Selfoss getur mætt stórliðum handboltans í næstu umferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2018 07:00 Patrekur vonast til að mæta Kiel í næstu umferð. Fréttablaðið/eyþór Selfoss tryggði sér sæti í 3. umferð EHF-bikars karla í handbolta með 32-26 sigri á Riko Ribnica, toppliðinu í Slóveníu, á laugardaginn. Selfoss tapaði fyrri leiknum ytra, 30-27, en vann einvígið 59-56. Á sama tíma féllu FH og ÍBV úr leik í sömu keppni og er Evrópuævintýri þeirra því lokið þetta árið. Hafnfirðingar mættu portúgalska liðinu Benfica ytra tvisvar um helgina. FH-ingar seldu heimaleikjaréttinn til Benfica og fóru báðir leikirnir fram í Portúgal. FH lék vel í sóknarleiknum í báðum leikjunum gegn Benfica um helgina en öflugur sóknarleikur Portúgalana reyndist hausverkur sem FH tókst ekki að leysa. ÍBV tók eins marka forskot til Frakklands þar sem þeir mættu liði Pays d’Aix undir stjórn frönsku goðsagnarinnar Jerome Fernandez. Eyjamönnum tókst að halda í við Frakkana framan af en öflugur sprettur franska félagsins undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess seinni gerði út um vonir ÍBV. Selfoss verður því eina íslenska liðið þegar dregið verður í næstu umferð Að sögn Patreks Jóhannessonar, þjálfara Selfoss, var lykillinn að sigri þeirra öflug framliggjandi vörn sem kom gestunum í opna skjöldu. „Það er svolítið síðan við í þjálfarateyminu ákváðum að spila 3-3 vörn á þá hérna heima. Það sló þá aðeins út af laginu og það kom mér á óvart að þeir skyldu ekki spila með aukamann í sókninni,“ sagði Patrekur í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í Hleðsluhöllinni á laugardaginn. Selfyssingar leiddu allan leikinn en Slóvenarnir héngu í skottinu á þeim lengi vel. Riko Ribnica minnkaði muninn í fjögur mörk, 22-18, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá tók Patrekur leikhlé og eftir það skoraði Selfoss tvö mörk í röð og komst aftur í lykilstöðu. Liðsheildin var sterk hjá Selfossi í leiknum í fyrradag. Markaskorið dreifðist vel, vinnslan í vörninni var til fyrirmyndar og markverðirnir, Pawel Kiepulski og Sölvi Ólafsson, voru góðir. Kiepulski varði vel í fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik í byrjun þess seinni. Þá kom Sölvi inn á og varði sjö af þeim 17 skotum sem hann fékk á sig (41%) það sem eftir lifði leiks. „Við vorum hættulegir í öllum stöðum,“ sagði Patrekur. „Það áttu allir góðan leik og enginn sem var út úr kortinu.“ Í næstu umferð EHF-bikarsins eru stórlið eins og Kiel, Magdeburg, Aalborg og Füchse Berlin í pottinum. „Ég var búinn að segja við vin minn Viktor Szilágyi [íþróttastjóra Kiel] að við myndum dragast á móti Kiel. Við vorum búnir að tala um það fyrir þó nokkru. Það yrði skemmtilegt,“ sagði Patrekur og glotti. Þeir Szilágyi þekkjast vel, spiluðu saman hjá TUSEM Essen og Patrekur þjálfaði Szilágyi svo í austurríska landsliðinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Patrekur: Frábær auglýsing fyrir Selfoss „Þetta var frábært. Hvernig við komum inn í leikinn var flott hjá strákunum. Að fá á sig tíu mörk í einum hálfleik og þar af 4-5 hraðaupphlaup, frábær vörn. Þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” 13. október 2018 20:54 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Riko Ribnica 32-26 | Selfoss komið áfram í EHF-bikarnum Selfyssingar eru komnir áfram í EHF-bikarnum í handknattleik eftir sex marka sigur á slóvenska liðinu Riko Ribnica á Selfossi í kvöld. Slóvenarnir unnu fyrri leikinn 30-27 en Selfoss vinnur samanlagt 59-56 og fer áfram í þriðju umferð. 13. október 2018 21:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Selfoss tryggði sér sæti í 3. umferð EHF-bikars karla í handbolta með 32-26 sigri á Riko Ribnica, toppliðinu í Slóveníu, á laugardaginn. Selfoss tapaði fyrri leiknum ytra, 30-27, en vann einvígið 59-56. Á sama tíma féllu FH og ÍBV úr leik í sömu keppni og er Evrópuævintýri þeirra því lokið þetta árið. Hafnfirðingar mættu portúgalska liðinu Benfica ytra tvisvar um helgina. FH-ingar seldu heimaleikjaréttinn til Benfica og fóru báðir leikirnir fram í Portúgal. FH lék vel í sóknarleiknum í báðum leikjunum gegn Benfica um helgina en öflugur sóknarleikur Portúgalana reyndist hausverkur sem FH tókst ekki að leysa. ÍBV tók eins marka forskot til Frakklands þar sem þeir mættu liði Pays d’Aix undir stjórn frönsku goðsagnarinnar Jerome Fernandez. Eyjamönnum tókst að halda í við Frakkana framan af en öflugur sprettur franska félagsins undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess seinni gerði út um vonir ÍBV. Selfoss verður því eina íslenska liðið þegar dregið verður í næstu umferð Að sögn Patreks Jóhannessonar, þjálfara Selfoss, var lykillinn að sigri þeirra öflug framliggjandi vörn sem kom gestunum í opna skjöldu. „Það er svolítið síðan við í þjálfarateyminu ákváðum að spila 3-3 vörn á þá hérna heima. Það sló þá aðeins út af laginu og það kom mér á óvart að þeir skyldu ekki spila með aukamann í sókninni,“ sagði Patrekur í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í Hleðsluhöllinni á laugardaginn. Selfyssingar leiddu allan leikinn en Slóvenarnir héngu í skottinu á þeim lengi vel. Riko Ribnica minnkaði muninn í fjögur mörk, 22-18, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá tók Patrekur leikhlé og eftir það skoraði Selfoss tvö mörk í röð og komst aftur í lykilstöðu. Liðsheildin var sterk hjá Selfossi í leiknum í fyrradag. Markaskorið dreifðist vel, vinnslan í vörninni var til fyrirmyndar og markverðirnir, Pawel Kiepulski og Sölvi Ólafsson, voru góðir. Kiepulski varði vel í fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik í byrjun þess seinni. Þá kom Sölvi inn á og varði sjö af þeim 17 skotum sem hann fékk á sig (41%) það sem eftir lifði leiks. „Við vorum hættulegir í öllum stöðum,“ sagði Patrekur. „Það áttu allir góðan leik og enginn sem var út úr kortinu.“ Í næstu umferð EHF-bikarsins eru stórlið eins og Kiel, Magdeburg, Aalborg og Füchse Berlin í pottinum. „Ég var búinn að segja við vin minn Viktor Szilágyi [íþróttastjóra Kiel] að við myndum dragast á móti Kiel. Við vorum búnir að tala um það fyrir þó nokkru. Það yrði skemmtilegt,“ sagði Patrekur og glotti. Þeir Szilágyi þekkjast vel, spiluðu saman hjá TUSEM Essen og Patrekur þjálfaði Szilágyi svo í austurríska landsliðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Patrekur: Frábær auglýsing fyrir Selfoss „Þetta var frábært. Hvernig við komum inn í leikinn var flott hjá strákunum. Að fá á sig tíu mörk í einum hálfleik og þar af 4-5 hraðaupphlaup, frábær vörn. Þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” 13. október 2018 20:54 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Riko Ribnica 32-26 | Selfoss komið áfram í EHF-bikarnum Selfyssingar eru komnir áfram í EHF-bikarnum í handknattleik eftir sex marka sigur á slóvenska liðinu Riko Ribnica á Selfossi í kvöld. Slóvenarnir unnu fyrri leikinn 30-27 en Selfoss vinnur samanlagt 59-56 og fer áfram í þriðju umferð. 13. október 2018 21:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Patrekur: Frábær auglýsing fyrir Selfoss „Þetta var frábært. Hvernig við komum inn í leikinn var flott hjá strákunum. Að fá á sig tíu mörk í einum hálfleik og þar af 4-5 hraðaupphlaup, frábær vörn. Þetta var frábær auglýsing fyrir Selfoss.” 13. október 2018 20:54
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Riko Ribnica 32-26 | Selfoss komið áfram í EHF-bikarnum Selfyssingar eru komnir áfram í EHF-bikarnum í handknattleik eftir sex marka sigur á slóvenska liðinu Riko Ribnica á Selfossi í kvöld. Slóvenarnir unnu fyrri leikinn 30-27 en Selfoss vinnur samanlagt 59-56 og fer áfram í þriðju umferð. 13. október 2018 21:00
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn