„Ég er ekki að fara neitt“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2018 21:19 Brett Kavanaugh og Ashley Estes Kavanaugh. AP/Jacquelyn Martin „Ég er ekki að fara neitt,“ segir Brett Kavanaugh, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt til Hæstaréttar. Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Þess í stað segir hann ásakanirnar drifnar áfram af pólitík og þær hafi dregið stjórnmálaumræðu Bandaríkjanna niður á lægra plan. Til stendur að bæði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla sem segir hann hafa reynt að nauðga sér, mæti á fund dómsmálanefndar öldungadeildarinnar á fimmtudaginn þar sem hvort þeirra mun segja sína sögu. Repúblikanar hafa nú sett á laggirnar herferð til að verja Kavanaugh og tilnefningu hans og til marks um það fóru Kavanaugh og eiginkona hans í viðtal hjá Fox News sem sýnt er nú í kvöld. Dagurinn byrjaði á því að Trump sagðist standa með Kavanaug „alla leið“ og að ásakanirnar væru runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna.Í kjölfarið sendi Kavanaugh bréf til nefndarinnar þar sem hann sagði að hann myndi ekki láta „ógna sér“ til að stíga til hliðar. Þá sagði hann að um herferð gegn sér væri að ræða og að markmið hennar væri að sverta mannorð hans."I'm not going to let false accusations drive us out of this process." —Brett Kavanaugh Watch @MarthaMacCallum's full interview with Judge Kavanaugh and his wife Ashley tonight on Fox News Channel at 7p ET. https://t.co/QFmLfIwW4Rpic.twitter.com/r8J2TUYQDj — Fox News (@FoxNews) September 24, 2018 Skömmu seinna, var Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni, mættur í pontu þar sem hann sagði reiður að Demókratar væru búnir að kasta „allri þeirri drullu sem þeir hefðu skapað“. Hann sagði að það yrði kosið um tilnefningu Kavanaugh skömmu eftir fundinni á fimmtudaginn en hann nefndi þó enga dagsetningu. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, sagði einnig í dag að ásakanirnar litu út fyrir að vera einhvers konar samsæri. Demókratar hafa kallað eftir því að hægt verði á tilnefningarferli Kavanaugh á meðan ásakanirnar verði rannsakaðar til fullnustu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar er Trump sannfærður um að Demókratar og fjölmiðlar vinni í sameiningu að því að grafa undan Kavanaugh. Hann lítur á nýju ásakanirnar gegn dómaranum, sem voru birtar í gær, sem staðfestingu á því. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
„Ég er ekki að fara neitt,“ segir Brett Kavanaugh, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt til Hæstaréttar. Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. Þess í stað segir hann ásakanirnar drifnar áfram af pólitík og þær hafi dregið stjórnmálaumræðu Bandaríkjanna niður á lægra plan. Til stendur að bæði Kavanaugh og Christine Blasey Ford, skólasystir dómarans úr menntaskóla sem segir hann hafa reynt að nauðga sér, mæti á fund dómsmálanefndar öldungadeildarinnar á fimmtudaginn þar sem hvort þeirra mun segja sína sögu. Repúblikanar hafa nú sett á laggirnar herferð til að verja Kavanaugh og tilnefningu hans og til marks um það fóru Kavanaugh og eiginkona hans í viðtal hjá Fox News sem sýnt er nú í kvöld. Dagurinn byrjaði á því að Trump sagðist standa með Kavanaug „alla leið“ og að ásakanirnar væru runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna.Í kjölfarið sendi Kavanaugh bréf til nefndarinnar þar sem hann sagði að hann myndi ekki láta „ógna sér“ til að stíga til hliðar. Þá sagði hann að um herferð gegn sér væri að ræða og að markmið hennar væri að sverta mannorð hans."I'm not going to let false accusations drive us out of this process." —Brett Kavanaugh Watch @MarthaMacCallum's full interview with Judge Kavanaugh and his wife Ashley tonight on Fox News Channel at 7p ET. https://t.co/QFmLfIwW4Rpic.twitter.com/r8J2TUYQDj — Fox News (@FoxNews) September 24, 2018 Skömmu seinna, var Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni, mættur í pontu þar sem hann sagði reiður að Demókratar væru búnir að kasta „allri þeirri drullu sem þeir hefðu skapað“. Hann sagði að það yrði kosið um tilnefningu Kavanaugh skömmu eftir fundinni á fimmtudaginn en hann nefndi þó enga dagsetningu. Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, sagði einnig í dag að ásakanirnar litu út fyrir að vera einhvers konar samsæri. Demókratar hafa kallað eftir því að hægt verði á tilnefningarferli Kavanaugh á meðan ásakanirnar verði rannsakaðar til fullnustu.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar er Trump sannfærður um að Demókratar og fjölmiðlar vinni í sameiningu að því að grafa undan Kavanaugh. Hann lítur á nýju ásakanirnar gegn dómaranum, sem voru birtar í gær, sem staðfestingu á því.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira