to explain why this isn’t a threat to the Republic. Watch the video. Google believes they can shape your search results and videos to make you “have their values”. Open borders. Socialism. Medicare 4 all. Congressional hearings! Investigatehttps://t.co/jlbSgMMrLT — Brad Parscale (@parscale) September 12, 2018 Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem íhaldsmenn gagnrýna Google fyrir að þagga niður í þeim. James Damore, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, hefur höfðað mál gegn Google fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google.Sjá einnig: Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlumÍ umfjöllun Guardian segir að ljóst sé að umfjöllun Breitbart sé ekki í anda við tón fundar starfsmanna Google. Þrátt fyrir það sé ljóst að umfjöllunin muni verða vatn á myllu íhaldsmanna í Bandaríkjanna í deilum þeirra við tæknifyrirtæki.
Bandaríkin Donald Trump Google Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira