Rétti reksturinn við eftir tapár Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 27. september 2018 07:30 Nordic Visitor tapaði 40 milljónum króna á árinu 2017. Vísir/Vilhelm Síðasta ár var versta rekstrarár ferðaþjónustufyrirtækisins Nordic Visitor frá árinu 2010 en með róttækri endurskipulagningu náði fyrirtækið hins vegar miklum viðsnúningi í rekstrinum og stefnir nú í að 2018 verði besta rekstrarár þess frá upphafi. Nordic Visitor tapaði 40 milljónum króna á árinu 2017 samkvæmt nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins, meðal annars vegna kostnaðarhækkana, gengisstyrkingar, skattahækkana á innlendar ferðaskrifstofur og væntinga um vöxt sem skiluðu sér ekki. Tekjur fyrirtækisins á árinu námu 1.267 milljónum króna og jukust um 6,8 prósent á milli ára en á móti jókst rekstrarkostnaður um fjórtán prósent. Þá var eigið féð orðið neikvætt um 13 milljónir króna.Ásberg Jónsson, stofnandi ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor.„Þrátt fyrir mikinn vöxt undanfarin ár hefur afkoman farið hratt niður á við. Það kostar að vaxa og við vorum komin í alltof mörg verkefni sem voru að skila of lágri framlegð til að standa undir kostnaði,“ segir Ásberg Jónsson, stofnandi og meirihlutaeigandi Nordic Visitor. „Í upphafi síðasta árs áttuðum við okkur á því að landslagið væri að breytast hratt, og að breytingarnar gerðu það að verkum að ýmsar vörur sem við vorum að selja urðu óarðbærar.“ Ásberg segir að stjórnendur og starfsmenn fyrirtækisins hafi á síðari hluta árs 2017 ráðist í róttæka endurskipulagningu á starfsemi fyrirtækisins sem fól í sér að leggja áherslu á arðsemi umfram vöxt. „Aðgerðirnar sneru að því að endurskipuleggja vöruframboð fyrirtækisins og auka sölu beint til viðskiptavina í gegnum netið. Dregið var verulega úr sölu á ferðum til erlendra endursöluaðila og lokað var fyrir markaðssetningu inn á óarðbæra markaði,“ segir Ásberg. Á sama tíma var starfsmönnum fækkað og verkferlar sjálfvirknivæddir auk þess sem innkaupin voru endurskipulögð og ákveðin sérfræðistörf flutt til Skotlands. Þessar aðgerðir skiluðu skjótum viðsnúningi. „Við erum á einu ári að færa fyrirtækið frá því að skila tapi yfir í það að ná besta rekstrarári fyrirtækisins frá upphafi. Fyrstu mánuði eftir aðgerðir dróst velta fyrirtækisins saman um 20 prósent en með nýjum áherslum er okkur að takast að viðhalda veltu milli ára. Aukningin er í ferðum sem skila okkur mun betri framlegð og af þeim ástæðum auk lækkunar á rekstrarkostnaði erum við að skila langtum betri afkomu,“ segir Ásberg. „Árin 2016 og 2017 hafa sýnt okkar að mikill vöxtur á stuttum tíma skilar sér ekkert endilega í betri afkomu.“ Slök afkoma fyrirtækisins á síðasta ári er ekki einsdæmi í ferðaþjónustu hér á landi. Afkoma fyrirtækja í greininni hefur farið hratt niður á við, að sögn Ásbergs, og verður 2018 mjög erfitt ár fyrir marga. Hann telur þörf á mikilli hagræðingu. „Greinin er í raun á sambærilegum stað og sjávarútvegur árið 1989 þegar þörf var á samþjöppun og mikilli hagræðingu. Vöxturinn var ekki sjálfbær og gat í raun ekki haldið áfram á þessum hraða. Yfirvöld hafa ekki náð að halda í við vöxtinn, innviðir hafa ekki byggst upp í takt við mikla fjölgun ferðamanna og kostnaður fyrirtækja hefur vaxið umfram tekjur. Það eru of mörg fyrirtæki starfandi í ferðaþjónustu í dag og það er því miður ekki pláss fyrir þau öll.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00 Þungt hljóð innan SAF vegna skattabreytinga Það var hiti í fundargestum félagsfundar Samtaka ferðaþjónustunnar í gær. Samtökin mótmæla harðlega fyrirhuguðum breytingum á virðisaukaskatti og þeim aðferðum sem var beitt og segja að uppbygging á jaðarsvæðum stöðvist. 31. mars 2017 06:00 Örlítið hægari taktur en í borginni Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Ólafsson eru að flytja úr Reykjavík á Ísafjörð með konur og börn. Þar með snúa þeir í heimahagana aftur því þeir eru Vestfirðingar í grunninn. 1. september 2018 10:00 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Síðasta ár var versta rekstrarár ferðaþjónustufyrirtækisins Nordic Visitor frá árinu 2010 en með róttækri endurskipulagningu náði fyrirtækið hins vegar miklum viðsnúningi í rekstrinum og stefnir nú í að 2018 verði besta rekstrarár þess frá upphafi. Nordic Visitor tapaði 40 milljónum króna á árinu 2017 samkvæmt nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins, meðal annars vegna kostnaðarhækkana, gengisstyrkingar, skattahækkana á innlendar ferðaskrifstofur og væntinga um vöxt sem skiluðu sér ekki. Tekjur fyrirtækisins á árinu námu 1.267 milljónum króna og jukust um 6,8 prósent á milli ára en á móti jókst rekstrarkostnaður um fjórtán prósent. Þá var eigið féð orðið neikvætt um 13 milljónir króna.Ásberg Jónsson, stofnandi ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor.„Þrátt fyrir mikinn vöxt undanfarin ár hefur afkoman farið hratt niður á við. Það kostar að vaxa og við vorum komin í alltof mörg verkefni sem voru að skila of lágri framlegð til að standa undir kostnaði,“ segir Ásberg Jónsson, stofnandi og meirihlutaeigandi Nordic Visitor. „Í upphafi síðasta árs áttuðum við okkur á því að landslagið væri að breytast hratt, og að breytingarnar gerðu það að verkum að ýmsar vörur sem við vorum að selja urðu óarðbærar.“ Ásberg segir að stjórnendur og starfsmenn fyrirtækisins hafi á síðari hluta árs 2017 ráðist í róttæka endurskipulagningu á starfsemi fyrirtækisins sem fól í sér að leggja áherslu á arðsemi umfram vöxt. „Aðgerðirnar sneru að því að endurskipuleggja vöruframboð fyrirtækisins og auka sölu beint til viðskiptavina í gegnum netið. Dregið var verulega úr sölu á ferðum til erlendra endursöluaðila og lokað var fyrir markaðssetningu inn á óarðbæra markaði,“ segir Ásberg. Á sama tíma var starfsmönnum fækkað og verkferlar sjálfvirknivæddir auk þess sem innkaupin voru endurskipulögð og ákveðin sérfræðistörf flutt til Skotlands. Þessar aðgerðir skiluðu skjótum viðsnúningi. „Við erum á einu ári að færa fyrirtækið frá því að skila tapi yfir í það að ná besta rekstrarári fyrirtækisins frá upphafi. Fyrstu mánuði eftir aðgerðir dróst velta fyrirtækisins saman um 20 prósent en með nýjum áherslum er okkur að takast að viðhalda veltu milli ára. Aukningin er í ferðum sem skila okkur mun betri framlegð og af þeim ástæðum auk lækkunar á rekstrarkostnaði erum við að skila langtum betri afkomu,“ segir Ásberg. „Árin 2016 og 2017 hafa sýnt okkar að mikill vöxtur á stuttum tíma skilar sér ekkert endilega í betri afkomu.“ Slök afkoma fyrirtækisins á síðasta ári er ekki einsdæmi í ferðaþjónustu hér á landi. Afkoma fyrirtækja í greininni hefur farið hratt niður á við, að sögn Ásbergs, og verður 2018 mjög erfitt ár fyrir marga. Hann telur þörf á mikilli hagræðingu. „Greinin er í raun á sambærilegum stað og sjávarútvegur árið 1989 þegar þörf var á samþjöppun og mikilli hagræðingu. Vöxturinn var ekki sjálfbær og gat í raun ekki haldið áfram á þessum hraða. Yfirvöld hafa ekki náð að halda í við vöxtinn, innviðir hafa ekki byggst upp í takt við mikla fjölgun ferðamanna og kostnaður fyrirtækja hefur vaxið umfram tekjur. Það eru of mörg fyrirtæki starfandi í ferðaþjónustu í dag og það er því miður ekki pláss fyrir þau öll.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00 Þungt hljóð innan SAF vegna skattabreytinga Það var hiti í fundargestum félagsfundar Samtaka ferðaþjónustunnar í gær. Samtökin mótmæla harðlega fyrirhuguðum breytingum á virðisaukaskatti og þeim aðferðum sem var beitt og segja að uppbygging á jaðarsvæðum stöðvist. 31. mars 2017 06:00 Örlítið hægari taktur en í borginni Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Ólafsson eru að flytja úr Reykjavík á Ísafjörð með konur og börn. Þar með snúa þeir í heimahagana aftur því þeir eru Vestfirðingar í grunninn. 1. september 2018 10:00 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00
Þungt hljóð innan SAF vegna skattabreytinga Það var hiti í fundargestum félagsfundar Samtaka ferðaþjónustunnar í gær. Samtökin mótmæla harðlega fyrirhuguðum breytingum á virðisaukaskatti og þeim aðferðum sem var beitt og segja að uppbygging á jaðarsvæðum stöðvist. 31. mars 2017 06:00
Örlítið hægari taktur en í borginni Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Ólafsson eru að flytja úr Reykjavík á Ísafjörð með konur og börn. Þar með snúa þeir í heimahagana aftur því þeir eru Vestfirðingar í grunninn. 1. september 2018 10:00