Breyttar áherslur kalla á skipulagsbreytingar í Bláa lóninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. október 2018 11:07 Hér ber að líta nýju framkvæmdastjórana. Aðsend Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Bláa Lóninu og fer megin starfsemi þess nú fram innan þriggja kjarnasviða; viðskipta- og rekstrarsviðs, fjármála- og upplýsingatæknisviðs og þróunar- sölu- og markaðssviðs. Framkvæmdastjórar sviðanna þriggja verða Þórey G. Guðmundsdóttir, Helga Árnadóttir og Már Másson. Fram kemur í tilkynningu frá Bláa lóninu að þau muni jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn Bláa Lónsins, ásamt Grími Sæmundsen forstjóra og Garðari Gíslasyni, lögmanni félagsins. Í tilkynningunni segir einnig að breytingarnar eigi að endurspegla „aukna áherslu á stafræna þróun og samþættingu í rekstri félagsins,“ en haft er eftir Grími Sæmundsen að einn af drifkröftum Bláa lónsins sé þessi vilji til breytinga. „Starfsmenn og stjórnendur Bláa Lónsins hafa náð frábærum árangri á undanförnu ári með opnun á nýju hóteli, veitingastöðum og upplifunarsvæði og áframhaldandi öflugum rekstri Bláa Lónsins,“ segir Grímur. „Á næstu misserum munum við fjárfesta frekar í upplýsingatækni og setja stóraukinn kraft í stafræna þróun, sölu og þjónustu við okkar viðskiptavini. Þá munum við einbeita okkur að því að samhæfa alla starfsemi okkar og tryggja að allir gangi í takt. Þessar breytingar miða einmitt að því.“ Meðfylgjandi upplýsingar um framkvæmdastjórana þrjá fylgja tilkynningunni:Þórey G. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðsÞórey G. Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs Bláa Lónsins. Þórey hefur verið fjármálastjóri Bláa Lónsins síðan 2013. Áður starfaði Þórey hjá Samskipum þar sem hún bar ábyrgð á fjárhagsáætlunum og uppgjöri félagsins og dótturfélaga á Íslandi. Hún var forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi Fjárfestingabanka 2004-2013. Þá starfaði hún sem sérfræðingur á fjármálasviði Íslandsbanka (áður FBA) frá 2000 til 2004 og hjá KPMG á tímabilinu 1995 til 1999. Þórey er viðskiptafræðingur, Cand oecon frá Háskóla Íslands.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðsHelga Árnadóttir er framkvæmdastjóri þróunar, sölu- og markaðssviðs Bláa Lónsins. Þróunar, sölu- og markaðssvið ber ábyrgð á öllum sölu- og markaðsmálum félagins og leiðir stafræna vöruþróun Bláa Lónsins.Helga hóf störf hjá Bláa Lóninu í júní síðastliðnum en áður var hún framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar frá 2013 til 2018. Hún var fjármálastjóri og síðar framkvæmdastjóri VR á árunum 2008-2013. Áður gegndi hún ýmsum stjórnunarstöðum hjá Icelandair og var m.a. forstöðumaður Vildarklúbbs Icelandair, sölustjóri Icelandair á Íslandi og deildarstjóri áætlunar- og eftirlitsdeildar Icelandair. Helga er viðskiptafræðingur, Cand oecon frá Háskóla Íslands og með MSc. gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík.Már Másson - framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðsMár Másson er framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs Bláa Lónsins. Undir viðskipta- og rekstrarsvið heyra viðskipta- og rekstrareiningar Bláa Lónsins hf. í Svartsengi, en félagið rekur þar tvo baðstaði, fjóra veitingastaði og verslun og einnig verslanir í Leifsstöð og í Reykjavík. Þá heyrir fasteignasvið og mannauðs- og gæðasvið einnig undir viðskipta- og rekstrarsvið.Már hefur starfað hjá Bláa Lóninu frá því 2016 sem forstöðumaður markaðs- og mannauðssviðs félagsins. Áður starfaði Már hjá Íslandsbanka frá árinu 2008. Þar veitti hann samskiptasviði bankans forstöðu auk skrifstofu bankastjóra. Þá var hann forstöðumaður Dreifileiða og nýsköpunar hjá bankanum 2013-2016. Már er með B.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá CBS í Kaupmannahöfn og MSc. gráðu í stjórnun frá USI í Lugano í Sviss. Vistaskipti Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Bláa Lóninu og fer megin starfsemi þess nú fram innan þriggja kjarnasviða; viðskipta- og rekstrarsviðs, fjármála- og upplýsingatæknisviðs og þróunar- sölu- og markaðssviðs. Framkvæmdastjórar sviðanna þriggja verða Þórey G. Guðmundsdóttir, Helga Árnadóttir og Már Másson. Fram kemur í tilkynningu frá Bláa lóninu að þau muni jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn Bláa Lónsins, ásamt Grími Sæmundsen forstjóra og Garðari Gíslasyni, lögmanni félagsins. Í tilkynningunni segir einnig að breytingarnar eigi að endurspegla „aukna áherslu á stafræna þróun og samþættingu í rekstri félagsins,“ en haft er eftir Grími Sæmundsen að einn af drifkröftum Bláa lónsins sé þessi vilji til breytinga. „Starfsmenn og stjórnendur Bláa Lónsins hafa náð frábærum árangri á undanförnu ári með opnun á nýju hóteli, veitingastöðum og upplifunarsvæði og áframhaldandi öflugum rekstri Bláa Lónsins,“ segir Grímur. „Á næstu misserum munum við fjárfesta frekar í upplýsingatækni og setja stóraukinn kraft í stafræna þróun, sölu og þjónustu við okkar viðskiptavini. Þá munum við einbeita okkur að því að samhæfa alla starfsemi okkar og tryggja að allir gangi í takt. Þessar breytingar miða einmitt að því.“ Meðfylgjandi upplýsingar um framkvæmdastjórana þrjá fylgja tilkynningunni:Þórey G. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðsÞórey G. Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs Bláa Lónsins. Þórey hefur verið fjármálastjóri Bláa Lónsins síðan 2013. Áður starfaði Þórey hjá Samskipum þar sem hún bar ábyrgð á fjárhagsáætlunum og uppgjöri félagsins og dótturfélaga á Íslandi. Hún var forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi Fjárfestingabanka 2004-2013. Þá starfaði hún sem sérfræðingur á fjármálasviði Íslandsbanka (áður FBA) frá 2000 til 2004 og hjá KPMG á tímabilinu 1995 til 1999. Þórey er viðskiptafræðingur, Cand oecon frá Háskóla Íslands.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar-, sölu- og markaðssviðsHelga Árnadóttir er framkvæmdastjóri þróunar, sölu- og markaðssviðs Bláa Lónsins. Þróunar, sölu- og markaðssvið ber ábyrgð á öllum sölu- og markaðsmálum félagins og leiðir stafræna vöruþróun Bláa Lónsins.Helga hóf störf hjá Bláa Lóninu í júní síðastliðnum en áður var hún framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar frá 2013 til 2018. Hún var fjármálastjóri og síðar framkvæmdastjóri VR á árunum 2008-2013. Áður gegndi hún ýmsum stjórnunarstöðum hjá Icelandair og var m.a. forstöðumaður Vildarklúbbs Icelandair, sölustjóri Icelandair á Íslandi og deildarstjóri áætlunar- og eftirlitsdeildar Icelandair. Helga er viðskiptafræðingur, Cand oecon frá Háskóla Íslands og með MSc. gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík.Már Másson - framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðsMár Másson er framkvæmdastjóri viðskipta- og rekstrarsviðs Bláa Lónsins. Undir viðskipta- og rekstrarsvið heyra viðskipta- og rekstrareiningar Bláa Lónsins hf. í Svartsengi, en félagið rekur þar tvo baðstaði, fjóra veitingastaði og verslun og einnig verslanir í Leifsstöð og í Reykjavík. Þá heyrir fasteignasvið og mannauðs- og gæðasvið einnig undir viðskipta- og rekstrarsvið.Már hefur starfað hjá Bláa Lóninu frá því 2016 sem forstöðumaður markaðs- og mannauðssviðs félagsins. Áður starfaði Már hjá Íslandsbanka frá árinu 2008. Þar veitti hann samskiptasviði bankans forstöðu auk skrifstofu bankastjóra. Þá var hann forstöðumaður Dreifileiða og nýsköpunar hjá bankanum 2013-2016. Már er með B.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá CBS í Kaupmannahöfn og MSc. gráðu í stjórnun frá USI í Lugano í Sviss.
Vistaskipti Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun