Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2018 23:05 Brett Kavanaugh. AP/Manuel Balce Ceneta Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa ráðið kvenkyns lögfræðing til að spyrja Christine Blasey Ford spurninga á fundi nefndarinnar á fimmtudaginn. Ford hefur sakað Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Kavanaugh mun einnig bera vitni á nefndarfundinum á fimmtudaginn en hann hefur neitað ásökunum beggja kvennanna sem hafa stigið fram. Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í nefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar. Þeir óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. Þeir hafa ekki viljað opinbera nafn hennar og segja það gert til að tryggja öryggi hennar. Chuck Grassley, formaður nefndarinnar, var spurður hvort einhverjar hótanir hefðu borist og sagðist hann ekki vita til þess. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp í að koma Kavanaugh í embætti og Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hefur skipulagt atkvæðagreiðslu um tilnefningu Kavanaugh strax á föstudaginn, samkvæmt Politco.McConnell sagði í dag að Kvanaugh væri fórnarlamb „vopnvædds rógburðs“.Segir ásökun vera tilbúning Önnur kona hefur stigið fram og sakað Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi.Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að saga hennar væri tilbúningur. Hún hefði „sko verið ölvuð og í ruglinu“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann, aftur, að ásakanirnar gegn Kavanaugh væru runnar undan rifjum Demókrata. „Seinni konan er með ekkert í höndunum. Hún heldur að þetta hafi verið hann, kannski ekki. Hún viðurkennir að hafa verið ölvuð og að hún muni þetta ekki algerlega,“ sagði Trump og gerði hann lítið úr málinu. „Einmitt,“ sagði hann með kaldhæðnistón. „Við skulum ekki gera hann að Hæstaréttardómara út af þessu. Þetta er svikamylla Demókrataflokksins.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir „Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19 Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa ráðið kvenkyns lögfræðing til að spyrja Christine Blasey Ford spurninga á fundi nefndarinnar á fimmtudaginn. Ford hefur sakað Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Kavanaugh mun einnig bera vitni á nefndarfundinum á fimmtudaginn en hann hefur neitað ásökunum beggja kvennanna sem hafa stigið fram. Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í nefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar. Þeir óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. Þeir hafa ekki viljað opinbera nafn hennar og segja það gert til að tryggja öryggi hennar. Chuck Grassley, formaður nefndarinnar, var spurður hvort einhverjar hótanir hefðu borist og sagðist hann ekki vita til þess. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp í að koma Kavanaugh í embætti og Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hefur skipulagt atkvæðagreiðslu um tilnefningu Kavanaugh strax á föstudaginn, samkvæmt Politco.McConnell sagði í dag að Kvanaugh væri fórnarlamb „vopnvædds rógburðs“.Segir ásökun vera tilbúning Önnur kona hefur stigið fram og sakað Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi.Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að saga hennar væri tilbúningur. Hún hefði „sko verið ölvuð og í ruglinu“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann, aftur, að ásakanirnar gegn Kavanaugh væru runnar undan rifjum Demókrata. „Seinni konan er með ekkert í höndunum. Hún heldur að þetta hafi verið hann, kannski ekki. Hún viðurkennir að hafa verið ölvuð og að hún muni þetta ekki algerlega,“ sagði Trump og gerði hann lítið úr málinu. „Einmitt,“ sagði hann með kaldhæðnistón. „Við skulum ekki gera hann að Hæstaréttardómara út af þessu. Þetta er svikamylla Demókrataflokksins.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir „Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19 Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
„Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19
Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49