Handbolti

Spila síðustu tíu sekúndurnar aftur eftir hroðaleg dómaramistök

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum fræga.
Úr leiknum fræga. vísir/skjáskot
Síðustu tíu sekúndurnar í leik Víkings og Þróttar í Grill 66-deild karla verða leiknar aftur en dómstóll HSÍ dæmdi svo. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ.

Mikið var rætt og ritað um dómaramistökin en Vísir greindi fyrst frá atvikinu daginn eftir leikinn. Nánar má lesa um hvernig atvik þróuðust í leiknum hér.

Þróttarar kærðu hins vegar málið fyrir dómstól HSÍ sem hefur nú dæmt að liðin spila síðustu tíu sekúndurnar aftur. Þróttur byrjar með boltann á miðjunni, höndin er uppi og þeir leiða með einu marki, 21-20.

„Dómstóll HSÍ hefur í dag komist að þeirri niðurstöðu að síðustu 10 sekúndur í leik Víkings og Þróttar sem fram fór 20. september skulu leiknar aftur,” segir í tilkynningu HSÍ

„Ekki liggur fyrir hvenær þessar síðustu sekúndur verða leiknar en skrifstofa HSÍ mun ákveða það í samráði við viðkomandi lið,” segir enn fremur í tilkynningu HSÍ. Myndbandið má sjá hér neðar í greinni.

Nánar má lesa um dóminn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×